Saddam hengdur, dapurt líf pólitíkusa, góður tími, Kryddsíld 30. desember 2006 21:24 Jónas Kristjánsson vitnaði um daginn í bókina The March of Folly eftir Barböru Tuchman. Mér hefur líka oft verið hugsað til þessarar bókar undanfarna mánuði og ekki síst í dag eftir aftöku Saddams Husseins. Tuchman skrifaði um hvernig heimska leiddi til glötunar í mörgum frægum styrjöldum fortíðarinnar, allt frá Trjóju til Víetnam. Heimskan ríður heldur ekki við einteyming í Írak. Öllu siðmenntuðu fólki býður við aftökunni og myndum af henni sem eru sýndar aftur og aftur í sjónvörpum heimsins - þessu litla herbergi, úlpuklæddum mönnum með lambúshettur sem hengja einræðisherrann gamla. Þetta var ömurlegt sjónarspil. Þeir hreykja sér kannski hátt yfir þessu í Washington. Samkvæmt kokkabók Bush eru dauðarefsingar allra meina bót. Þar hefur líka verið eindregin tilhneiging til að persónugera stríðið með sífelldu tali um Saddam. Það var reynt að kenna honum um 11/9 og honum var jafnvel líkt við Hitler. Samt var hann sérstakur vinur Bandaríkjanna fram til 1990 - á tímanum þegar hann framdi sína verstu glæpi. Kannski vildu Bandaríkjamenn ekki að hann fengi að lifa til að segja alla sólarsöguna. --- --- --- All political lives end in failure var haft eftir breska íhaldsmanninum Enoch Powell. Mér varð hugsað til þessara orða þegar ég las viðtalið við Davíð Oddsson í Nordisk Tidskrift - kaflann þar sem hann talar um fátæktina, dylgjurnar, rógburðinn og svívirðingarnar sem stjórnmálamenn sitja undir. Jú, kann að vera að öll líf í pólitík endi beiskju, en ég vissi ekki að þau enduðu líka í fátækt. Það dugir líklega ekki til að ráðherrar hafa næstum milljón á mánuði og bestu lífeyriskjör á byggðu bóli. --- --- --- Tíminn milli jóla og nýárs er ferlega góður. Það er slaki í þjóðfélaginu, maður þarf eiginlega ekki að gera neitt. Best að njóta þess, svo koma áramótin með sinni vitleysu og þá nýtt ár, nánast eins og reiðarslag. Fyrstu dagar ársins eru mjög einkennilegir, þá er eins og allir séu í losti. --- --- --- Ég verð í Kryddsíldinni á morgun ásamt Sigmundi Erni og formönnum flokkanna. Það er talið að þetta sé í sautjánda sinn sem þátturinn er sendur út. Kryddsíldin hefst klukkan tvö og er send út frá Hótel Borg eins og endranær. Jón Sigurðsson er nýliði í þættinum, en það er athyglisvert að einungis tveir þátttakendanna voru þarna í hittifyrra, Steingrímur J. Sigfússon og Guðjón Arnar Kristjánsson. Þrír nýjir formenn munu leiða flokka í kosningunum í vor, Ingibjörg Sólrún, Geir Haarde og Jón. Ég á von á að þessi þáttur verði skemmtilegur, enda af nógu að taka: Stóriðja, Saddam, innflytjendur, okurvextir, krónan, misskipting, skattalækkanir, kosningar, stjórnarmyndanir svo fátt eitt sé nefnt. --- --- --- Nefni svo að nokkurs konar áramótauppgjör mitt birtist í nýjasta hefti tímaritsins Ísafoldar. Ekki aðgengilegt á netinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Jónas Kristjánsson vitnaði um daginn í bókina The March of Folly eftir Barböru Tuchman. Mér hefur líka oft verið hugsað til þessarar bókar undanfarna mánuði og ekki síst í dag eftir aftöku Saddams Husseins. Tuchman skrifaði um hvernig heimska leiddi til glötunar í mörgum frægum styrjöldum fortíðarinnar, allt frá Trjóju til Víetnam. Heimskan ríður heldur ekki við einteyming í Írak. Öllu siðmenntuðu fólki býður við aftökunni og myndum af henni sem eru sýndar aftur og aftur í sjónvörpum heimsins - þessu litla herbergi, úlpuklæddum mönnum með lambúshettur sem hengja einræðisherrann gamla. Þetta var ömurlegt sjónarspil. Þeir hreykja sér kannski hátt yfir þessu í Washington. Samkvæmt kokkabók Bush eru dauðarefsingar allra meina bót. Þar hefur líka verið eindregin tilhneiging til að persónugera stríðið með sífelldu tali um Saddam. Það var reynt að kenna honum um 11/9 og honum var jafnvel líkt við Hitler. Samt var hann sérstakur vinur Bandaríkjanna fram til 1990 - á tímanum þegar hann framdi sína verstu glæpi. Kannski vildu Bandaríkjamenn ekki að hann fengi að lifa til að segja alla sólarsöguna. --- --- --- All political lives end in failure var haft eftir breska íhaldsmanninum Enoch Powell. Mér varð hugsað til þessara orða þegar ég las viðtalið við Davíð Oddsson í Nordisk Tidskrift - kaflann þar sem hann talar um fátæktina, dylgjurnar, rógburðinn og svívirðingarnar sem stjórnmálamenn sitja undir. Jú, kann að vera að öll líf í pólitík endi beiskju, en ég vissi ekki að þau enduðu líka í fátækt. Það dugir líklega ekki til að ráðherrar hafa næstum milljón á mánuði og bestu lífeyriskjör á byggðu bóli. --- --- --- Tíminn milli jóla og nýárs er ferlega góður. Það er slaki í þjóðfélaginu, maður þarf eiginlega ekki að gera neitt. Best að njóta þess, svo koma áramótin með sinni vitleysu og þá nýtt ár, nánast eins og reiðarslag. Fyrstu dagar ársins eru mjög einkennilegir, þá er eins og allir séu í losti. --- --- --- Ég verð í Kryddsíldinni á morgun ásamt Sigmundi Erni og formönnum flokkanna. Það er talið að þetta sé í sautjánda sinn sem þátturinn er sendur út. Kryddsíldin hefst klukkan tvö og er send út frá Hótel Borg eins og endranær. Jón Sigurðsson er nýliði í þættinum, en það er athyglisvert að einungis tveir þátttakendanna voru þarna í hittifyrra, Steingrímur J. Sigfússon og Guðjón Arnar Kristjánsson. Þrír nýjir formenn munu leiða flokka í kosningunum í vor, Ingibjörg Sólrún, Geir Haarde og Jón. Ég á von á að þessi þáttur verði skemmtilegur, enda af nógu að taka: Stóriðja, Saddam, innflytjendur, okurvextir, krónan, misskipting, skattalækkanir, kosningar, stjórnarmyndanir svo fátt eitt sé nefnt. --- --- --- Nefni svo að nokkurs konar áramótauppgjör mitt birtist í nýjasta hefti tímaritsins Ísafoldar. Ekki aðgengilegt á netinu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun