Aðskilnaður á ýmsa vegu 24. janúar 2007 10:00 Ólafur við æfingar í Silfurtunglssalnum. MYND/Vilhelm Verkið „50 Ways to Leave Your Lover“ verður frumsýnt í Silfurtunglinu í Austurbæ á föstudagskvöld, 26. janúar. Þetta er einleikur sem fjallar um uppgjör ungs manns við ástina sem hann kynntist og einverunni þá ástin hefur yfirgefið hann. Sögu hans heyrum við frá tveimur skeiðum í lífi hans: annarsvegar fyrir dauða hans og hinsvegar eftir. Ungi maðurinn reynir að skilja atburðinn sem átti sér stað á sama tíma og hann veltir fyrir sér örlögum manneskjunnar sem hann varð ástfanginn af. Verkið varpar fram spurningum um hvað verður um manneskjuna þegar hún upplifir mikla einsemd og óréttlæti af völdum samfélagsins. Hvað verður um einmana sál þegar hún er svipt frelsinu og er látin gjalda fyrir verknað sem hún ekki framdi. Geta allir orðið að ófreskjum ef þeir eru settar í ákveðnar aðstæður? Fimmtíu leiðir til skilnaðar eða „50 Ways to Leave Your Lover“ eins og höfundurinn kýs að kalla verkið er leikinn af Ólafi S.K. Þorvaldz leikara, en hann er einnig höfundur. Titillinn er sóttur í frægt dægurlag eftir bandaríska listamanninn Paul Simon. Verkið var fyrst sett upp í London undir nafninu „Memoirs“ árið 2003. Þá var það leikið af Stian Olderkjær og Trevor Bishop undir leikstjórn Ólafs. Ólafur þýddi síðan verkið og endurskrifaði, með það í huga að setja það upp með einum leikara. Leikstjóri verksins nú er Agnar Jón Egilsson. Verkið er flutt í gamla Silfurtunglssalnum á efri hæð Austurbæjar - Austurbæjarbíós. Hefur salurinn verið færður í stand frá fyrra ástandi en Sambíóin breyttu honum í kvikmyndasal á sínum tíma. Eru áætlaðar fjórar sýningar á verkin, fyrst á föstudag og laugardag um þessa helgi og síðan sömu daga í næstu viku. Ólafur S.K. Þorvaldz útskrifaðist frá Arts Educational School of Acting í London árið 2003. Ólafur stofnaði leikhópinn „Children of Loki“ árið 2003 á meðan hann var enn í námi. „Children of Loki“ starfaði í 2 ár og setti upp 3 sýningar - allar eftir Ólaf. Tvær þeirra voru settar upp í London og ein í Edinborg. Ólafur fluttist til Íslands í byrjun árs 2005. Ólafur vann tvær sýningar með sjálfstæðum leikhópum sem sýndar voru í Borgarleikhúsinu. Sú fyrri var „American Diplomacy“ í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar og sú síðari „Riðið inní sólarlagið“ í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar. Ólafur lék einnig í verðlaunaleikritinu „Hafið bláa“ í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar. Ólafur hefur leikstýrt og sett upp sýningar, allar skrifaðar af honum, með framhaldsskólum og sjálfstæðum leikhópum. Ólafur hefur einnig unnið við kennslu, með börnum og unglingum, hjá Barna- og unglingaleikhúsi Austurbæjar. Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Verkið „50 Ways to Leave Your Lover“ verður frumsýnt í Silfurtunglinu í Austurbæ á föstudagskvöld, 26. janúar. Þetta er einleikur sem fjallar um uppgjör ungs manns við ástina sem hann kynntist og einverunni þá ástin hefur yfirgefið hann. Sögu hans heyrum við frá tveimur skeiðum í lífi hans: annarsvegar fyrir dauða hans og hinsvegar eftir. Ungi maðurinn reynir að skilja atburðinn sem átti sér stað á sama tíma og hann veltir fyrir sér örlögum manneskjunnar sem hann varð ástfanginn af. Verkið varpar fram spurningum um hvað verður um manneskjuna þegar hún upplifir mikla einsemd og óréttlæti af völdum samfélagsins. Hvað verður um einmana sál þegar hún er svipt frelsinu og er látin gjalda fyrir verknað sem hún ekki framdi. Geta allir orðið að ófreskjum ef þeir eru settar í ákveðnar aðstæður? Fimmtíu leiðir til skilnaðar eða „50 Ways to Leave Your Lover“ eins og höfundurinn kýs að kalla verkið er leikinn af Ólafi S.K. Þorvaldz leikara, en hann er einnig höfundur. Titillinn er sóttur í frægt dægurlag eftir bandaríska listamanninn Paul Simon. Verkið var fyrst sett upp í London undir nafninu „Memoirs“ árið 2003. Þá var það leikið af Stian Olderkjær og Trevor Bishop undir leikstjórn Ólafs. Ólafur þýddi síðan verkið og endurskrifaði, með það í huga að setja það upp með einum leikara. Leikstjóri verksins nú er Agnar Jón Egilsson. Verkið er flutt í gamla Silfurtunglssalnum á efri hæð Austurbæjar - Austurbæjarbíós. Hefur salurinn verið færður í stand frá fyrra ástandi en Sambíóin breyttu honum í kvikmyndasal á sínum tíma. Eru áætlaðar fjórar sýningar á verkin, fyrst á föstudag og laugardag um þessa helgi og síðan sömu daga í næstu viku. Ólafur S.K. Þorvaldz útskrifaðist frá Arts Educational School of Acting í London árið 2003. Ólafur stofnaði leikhópinn „Children of Loki“ árið 2003 á meðan hann var enn í námi. „Children of Loki“ starfaði í 2 ár og setti upp 3 sýningar - allar eftir Ólaf. Tvær þeirra voru settar upp í London og ein í Edinborg. Ólafur fluttist til Íslands í byrjun árs 2005. Ólafur vann tvær sýningar með sjálfstæðum leikhópum sem sýndar voru í Borgarleikhúsinu. Sú fyrri var „American Diplomacy“ í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar og sú síðari „Riðið inní sólarlagið“ í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar. Ólafur lék einnig í verðlaunaleikritinu „Hafið bláa“ í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar. Ólafur hefur leikstýrt og sett upp sýningar, allar skrifaðar af honum, með framhaldsskólum og sjálfstæðum leikhópum. Ólafur hefur einnig unnið við kennslu, með börnum og unglingum, hjá Barna- og unglingaleikhúsi Austurbæjar.
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira