Stór og fjölbreytt 23. janúar 2007 07:45 Svali segir að Hlustendaverðlaunin verði stærri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Hlustendaverðlaun útvarpsstöðvarinnar FM 957 verða haldin í sjöunda sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hátíðin verður jafnframt send út í heild sinni í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sirkus. „Við höfum aldrei verið með hátíðina svona stóra og fjölbreytta,“ segir Svali hjá FM 957. „Íslensk popptónlist hefur þróast og breyst. Þetta er ekki bara hefðbundin sveitaballamúsík, þetta er orðið meira rokk og meira dans og melódískt rómanspopp. Ég held að þetta endurspegli hvað tónlistar-smekkur fólks er fjölbreyttur.“ Alls verða tíu verðlaun veitt, þar á meðal fyrir plötu ársins, hljómsveit ársins og fyrir tónleika ársins. Hljómsveitin Jeff Who?, sem er tilnefnd til sex verðlauna, mun koma fram ásamt m.a. Trabant, Nylon, Ampop, Togga, Sprengjuhöllinni, Á móti sól og Silvíu Nótt, sem mun frumflytja nýtt lag. Kynnir verður Auðunn Blöndal. Að sögn Svala hefur undirbúningurinn verið nokkuð frábrugðinn því sem verið hefur. „Við settum Saga film í framleiðsluna á þessu en við höfum oftast verið að vesenast í þessu sjálfir,“ segir hann. Bætir hann því við að kosningin hafi gengið mjög vel og um tuttugu þúsund atkvæði séu komin á bak við sigurvegarana. Í verðlaun verður síðan tveggja kílóa járnklumpur sem var sérsmíðaður fyrir keppnina. Hlustendaverðlaunin Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hlustendaverðlaun útvarpsstöðvarinnar FM 957 verða haldin í sjöunda sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hátíðin verður jafnframt send út í heild sinni í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sirkus. „Við höfum aldrei verið með hátíðina svona stóra og fjölbreytta,“ segir Svali hjá FM 957. „Íslensk popptónlist hefur þróast og breyst. Þetta er ekki bara hefðbundin sveitaballamúsík, þetta er orðið meira rokk og meira dans og melódískt rómanspopp. Ég held að þetta endurspegli hvað tónlistar-smekkur fólks er fjölbreyttur.“ Alls verða tíu verðlaun veitt, þar á meðal fyrir plötu ársins, hljómsveit ársins og fyrir tónleika ársins. Hljómsveitin Jeff Who?, sem er tilnefnd til sex verðlauna, mun koma fram ásamt m.a. Trabant, Nylon, Ampop, Togga, Sprengjuhöllinni, Á móti sól og Silvíu Nótt, sem mun frumflytja nýtt lag. Kynnir verður Auðunn Blöndal. Að sögn Svala hefur undirbúningurinn verið nokkuð frábrugðinn því sem verið hefur. „Við settum Saga film í framleiðsluna á þessu en við höfum oftast verið að vesenast í þessu sjálfir,“ segir hann. Bætir hann því við að kosningin hafi gengið mjög vel og um tuttugu þúsund atkvæði séu komin á bak við sigurvegarana. Í verðlaun verður síðan tveggja kílóa járnklumpur sem var sérsmíðaður fyrir keppnina.
Hlustendaverðlaunin Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira