Viðskipti erlent

Óbreytt verðbólga í Bandaríkjunum

Vísitala neysluverðs hélst óbreytt á milli mánaða í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta jafngildir því að verðbólga sé 2,2 prósent vestanhafs á ársgrundvelli, sem er þvert á spár greiningaraðila sem bjuggust við að vöruverð myndi hækka um 0,2 prósent á milli mánaða. Helsta ástæðan er lækkun á eldsneytisverði.

Á sama tíma í fyrra mældist verðbólgan í Bandaríkjunum 3,4 prósentum á ársgrundvelli.

Niðurstöðurnar eru sagðar gleðifréttir fyrir stjórnvöld en Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í síðustu viku að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×