Óperan blómstrar á Dokkeyju 3. janúar 2007 12:30 Atriði úr sviðsetningunni á Lohengrin Wagners Kongelige Teater mynd/Jörgen Landsman/Det Óperuunnendur á Íslandi eiga styst með að skjótast erlendis til að njóta óperulistarinnar – í það minnsta þangað til Íslenska óperan setur Rake Progress eftir Stravinsky á svið 9. febrúar - Flagara í framsókn kalla þeir við Ingólfsstrætið verkið. En vindi menn sér til Hafnar er nóg að sjá og flest ekki af verri endanum: hjá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn eru stöðugt í gangi stórar óperusýningar í nýja óperuhúsinu þeirrra á Dokkeyju: Þar verður frumsýnd þann 14. janúar sviðsetning Peter Konwitschnys hins þýska á Lohengrin eftir Wagner. Sviðsetning hans hefur þegar verið flutt í Hamburg og Barcelona og sætt miklum deilum. Vettvangur sögunnar rómantísku er fluttur aftur úr miðöldum í skólastofu þar sem allt er sett upp í einföld og barnaleg átök krakka. Og fleiri verk bíða byltingarkenndra sviðsetninga í nýja óperuhúsinu: sænski leikstjórinn Jasenko Selimovic setur Simon Boccanegra eftir Verdi á svið um miðjan mars. Jasenko Selimovic er Bosníumaður að uppruna og nýráðinn yfirmaður leiklistardeildar sænska hljóðvarpsins. Titus eftir Mozart er á dagskrá í lok febrúar og einnig Palleas og Melisande eftir Debussy. Sagan er sótt í texta Maurice Maeterlinck hins belgíska og það er engin önnur en Anne Sofie von Otter sem syngur í verkinu ásamt hinni lofandi Elisabeth Jansson. Guy Joosten setur á svið en hann er eftirsóttur víða um álfur. Meistarasöngvarar Wagners eru væntanleguir á svið 1. apríl og er það heimsókn frá Volksbuhne í Berlín. Til stóð að setja Le Grande Macabre á svið en í hennar stað kemur Leðurblakan 24. mars. Þá verður Lucia di Lammermoor sýnd i mai. Upplýsingar um þessar sýningar og miðasala er aðgengileg á vef Konunglega leikhússins: www.kglteater.dk. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Óperuunnendur á Íslandi eiga styst með að skjótast erlendis til að njóta óperulistarinnar – í það minnsta þangað til Íslenska óperan setur Rake Progress eftir Stravinsky á svið 9. febrúar - Flagara í framsókn kalla þeir við Ingólfsstrætið verkið. En vindi menn sér til Hafnar er nóg að sjá og flest ekki af verri endanum: hjá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn eru stöðugt í gangi stórar óperusýningar í nýja óperuhúsinu þeirrra á Dokkeyju: Þar verður frumsýnd þann 14. janúar sviðsetning Peter Konwitschnys hins þýska á Lohengrin eftir Wagner. Sviðsetning hans hefur þegar verið flutt í Hamburg og Barcelona og sætt miklum deilum. Vettvangur sögunnar rómantísku er fluttur aftur úr miðöldum í skólastofu þar sem allt er sett upp í einföld og barnaleg átök krakka. Og fleiri verk bíða byltingarkenndra sviðsetninga í nýja óperuhúsinu: sænski leikstjórinn Jasenko Selimovic setur Simon Boccanegra eftir Verdi á svið um miðjan mars. Jasenko Selimovic er Bosníumaður að uppruna og nýráðinn yfirmaður leiklistardeildar sænska hljóðvarpsins. Titus eftir Mozart er á dagskrá í lok febrúar og einnig Palleas og Melisande eftir Debussy. Sagan er sótt í texta Maurice Maeterlinck hins belgíska og það er engin önnur en Anne Sofie von Otter sem syngur í verkinu ásamt hinni lofandi Elisabeth Jansson. Guy Joosten setur á svið en hann er eftirsóttur víða um álfur. Meistarasöngvarar Wagners eru væntanleguir á svið 1. apríl og er það heimsókn frá Volksbuhne í Berlín. Til stóð að setja Le Grande Macabre á svið en í hennar stað kemur Leðurblakan 24. mars. Þá verður Lucia di Lammermoor sýnd i mai. Upplýsingar um þessar sýningar og miðasala er aðgengileg á vef Konunglega leikhússins: www.kglteater.dk.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira