Fuglaflensa ekki í fuglum húsdýragarðsins 25. nóvember 2006 19:15 Sýni, sem tekin voru úr þeim tugum fugla sem lógað var í fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrr í vikunni, sýna að dýrin voru ekki sýkt af fuglaflensu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vill þó ekki meina að dýrin hafi verið aflífuð að ástæðulausu. Hann segir þessa aðferð hafa verið ráðlagða af alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni eftir að mótefni fannst í fjórum fullorðnum landnámshænum í garðinum. Á sjöunda tug fugla var fargað í kjölfarið. Hann segir að tjónið verði bætt fjárhagslega og fuglastofnarnir verði endurnýjaðir.Niðurstöður rannsóknanna verða til þess að Sigurerninum verður sleppt í Grundarfirði á morgun klukkan eitt.Í dag var hið banvæna afbrigði H5N1 fuglaflensunnar staðfest í Suður Kóreu. Rúmlega sex þúsund fuglar drápust og slátra þurfti tæplega sjö þúsundum til viðbótar á fuglabúi í Iksan, sem er tvö 250 kílómetra suður af Seoul. Rannsóknir úr sýnum munu leiða í ljós hversu smitandi flensan er, en nú hefur verið ákveðið að farga tæplega þrjú hundruð þúsund alifuglum í landinu. Japanir hafa hætt innflutningi á fuglakjöti frá Suður Kóreu af ótta við að flensan breiðist út.H5N1 vírusinn kom fyrst upp á kjúklingabúum í Asíu seint á árinu 2003 og á annað hundrað manns víða um heim hafa látist. Á þessu ári hafa þrír látist af af völdum flensunnar. Flest tilfelli hafa komið upp i Austur Asíu, en tilfelli hafa komið upp víðar í álfunni, í miðausturlöndum, Afríku og í flestum Evrópulöndum, meðal annars í Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi.Afbrigðið er að mestu bundið við fugla, en óttast er að veiran geti stökkbreyst og orðið að heimsfaraldri þar sem líf milljóna manna gæti verið í hættu. Fréttir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Sýni, sem tekin voru úr þeim tugum fugla sem lógað var í fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrr í vikunni, sýna að dýrin voru ekki sýkt af fuglaflensu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vill þó ekki meina að dýrin hafi verið aflífuð að ástæðulausu. Hann segir þessa aðferð hafa verið ráðlagða af alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni eftir að mótefni fannst í fjórum fullorðnum landnámshænum í garðinum. Á sjöunda tug fugla var fargað í kjölfarið. Hann segir að tjónið verði bætt fjárhagslega og fuglastofnarnir verði endurnýjaðir.Niðurstöður rannsóknanna verða til þess að Sigurerninum verður sleppt í Grundarfirði á morgun klukkan eitt.Í dag var hið banvæna afbrigði H5N1 fuglaflensunnar staðfest í Suður Kóreu. Rúmlega sex þúsund fuglar drápust og slátra þurfti tæplega sjö þúsundum til viðbótar á fuglabúi í Iksan, sem er tvö 250 kílómetra suður af Seoul. Rannsóknir úr sýnum munu leiða í ljós hversu smitandi flensan er, en nú hefur verið ákveðið að farga tæplega þrjú hundruð þúsund alifuglum í landinu. Japanir hafa hætt innflutningi á fuglakjöti frá Suður Kóreu af ótta við að flensan breiðist út.H5N1 vírusinn kom fyrst upp á kjúklingabúum í Asíu seint á árinu 2003 og á annað hundrað manns víða um heim hafa látist. Á þessu ári hafa þrír látist af af völdum flensunnar. Flest tilfelli hafa komið upp i Austur Asíu, en tilfelli hafa komið upp víðar í álfunni, í miðausturlöndum, Afríku og í flestum Evrópulöndum, meðal annars í Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi.Afbrigðið er að mestu bundið við fugla, en óttast er að veiran geti stökkbreyst og orðið að heimsfaraldri þar sem líf milljóna manna gæti verið í hættu.
Fréttir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira