Samtaka nú 2. mars 2007 05:45 Nú er dollarinn alveg fáránlega lágur. 66 krónur, þegar þetta er skrifað. Í fyrravor fór hann yfir 80-kall og allt fór til fjandans. Verslanir hækkuðu verð, bíómiðinn hækkaði og bensínið náttúrlega. Allt útaf háu gengi dollarans. Það var míníkreppa í fyrravor. Í dag er andkreppa. Engin kreppa. Allir í góðu stuði en enginn lækkar neitt. Jú, reyndar lækkaði sumt í gær, en það var útaf virðisaukaskattslækkun, ekki lágum dollara. Af hverju var ekki löngu búið að lækka allt um leið og dollarinn og evran lækkaði? Við Íslendingar erum samtaka þegar kemur að yfirlýsingum um að klám sé vont, glæpamenn eigi að fara í fangelsi og að barnaníðingar séu vondir. Við erum hópsálir í siðgæðismálum. En handónýt í neytendabaráttu. Samt eru staðreyndirnar margtuggnar af formanni Neytendasamtakanna þegar hann talar í fréttunum. En þá er enginn að hlusta. Vegna þess að formaður Neytendasamtakanna talar svo hægt. Það er enginn æsingur í honum. Maður sofnar áður en hann hefur lokið máli sínu. Það er ekki við hann að sakast, blessaðan. Hann er bara birtingarmynd ástandsins. Hann er eins og við. Þótt við höldum að það sé verið að svindla á okkur gerum við ekkert í því. Við nennum því ekki. Við erum seinþreytt til vandræða og förum okkur hægt þegar kemur að því að mótmæla. Okkur finnst líka eitthvað kjánalegt við mótmæli. Sjáum nú bara fríkin á Kárahnjúkum. Gríðarlega asnalegt lið í lopapeysum étandi grænmetissúpu. Við viljum ekki vera eins og þau. Þá er nú skárra að sleppa þessu og borga nokkrum krónum meira fyrir vöruna. Að vera Íslendingur gengur voða mikið út á það að fá lítið fyrir mikið. Við vinnum meira en aðrar þjóðir og fáum hlutfallslega minna fyrir. Og við borgum mikið fyrir lítið. Því þurfum við að vinna þess meira. Þetta er okkar eigið sjálfskaparvíti. Minna framboð, meiri eftirspurn, borga meira. Eftirspurnin er okkar vegna þess að við erum svo samtaka í neyslunni. Við erum líka samtaka í að taka lán og með því hækka vextirnir. Þetta er allt okkur að kenna. Er einhver séns á að við verðum einhvern tímann samtaka um að kaupa ekkert nema brýnustu nauðsynjar? Ég held ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Nú er dollarinn alveg fáránlega lágur. 66 krónur, þegar þetta er skrifað. Í fyrravor fór hann yfir 80-kall og allt fór til fjandans. Verslanir hækkuðu verð, bíómiðinn hækkaði og bensínið náttúrlega. Allt útaf háu gengi dollarans. Það var míníkreppa í fyrravor. Í dag er andkreppa. Engin kreppa. Allir í góðu stuði en enginn lækkar neitt. Jú, reyndar lækkaði sumt í gær, en það var útaf virðisaukaskattslækkun, ekki lágum dollara. Af hverju var ekki löngu búið að lækka allt um leið og dollarinn og evran lækkaði? Við Íslendingar erum samtaka þegar kemur að yfirlýsingum um að klám sé vont, glæpamenn eigi að fara í fangelsi og að barnaníðingar séu vondir. Við erum hópsálir í siðgæðismálum. En handónýt í neytendabaráttu. Samt eru staðreyndirnar margtuggnar af formanni Neytendasamtakanna þegar hann talar í fréttunum. En þá er enginn að hlusta. Vegna þess að formaður Neytendasamtakanna talar svo hægt. Það er enginn æsingur í honum. Maður sofnar áður en hann hefur lokið máli sínu. Það er ekki við hann að sakast, blessaðan. Hann er bara birtingarmynd ástandsins. Hann er eins og við. Þótt við höldum að það sé verið að svindla á okkur gerum við ekkert í því. Við nennum því ekki. Við erum seinþreytt til vandræða og förum okkur hægt þegar kemur að því að mótmæla. Okkur finnst líka eitthvað kjánalegt við mótmæli. Sjáum nú bara fríkin á Kárahnjúkum. Gríðarlega asnalegt lið í lopapeysum étandi grænmetissúpu. Við viljum ekki vera eins og þau. Þá er nú skárra að sleppa þessu og borga nokkrum krónum meira fyrir vöruna. Að vera Íslendingur gengur voða mikið út á það að fá lítið fyrir mikið. Við vinnum meira en aðrar þjóðir og fáum hlutfallslega minna fyrir. Og við borgum mikið fyrir lítið. Því þurfum við að vinna þess meira. Þetta er okkar eigið sjálfskaparvíti. Minna framboð, meiri eftirspurn, borga meira. Eftirspurnin er okkar vegna þess að við erum svo samtaka í neyslunni. Við erum líka samtaka í að taka lán og með því hækka vextirnir. Þetta er allt okkur að kenna. Er einhver séns á að við verðum einhvern tímann samtaka um að kaupa ekkert nema brýnustu nauðsynjar? Ég held ekki.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun