The Abbatoir Blues Tour - fjórar stjörnur 26. febrúar 2007 07:00 Mikið hnossgæti fyrir aðdáendur Nick Cave, sem heldur áhorfendum í heljargreipum frá upphafi til enda. Þessi tvöfaldi DVD-mynddiskur hefur að geyma lög sem Nick Cave tók upp með hljómsveit sinni The Bad Seeds á tvennum tónleikum í London 2003 og 2004. Þeir fyrri voru haldnir til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abbatoir Blues/The Lyre of Orpheus en hinir síðari til að fylgja eftir Nocturama. Fyrir aðdáendur Cave er hér um mikið hnossgæti að ræða. Báðir tónleikarnir í London eru ákaflega vel heppnaðir og fara Cave og félagar á kostum á sviðinu eins og þeirra er von og vísa. Cave líkist mest predikara þegar hann þrumar út úr sér textunum, oftast nær einn með mígrafóninn á meðan hinir spila í bakgrunninum. Lokalag fyrri disksins, Stagger Lee, er sérstaklega eftirminnilegt og fer ekki á milli mála að Cave og félagar gefa sig alla í spilamennskuna. Lýsingin á sviðinu gerir útkomuna ennþá magnaðari, þar sem skiptist á rauð og hvít ljósadýrð. Fyrir þá sem fóru á eftirminnilega tónleika Cave í Laugardalshöll í fyrra eru DVD-diskarnir tveir jafnframt mjög góð upprifjun því flest laganna þar hljómuðu einnig í London. Má þar nefna gullmola á borð við God is in the House, Red Right Hand, Bring it On og hið áðurnefnda Stagger Lee. Í viðhafnarútgáfu fylgja jafnframt með tveir geisladiskar, um 90 mínútur alls að lengd, sem voru teknir upp á The Abbatoir Blues-tónleikaferðinni víðs vegar um Evrópu og standa þeir vel fyrir sínu. Freyr Bjarnason Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þessi tvöfaldi DVD-mynddiskur hefur að geyma lög sem Nick Cave tók upp með hljómsveit sinni The Bad Seeds á tvennum tónleikum í London 2003 og 2004. Þeir fyrri voru haldnir til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abbatoir Blues/The Lyre of Orpheus en hinir síðari til að fylgja eftir Nocturama. Fyrir aðdáendur Cave er hér um mikið hnossgæti að ræða. Báðir tónleikarnir í London eru ákaflega vel heppnaðir og fara Cave og félagar á kostum á sviðinu eins og þeirra er von og vísa. Cave líkist mest predikara þegar hann þrumar út úr sér textunum, oftast nær einn með mígrafóninn á meðan hinir spila í bakgrunninum. Lokalag fyrri disksins, Stagger Lee, er sérstaklega eftirminnilegt og fer ekki á milli mála að Cave og félagar gefa sig alla í spilamennskuna. Lýsingin á sviðinu gerir útkomuna ennþá magnaðari, þar sem skiptist á rauð og hvít ljósadýrð. Fyrir þá sem fóru á eftirminnilega tónleika Cave í Laugardalshöll í fyrra eru DVD-diskarnir tveir jafnframt mjög góð upprifjun því flest laganna þar hljómuðu einnig í London. Má þar nefna gullmola á borð við God is in the House, Red Right Hand, Bring it On og hið áðurnefnda Stagger Lee. Í viðhafnarútgáfu fylgja jafnframt með tveir geisladiskar, um 90 mínútur alls að lengd, sem voru teknir upp á The Abbatoir Blues-tónleikaferðinni víðs vegar um Evrópu og standa þeir vel fyrir sínu. Freyr Bjarnason
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp