Bátar, flugvélar, bílar og trampolín af stað í óveðri 10. desember 2006 12:28 Smábátar sukku og binda þurfti einkaflugvélar niður á Reykjavíkurflugvelli vegna óveðursins í gær, en björgunarsveitir unnu linnulaust fram á nótt við að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki.Mikið álag var á slökkviliði og björgunarsveitum fram eftir nóttu vegna veðursins. Jónas Guðmundsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu segir um 70 björgunarsveitarmenn í Reykjavík og nágrenni hafa unnið við ýmis verkefni fram á nótt, en framan af hafi þeir talið að kvöldið yrði rólegt. Það hafi hins vegar breyst um kvöldmatarleitið þegar útköll fóru að berast.Helstu verkefnin voru fjúkandi lausamunir, þakkantar og plötur, en töluvert var um að slökkvilið þyrfti að dæla þyrfti vatni út úr íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, í sumum tilfellum þurfti afkastamiklar dælur slökkviliðsins til að koma vatninu út.Björgunarsveitir unnu einnig við að dæla sjó úr bátum við Reykjavíkurhöfn og Bryggjuhverfi, en nokkrir smábátar sukku við bryggju og binda þurfti einkaflugfélar á Reykjavíkurflugvelli vegna veðursins.Á Kjalarnesi varð veður með versta móti og hvassara en björgunarsveitarmenn höfðu lent í lengi. Þar fauk hálft þak af húsi, gámar og bílar fuku, og segir Jónas nokkra bíla hafa fokið út af á Kjalarnesi.Þá fuku nokkrir bílar út af Suðurlandsvegi við Sandskeið og fljúgandi trampolín skemmdi tvo bíla í Grindavík.Á Ísafirði valt bíll en farþegana þrjá sakaði ekki. Björgunarsveitir á Ísafirði voru kallaðar út til að leita að feðginum sem fóru í akandi frá Ísafirði, en skiluðu sér ekki til Patreksfjarðar. Þau fundust stuttu síðar við Hrafnseyrarheiði þar sem þau sátu föst í bílnum og höfðu ekki komist yfir heiðina vegna veðursins. Fréttir Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Smábátar sukku og binda þurfti einkaflugvélar niður á Reykjavíkurflugvelli vegna óveðursins í gær, en björgunarsveitir unnu linnulaust fram á nótt við að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki.Mikið álag var á slökkviliði og björgunarsveitum fram eftir nóttu vegna veðursins. Jónas Guðmundsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu segir um 70 björgunarsveitarmenn í Reykjavík og nágrenni hafa unnið við ýmis verkefni fram á nótt, en framan af hafi þeir talið að kvöldið yrði rólegt. Það hafi hins vegar breyst um kvöldmatarleitið þegar útköll fóru að berast.Helstu verkefnin voru fjúkandi lausamunir, þakkantar og plötur, en töluvert var um að slökkvilið þyrfti að dæla þyrfti vatni út úr íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, í sumum tilfellum þurfti afkastamiklar dælur slökkviliðsins til að koma vatninu út.Björgunarsveitir unnu einnig við að dæla sjó úr bátum við Reykjavíkurhöfn og Bryggjuhverfi, en nokkrir smábátar sukku við bryggju og binda þurfti einkaflugfélar á Reykjavíkurflugvelli vegna veðursins.Á Kjalarnesi varð veður með versta móti og hvassara en björgunarsveitarmenn höfðu lent í lengi. Þar fauk hálft þak af húsi, gámar og bílar fuku, og segir Jónas nokkra bíla hafa fokið út af á Kjalarnesi.Þá fuku nokkrir bílar út af Suðurlandsvegi við Sandskeið og fljúgandi trampolín skemmdi tvo bíla í Grindavík.Á Ísafirði valt bíll en farþegana þrjá sakaði ekki. Björgunarsveitir á Ísafirði voru kallaðar út til að leita að feðginum sem fóru í akandi frá Ísafirði, en skiluðu sér ekki til Patreksfjarðar. Þau fundust stuttu síðar við Hrafnseyrarheiði þar sem þau sátu föst í bílnum og höfðu ekki komist yfir heiðina vegna veðursins.
Fréttir Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira