Stjórn sýndarveruleikans 10. mars 2007 05:45 Núna í vikunni andaðist franski spekingurinn Jean Baudrillard sem varð frægur (eða alræmdur) fyrir að halda því fram að ýmis nútímafyrirbæri væru sýndarveruleiki. Umdeildasta dæmið sem Baudrillard tók um þetta var Persaflóastríðið 1991. Eins og aðrar góðar vísindakenningar þá má ætla að kenning Baudrillards sé prófanleg. Nú hafa tveir merkir Íslendingar tekið sig til og sýnt fram á veruleika sýndarveruleikans, þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson. Samkomulag ríkisstjórnarflokkanna um að stjórnarskrárbinda sameign þjóðarinnar á auðlindum er sérkennilegra dæmi um sýndarveruleika en Baudrillard auðnaðist nokkurn tíma að finna í ritum sínum. Í ákvæðinu sem samkomulag náðist um felst nákvæmlega ekki neitt. Ef við tökum dæmi um auðlind, t.d. hrafntinnunámu, þá gildir hið sama fyrir og eftir stjórnarskrárbreytingu að maður sem hefur rétt til að nýta þessa auðlind getur gert það í drep. Hann getur nýtt sér námuna uns öll hrafntinna er horfin og bannað öðrum að nýta hana á meðan. Réttur hans til þess er óskertur. Samt sem áður á hann ekki námuna heldur þjóðin, án þess að því fylgi nein sérstök réttindi. Þetta er einhver sú marklausasta skilgreining á eignarétti sem um getur. Afrek Geirs og Jóns er því umtalsvert frá sjónarhóli Baudrillards eða hvaða póst-strúktúralista sem er. Ekki einungis hefur íhaldsmaðurinn Geir náð að afbyggja eignarréttinn, grundvallarstoð íhaldsstefnunnar, á sama tíma og félagshyggjumaðurinn Jón nær að afbyggja sameignina, grundvallarstoð félagshyggjunnar. Jafnframt því hafa þeir félagar þar að auki náð að afbyggja stjórnarstefnu undanfarinna 17 ára, sem hefur falist í varðstöðu um kvótakerfið og eignarhald útgerðarmanna á fiskimiðunum. Þetta hafa þeir gert án þess að nein raunveruleg innihaldsbreyting hafi orðið á stjórnarstefnunni. Leikur stjórnarherranna með stjórnarskrána er líklega hápunkturinn á sérkennilegum tilþrifum undanfarinna vikna - sem orsakast greinilega af því að kosningar eru í nánd. Þess var kannski ekki að vænta að ríkisstjórnarflokkar sem hafa setið á valdastólum í 12-16 ár myndu bjóða upp á nýja framtíðarsýn í mörgum málaflokkum. Á hinn bóginn hefði maður getað búist við því að þeir reyndu að verja stjórnarstefnuna og árangur undanfarinna ára. Það hafa þeir ekki gert heldur virðast báðir stjórnarflokkarnir nú bjóða fram gegn eigin stefnu. Stuðningur Íslendinga við Íraksstríðið er líklega ein mesta tímamótaákvörðun í utanríkismálum þjóðarinnar undanfarin 50 ár (fyrir utan brottför hersins sem var ákveðin einhliða af Bandaríkjastjórn). Í aðdraganda kosninga vilja stjórnarherrarnir ekkert við þessa ákvörðun kannast og bregðast reiðir við öllum tilmælum um að þeir verji eigin utanríkisstefnu. Ísland er þó enn þá í hópi hinna staðföstu þjóða - nema í sýndarveruleika stjórnarherranna þar sem Írak er ekki lengur til og þjáningar fólks þar í kjölfar innrásarinnar skipta engu máli. Í atvinnumálum hafa stjórnarflokkarnir barist fyrir stóriðjuuppbyggingu sem er fordæmalaus í Íslandssögunni. Núna vilja þeir ekkert kannast við eigin stefnu og slá í og úr þegar þeir eru spurðir um framhald á stóriðjuframkvæmdum. Ekkert hefur þó breyst og í raun sýna stjórnarflokkarnir alla tilburði til að halda stóriðjustefnunni áfram fái þeir umboð þjóðarinnar til þess. Afneitun stjórnarflokkanna á eigin stefnu er sýndarveruleiki stjórnmálamanna sem vita að kjósendur vilja þá ekki eins og þeir eru - og treysta þess vegna á ímynd hins gagnstæða. Hinn græni fálki Sjálfstæðisflokksins er í raun sami, gamli bláfálkinn - sem er grænn af öfund yfir því að atvinnustefna vinstrigrænna hefur meiri hljómgrunn en sovéskar áherslur nýfrjálshyggjuflokksins. Af ýmsu fleira er að taka: Félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins kynnir nýtt frumvarp um róttækar aðgerðir í jafnréttismálum - afnám launaleyndar og fleiri þjóðþrifamál - sem hann ætlar EKKI að leggja fram á þessu þingi. Síðan hvenær eyða ráðherrar tíma alþingis í að kynna mál sem þeir ætla ekki að leggja fram? Ekki síst í ljósi þess að kjósendur hafa ekki ennþá veitt Framsóknarflokknum umboð til þess að fara áfram með þennan málaflokk eftir kosningar - og gera það kannski aldrei. En við lifum á tímum sýndarveruleikans þar sem Framsóknarflokkurinn er rótttækur og jafnréttissinnaður flokkaður þótt athafnir sama flokks í stjórnarráðinu undanfarin 12 ár hafi sýnt fram á allt annað. Þetta er boðskapur hans til kjósenda: Við erum í raun aðrir en við höfum virst; allt sem þú veist um okkur er blekking. Í sýndarveruleika stjórnarflokkanna heitir það „umhverfisleið" að leggja fleiri hraðbrautir í Reykjavík; þjóðin er skráður eigandi að auðlindum sem hún hefur engan aðgang að; stríð undanfarinna ára í Írak hefur aldrei átt sér stað og það voru aldrei til neinar staðfastar þjóðir. Ekki einu sinni Baudrillard var svona róttækur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun
Núna í vikunni andaðist franski spekingurinn Jean Baudrillard sem varð frægur (eða alræmdur) fyrir að halda því fram að ýmis nútímafyrirbæri væru sýndarveruleiki. Umdeildasta dæmið sem Baudrillard tók um þetta var Persaflóastríðið 1991. Eins og aðrar góðar vísindakenningar þá má ætla að kenning Baudrillards sé prófanleg. Nú hafa tveir merkir Íslendingar tekið sig til og sýnt fram á veruleika sýndarveruleikans, þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson. Samkomulag ríkisstjórnarflokkanna um að stjórnarskrárbinda sameign þjóðarinnar á auðlindum er sérkennilegra dæmi um sýndarveruleika en Baudrillard auðnaðist nokkurn tíma að finna í ritum sínum. Í ákvæðinu sem samkomulag náðist um felst nákvæmlega ekki neitt. Ef við tökum dæmi um auðlind, t.d. hrafntinnunámu, þá gildir hið sama fyrir og eftir stjórnarskrárbreytingu að maður sem hefur rétt til að nýta þessa auðlind getur gert það í drep. Hann getur nýtt sér námuna uns öll hrafntinna er horfin og bannað öðrum að nýta hana á meðan. Réttur hans til þess er óskertur. Samt sem áður á hann ekki námuna heldur þjóðin, án þess að því fylgi nein sérstök réttindi. Þetta er einhver sú marklausasta skilgreining á eignarétti sem um getur. Afrek Geirs og Jóns er því umtalsvert frá sjónarhóli Baudrillards eða hvaða póst-strúktúralista sem er. Ekki einungis hefur íhaldsmaðurinn Geir náð að afbyggja eignarréttinn, grundvallarstoð íhaldsstefnunnar, á sama tíma og félagshyggjumaðurinn Jón nær að afbyggja sameignina, grundvallarstoð félagshyggjunnar. Jafnframt því hafa þeir félagar þar að auki náð að afbyggja stjórnarstefnu undanfarinna 17 ára, sem hefur falist í varðstöðu um kvótakerfið og eignarhald útgerðarmanna á fiskimiðunum. Þetta hafa þeir gert án þess að nein raunveruleg innihaldsbreyting hafi orðið á stjórnarstefnunni. Leikur stjórnarherranna með stjórnarskrána er líklega hápunkturinn á sérkennilegum tilþrifum undanfarinna vikna - sem orsakast greinilega af því að kosningar eru í nánd. Þess var kannski ekki að vænta að ríkisstjórnarflokkar sem hafa setið á valdastólum í 12-16 ár myndu bjóða upp á nýja framtíðarsýn í mörgum málaflokkum. Á hinn bóginn hefði maður getað búist við því að þeir reyndu að verja stjórnarstefnuna og árangur undanfarinna ára. Það hafa þeir ekki gert heldur virðast báðir stjórnarflokkarnir nú bjóða fram gegn eigin stefnu. Stuðningur Íslendinga við Íraksstríðið er líklega ein mesta tímamótaákvörðun í utanríkismálum þjóðarinnar undanfarin 50 ár (fyrir utan brottför hersins sem var ákveðin einhliða af Bandaríkjastjórn). Í aðdraganda kosninga vilja stjórnarherrarnir ekkert við þessa ákvörðun kannast og bregðast reiðir við öllum tilmælum um að þeir verji eigin utanríkisstefnu. Ísland er þó enn þá í hópi hinna staðföstu þjóða - nema í sýndarveruleika stjórnarherranna þar sem Írak er ekki lengur til og þjáningar fólks þar í kjölfar innrásarinnar skipta engu máli. Í atvinnumálum hafa stjórnarflokkarnir barist fyrir stóriðjuuppbyggingu sem er fordæmalaus í Íslandssögunni. Núna vilja þeir ekkert kannast við eigin stefnu og slá í og úr þegar þeir eru spurðir um framhald á stóriðjuframkvæmdum. Ekkert hefur þó breyst og í raun sýna stjórnarflokkarnir alla tilburði til að halda stóriðjustefnunni áfram fái þeir umboð þjóðarinnar til þess. Afneitun stjórnarflokkanna á eigin stefnu er sýndarveruleiki stjórnmálamanna sem vita að kjósendur vilja þá ekki eins og þeir eru - og treysta þess vegna á ímynd hins gagnstæða. Hinn græni fálki Sjálfstæðisflokksins er í raun sami, gamli bláfálkinn - sem er grænn af öfund yfir því að atvinnustefna vinstrigrænna hefur meiri hljómgrunn en sovéskar áherslur nýfrjálshyggjuflokksins. Af ýmsu fleira er að taka: Félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins kynnir nýtt frumvarp um róttækar aðgerðir í jafnréttismálum - afnám launaleyndar og fleiri þjóðþrifamál - sem hann ætlar EKKI að leggja fram á þessu þingi. Síðan hvenær eyða ráðherrar tíma alþingis í að kynna mál sem þeir ætla ekki að leggja fram? Ekki síst í ljósi þess að kjósendur hafa ekki ennþá veitt Framsóknarflokknum umboð til þess að fara áfram með þennan málaflokk eftir kosningar - og gera það kannski aldrei. En við lifum á tímum sýndarveruleikans þar sem Framsóknarflokkurinn er rótttækur og jafnréttissinnaður flokkaður þótt athafnir sama flokks í stjórnarráðinu undanfarin 12 ár hafi sýnt fram á allt annað. Þetta er boðskapur hans til kjósenda: Við erum í raun aðrir en við höfum virst; allt sem þú veist um okkur er blekking. Í sýndarveruleika stjórnarflokkanna heitir það „umhverfisleið" að leggja fleiri hraðbrautir í Reykjavík; þjóðin er skráður eigandi að auðlindum sem hún hefur engan aðgang að; stríð undanfarinna ára í Írak hefur aldrei átt sér stað og það voru aldrei til neinar staðfastar þjóðir. Ekki einu sinni Baudrillard var svona róttækur.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun