Forest Whitaker og Helen Mirren nær örugg um sigur 25. febrúar 2007 08:30 Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir. Verðlaunin í fyrra voru að mestu leyti eftir bókinni, að því undanskildu að Crash var valin besta myndin en flestir höfðu spáð að mynd Ang Lee, hin rómaða Brokeback Mountain, myndi hreppa hnossið. Á uppgjörslistum um áramót var það almennt mál manna að kvikmyndaárið 2006 hefði verið viðburðalítið enda er engin mynd líkleg til að skara fram úr á verðlaunahátíðinni. Það segir sína sögu að Dreamgirls, sem hlaut flestar tilnefningar - átta talsins - er ekki tilnefnd í þeim flokkum sem þykja skipta mestu máli, til dæmis sem besta myndin, fyrir leikstjórn eða leik í aðalhlutverki. Helen Mirren og Forest Whitaker þykja afar sigurstrangleg en í aðra flokka er erfiðara að ráða. Þeir sem vilja spá í spilin geta ef til vill nýtt meðfylgjandi töflu sér til glöggvunar en þar kemur fram hvernig myndum og leikurum sem tilnefndir eru hefur reitt af á öðrum verðlaunahátíðum. Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir. Verðlaunin í fyrra voru að mestu leyti eftir bókinni, að því undanskildu að Crash var valin besta myndin en flestir höfðu spáð að mynd Ang Lee, hin rómaða Brokeback Mountain, myndi hreppa hnossið. Á uppgjörslistum um áramót var það almennt mál manna að kvikmyndaárið 2006 hefði verið viðburðalítið enda er engin mynd líkleg til að skara fram úr á verðlaunahátíðinni. Það segir sína sögu að Dreamgirls, sem hlaut flestar tilnefningar - átta talsins - er ekki tilnefnd í þeim flokkum sem þykja skipta mestu máli, til dæmis sem besta myndin, fyrir leikstjórn eða leik í aðalhlutverki. Helen Mirren og Forest Whitaker þykja afar sigurstrangleg en í aðra flokka er erfiðara að ráða. Þeir sem vilja spá í spilin geta ef til vill nýtt meðfylgjandi töflu sér til glöggvunar en þar kemur fram hvernig myndum og leikurum sem tilnefndir eru hefur reitt af á öðrum verðlaunahátíðum.
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira