Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu í hádeginu, en málið snýr að röð ummæla sem Bonnesen lét falla á opinberum vettvangi á árunum 2018 til 2019. Ummælin sneru að stöðunni í bankanum á sama tíma og hann var sakaður um peningaþvætti í starfsemi bankans í útibúi í Eistlandi.
Hin dansk-sænska Bonnesen var sýknuð af öllum ákæruliðum á neðra dómstigi í janúar á síðasta ári, en ákæruliðirnir sneru að grófum fjársvikum, markaðsmiðsnotkun og innherjasvik. Mat dómstóllinn þá að ummælin hefðu ekki verið nægilega skýr til að teljast brotleg.
Millidómstóll sakfelldi hins vegar Bonnesen af ákæru um gróf fjársvik í dag en sýknaði hana af öðrum ákæruliðum. Þótti sannað að Bonnesen hafi látið villandi ummæli falla þegar hún ræddi við sænska fjölmiðla um stöðuna í bankanum í tengslum við árshlutauppgjör bankans síðla árs 2018. Þar sagði Bonnesen að alls engar grunsemdir væru um peningaþvætti í útibúi bankans í Eistlandi. Raunin var hins vegar allt önnur.
Bonnesen, sem var forstjóri Swedbank á árunum 2016 til 2019. Málið þykir einstakt en Bonnesen er fyrsti fyrrverandi forstjóri sænsks stórbanka sem dreginn er fyrir dóm í marga áratugi.