Jól við Oxford Street 5. desember 2006 14:06 Vont var að missa af Silfrinu en nú sit ég með kvíðahnút í maganum á kaffihúsi við Oxford Street og finnst að ég þurfi að fara að kaupa jólagjafir. Traffíkin er brjálæðisleg og allir að rekast utan í alla... Er nú kominn í gamalkunnar stellingar að skrifa á netið á kaffihúsi. Sit á Starbuck´s sem er nánast við Oxford Street. Ekki rólegasti staður í heimi. Oxford Street er hreint brjálæði fyrir jólin, fólkið treðst um götuna og er aðallega í því að rekast hvað utan í annað. Mannlífsflóran er reyndar stórkostleg, hér ægir saman öllum kynþáttum. Ég tel víst að ekki haldi allir jól. Það er nóg af jólaljósum en einhvern veginn eru þau dálítið tacky, skortir innileikann - getur maður sagt kærleikann. Maður þarf mikla rósemd hugans til að geta gert nokkuð af viti hér. Aðeins ofar er reyndar Marylebone Village með litlum sætum búðum, veitingahúsum og miklu hlýlegra viðmóti - líklega skemmtilegasta hverfi í London. Er með kvíðahnút í maganum. Nógu var vont að missa af Silfrinu. En það er fleira sem hefur dottið upp fyrir. Jólagjafainnkaupin sem áttu að framkvæmast hér hafa orðið að engu. Ég hef ekki komist til að kaupa góðmetið í Fortnum´s & Mason og hér blasir við mér hið mikla vöruhús Selfridges´s. Veit að kona mín vonar að ég komist þangað inn áður en ég fer. Úff. Best að reyna. Úrvalið er svo milljónfalt meira en á Íslandi. Við höfum stór verslunarhús en ekkert sérstaklega fjölbreytt úrval. Tíminn er frekar naumur, ég flýg heim í kvöld og svo ég mæti í Ísland í dag á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun
Vont var að missa af Silfrinu en nú sit ég með kvíðahnút í maganum á kaffihúsi við Oxford Street og finnst að ég þurfi að fara að kaupa jólagjafir. Traffíkin er brjálæðisleg og allir að rekast utan í alla... Er nú kominn í gamalkunnar stellingar að skrifa á netið á kaffihúsi. Sit á Starbuck´s sem er nánast við Oxford Street. Ekki rólegasti staður í heimi. Oxford Street er hreint brjálæði fyrir jólin, fólkið treðst um götuna og er aðallega í því að rekast hvað utan í annað. Mannlífsflóran er reyndar stórkostleg, hér ægir saman öllum kynþáttum. Ég tel víst að ekki haldi allir jól. Það er nóg af jólaljósum en einhvern veginn eru þau dálítið tacky, skortir innileikann - getur maður sagt kærleikann. Maður þarf mikla rósemd hugans til að geta gert nokkuð af viti hér. Aðeins ofar er reyndar Marylebone Village með litlum sætum búðum, veitingahúsum og miklu hlýlegra viðmóti - líklega skemmtilegasta hverfi í London. Er með kvíðahnút í maganum. Nógu var vont að missa af Silfrinu. En það er fleira sem hefur dottið upp fyrir. Jólagjafainnkaupin sem áttu að framkvæmast hér hafa orðið að engu. Ég hef ekki komist til að kaupa góðmetið í Fortnum´s & Mason og hér blasir við mér hið mikla vöruhús Selfridges´s. Veit að kona mín vonar að ég komist þangað inn áður en ég fer. Úff. Best að reyna. Úrvalið er svo milljónfalt meira en á Íslandi. Við höfum stór verslunarhús en ekkert sérstaklega fjölbreytt úrval. Tíminn er frekar naumur, ég flýg heim í kvöld og svo ég mæti í Ísland í dag á morgun.