Fótbolti

Deilur Nistelrooy og Kuyt halda áfram

Nistelrooy og Kuyt eru litlir vinir
Nistelrooy og Kuyt eru litlir vinir NordicPhotos/GettyImages

Hollensku framherjarnir Dirk Kuyt hjá Liverpool og Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid eru litlir vinir og hafa þeir deilt í fjölmiðlum um nokkurt skeið. Nistelrooy sendi landa sínum pillu í gær.

Nistelrooy hélt því fram á dögunum að Kuyt væri að græða mikið á fjarveru sinni í hollenska landsliðinu, en þar hefur Nistelrooy ekki hlotið náð fyrir augum Marco van Basten landsliðsþjálfara síðan á HM í sumar. Van Nistelrooy hefur haldið því fram að Van Basten velji í liðið af eigin geðþótta en ekki eftir hæfileikum og Kuyt benti Nistelrooy á það til baka að kannski ætti framherji Real Madrid að halda skoðunum sínum fyrir sjálfan sig. Þessu svaraði Nistelrooy í gær.

"Ef þetta er skoðun hans á málinu, held ég að hann ætti frekar að hringja í mig og segja mér það í stað þess að vera að tjá sig um það í fjölmiðlum. Sumir leikmenn reyna bara alltaf það sem þeir telja að komi þeim best í augum almennings og þora ekki að segja það sem þeir meina í raun og veru," sagði Nistelrooy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×