Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 08:30 Útlitið var dökkt í kauphöllinni í Tókýó í gær en hlutabréfaverð tók fljótt við sér í dag. AP/Shohei Miyano/Kyodo News Nikkei-hlutabréfavísitalan japanska skaust upp um rúm tíu stig í dag, aðeins sólarhring eftir mesta hrun hennar í hátt í fjóra áratugi sem skók vestræna hlutabréfamarkaði. Aðrir asískir markaðir tóku einnig við sér eftir minni lækkun. Lækkunin í Asíu í gær, fyrst og fremst í Japan þar sem Nikkei hrundi um meira en tólf prósent, hafði í för með sér keðjuverkun á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu í gær. Hún var rakin til áhyggna af efnahagshorfum í Bandaríkjunum eftir að atvinnuleysistölur sem voru gefnar út á föstudag voru ekki í samræmi við væntingar. Sviptingarnar þóttu minna á hrun sem átti sér stað árið 1987 sem breiddi úr sér um allan heim. Stephen Innes frá SPI Asset Management líkir hækkuninni í dag við björgunarbát í viðtali við AP-fréttastofuna. Oft sé stutt milli hláturs og gráturs á mörkuðunum. „Hraðar vendingar hlutabréfaviðskipta geta breytt því sem virðist skelfileg staða í hverfula minningu sem menn hlæja oft að í kauphöllinni daginn eftir,“ segir Innes. Nikkei-vísitalan stendur nú 7,7 prósent hærra en hún gerði fyrir ári en níu prósentum lægra en hún gerði fyrir þremur mánuðum. Japan Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum féll umtalsvert í dag, í kjölfar mikillar lækkunar í Asíu og Evrópu. Lækkunin í Asíu og Evrópu kom til vegna áhyggna af bandaríska efnahagnum. 5. ágúst 2024 15:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Lækkunin í Asíu í gær, fyrst og fremst í Japan þar sem Nikkei hrundi um meira en tólf prósent, hafði í för með sér keðjuverkun á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu í gær. Hún var rakin til áhyggna af efnahagshorfum í Bandaríkjunum eftir að atvinnuleysistölur sem voru gefnar út á föstudag voru ekki í samræmi við væntingar. Sviptingarnar þóttu minna á hrun sem átti sér stað árið 1987 sem breiddi úr sér um allan heim. Stephen Innes frá SPI Asset Management líkir hækkuninni í dag við björgunarbát í viðtali við AP-fréttastofuna. Oft sé stutt milli hláturs og gráturs á mörkuðunum. „Hraðar vendingar hlutabréfaviðskipta geta breytt því sem virðist skelfileg staða í hverfula minningu sem menn hlæja oft að í kauphöllinni daginn eftir,“ segir Innes. Nikkei-vísitalan stendur nú 7,7 prósent hærra en hún gerði fyrir ári en níu prósentum lægra en hún gerði fyrir þremur mánuðum.
Japan Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum féll umtalsvert í dag, í kjölfar mikillar lækkunar í Asíu og Evrópu. Lækkunin í Asíu og Evrópu kom til vegna áhyggna af bandaríska efnahagnum. 5. ágúst 2024 15:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum féll umtalsvert í dag, í kjölfar mikillar lækkunar í Asíu og Evrópu. Lækkunin í Asíu og Evrópu kom til vegna áhyggna af bandaríska efnahagnum. 5. ágúst 2024 15:00