Streita veldur heilaskemmdun 6. mars 2007 02:15 Einn af hverjum tíu þjáist af áfallaröskun að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Börn eru sérstaklega viðkvæm og þau þarf að vernda. MYND/vilhelm Of mikið álag á unga hugi getur haft gríðarlega slæmar afleiðingar í för með sér. Rannsóknir hafa leitt í ljós að streitan getur valdið heilaskemmdum. Skemmdirnar valda því að barnið verður minna hæft til að fást við stress í framtíðinni, magn stresshormónsins kortisól eykst í blóðrásinni og skemmdirnar breiðast út. Þetta er vítahringur sem erfitt er að losna úr. Svæðin sem skemmast í heilanum eru þau sem stjórna minni og tilfinningum. Eitt af algengum meðferðarúrræðum fyrir börn sem lenda í vítahringnum er að fá þau til að segja frá tilfinningum sínum og búa til sögur sem lýsa því hvernig þeim líður. Það eru einmitt svæðin sem ná í tilfinningar í minningabankann og koma þeim í orð sem skaðast svo meðferðin getur mögulega skilað minni árangri en til er ætlast vegna líkamslegs skaða. Álagið þarf að vera mjög mikið til að skemma heilann. Ekki er verið að tala um stress vegna erfiðra heimaverkefna eða rifrilda um hvort klára þurfi fiskinn áður en ísinn er borðaður. Streitan þarf að vera það mikil að um áfallastreitu sé að ræða. Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning
Of mikið álag á unga hugi getur haft gríðarlega slæmar afleiðingar í för með sér. Rannsóknir hafa leitt í ljós að streitan getur valdið heilaskemmdum. Skemmdirnar valda því að barnið verður minna hæft til að fást við stress í framtíðinni, magn stresshormónsins kortisól eykst í blóðrásinni og skemmdirnar breiðast út. Þetta er vítahringur sem erfitt er að losna úr. Svæðin sem skemmast í heilanum eru þau sem stjórna minni og tilfinningum. Eitt af algengum meðferðarúrræðum fyrir börn sem lenda í vítahringnum er að fá þau til að segja frá tilfinningum sínum og búa til sögur sem lýsa því hvernig þeim líður. Það eru einmitt svæðin sem ná í tilfinningar í minningabankann og koma þeim í orð sem skaðast svo meðferðin getur mögulega skilað minni árangri en til er ætlast vegna líkamslegs skaða. Álagið þarf að vera mjög mikið til að skemma heilann. Ekki er verið að tala um stress vegna erfiðra heimaverkefna eða rifrilda um hvort klára þurfi fiskinn áður en ísinn er borðaður. Streitan þarf að vera það mikil að um áfallastreitu sé að ræða.
Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning