Kona verður milljónamæringur á því að spila tölvuleik 28. nóvember 2006 19:25 Kínversk kona varð á dögunum fyrsti milljónamæringurinn sem verður til í sýndarveruleika. Hún spilar leikinn Second Life, http://secondlife.com/, á netinu og selur þar hús, íbúðir og landsvæði. Í leiknum græddi hún alls 300 milljónir Linden dollara, en það er gjaldmiðill leiksins. Það merkilega er að það er hægt að skipta sýndarpeningunum í alvöru dollara á genginu 275 Linden dollarar á móti einum raunverulegum. Samkvæmt því á konan Second Life er sýndarheimur, eða tölvuleikur, þar sem fólk skapar sér sína eigin persónu og lifir í raun öðru lífi. Spilendur geta síðan keypt og selt hluti og Ailin Graef, konan sem um ræðir, fór að kaupa hús og landsvæði, gera þau upp og selja síðan öðrum notendum. Í dag rekur hún fyrirtæki í raunveruleikanum og er með tíu manns í vinnu við að gera upp sýndarveruleikafasteignir. Hún er ekki ein um að græða í raunveruleikanum á því sem hún gerir í sýndarveruleikanum en einn spilari þróaði tölvuleik í sýndarveruleiknum sem hann seldi síðar réttinn á til tölvuleikjarisanns Nintendo. Erlent Fréttir Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Kínversk kona varð á dögunum fyrsti milljónamæringurinn sem verður til í sýndarveruleika. Hún spilar leikinn Second Life, http://secondlife.com/, á netinu og selur þar hús, íbúðir og landsvæði. Í leiknum græddi hún alls 300 milljónir Linden dollara, en það er gjaldmiðill leiksins. Það merkilega er að það er hægt að skipta sýndarpeningunum í alvöru dollara á genginu 275 Linden dollarar á móti einum raunverulegum. Samkvæmt því á konan Second Life er sýndarheimur, eða tölvuleikur, þar sem fólk skapar sér sína eigin persónu og lifir í raun öðru lífi. Spilendur geta síðan keypt og selt hluti og Ailin Graef, konan sem um ræðir, fór að kaupa hús og landsvæði, gera þau upp og selja síðan öðrum notendum. Í dag rekur hún fyrirtæki í raunveruleikanum og er með tíu manns í vinnu við að gera upp sýndarveruleikafasteignir. Hún er ekki ein um að græða í raunveruleikanum á því sem hún gerir í sýndarveruleikanum en einn spilari þróaði tölvuleik í sýndarveruleiknum sem hann seldi síðar réttinn á til tölvuleikjarisanns Nintendo.
Erlent Fréttir Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira