Someone to Drive You Home - þrjár stjörnur 10. mars 2007 14:30 Frumraun Long Blondes er fyrir þá sem eru hrifnir af stuðandi ruslrokki sem svipar til Franz Ferdinand. Aðrir ættu að láta þetta framhjá sér fara. Breska tónlistartímaritið NME valdi þessa plötu eina af 10 bestu plötum síðasta árs. Persónulega botna ég ekkert í því. Mig grunar að Pretenders-legi slagarinn Weekend Without Makeup hafi átt hlut að máli. Hef það líka á tilfinningunni að þetta sé eitt af þessum böndum sem skila sér ekki eins vel á plasti og á sviði. Sveitin er mönnuð þremur stúlkum og tveimur strákum og leikur breskt ruslrokk með klingjandi gíturum beint eftir formúlunni. Einföld gítarstef ofan á stuðandi takta sem detta annað slagið inn í diskóbítið. Þannig hljómar Long Blondes oft eins og liðsmenn Franz Ferdinand séu að leika undir hjá Deboruh Harry, söngkonu Blondie. Sem yrði eflaust ekkert svo slæmt, en ég er einhvern veginn alltaf að bíða eftir því að heyra í breskri sveit sem minnir mig ekki á einhverja aðra nýlega breska sveit. Það er ekkert svo langt síðan það þótti dauðadómur að minna á einhverja aðra sveit, en í dag virðist það vera skilyrði til þess að fá plötusamning. Sum lögin eru skemmtilega sæt, eins og Once and Never Again. Skemmtilegur blær frá sjötta áratugnum svífur yfir laginu, sem svo er kristallað með texta sem virkar eins og mótsvar 21. aldarinnar við öllum klisjulegu táningsástartextunum frá gömlum sveitum á borð við Shangri-La"s, The Ronettes eða The Crystals. Boðskapurinn er að það sé engin ástæða að flýta sér að komast á fast því það sé betra að lifa og leika sér fram á tvítugsaldurinn. Ekki hefði amma mín samþykkt þessi rök. Þessi frumraun Long Blondes er nokkuð fín en líður töluvert fyrir skort á frumleika í útsetningum. Það er ekkert við sjálfa tónlistina sem er mjög eftirminnilegt og í mínum huga fellur hún algjörlega í fjöldann og verður eflaust dottin úr minni mínu eftir helgina. Hér er þó nóg af neista til þess að geta leyft sér að vona að næsta plata sveitarinnar verði betri. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Breska tónlistartímaritið NME valdi þessa plötu eina af 10 bestu plötum síðasta árs. Persónulega botna ég ekkert í því. Mig grunar að Pretenders-legi slagarinn Weekend Without Makeup hafi átt hlut að máli. Hef það líka á tilfinningunni að þetta sé eitt af þessum böndum sem skila sér ekki eins vel á plasti og á sviði. Sveitin er mönnuð þremur stúlkum og tveimur strákum og leikur breskt ruslrokk með klingjandi gíturum beint eftir formúlunni. Einföld gítarstef ofan á stuðandi takta sem detta annað slagið inn í diskóbítið. Þannig hljómar Long Blondes oft eins og liðsmenn Franz Ferdinand séu að leika undir hjá Deboruh Harry, söngkonu Blondie. Sem yrði eflaust ekkert svo slæmt, en ég er einhvern veginn alltaf að bíða eftir því að heyra í breskri sveit sem minnir mig ekki á einhverja aðra nýlega breska sveit. Það er ekkert svo langt síðan það þótti dauðadómur að minna á einhverja aðra sveit, en í dag virðist það vera skilyrði til þess að fá plötusamning. Sum lögin eru skemmtilega sæt, eins og Once and Never Again. Skemmtilegur blær frá sjötta áratugnum svífur yfir laginu, sem svo er kristallað með texta sem virkar eins og mótsvar 21. aldarinnar við öllum klisjulegu táningsástartextunum frá gömlum sveitum á borð við Shangri-La"s, The Ronettes eða The Crystals. Boðskapurinn er að það sé engin ástæða að flýta sér að komast á fast því það sé betra að lifa og leika sér fram á tvítugsaldurinn. Ekki hefði amma mín samþykkt þessi rök. Þessi frumraun Long Blondes er nokkuð fín en líður töluvert fyrir skort á frumleika í útsetningum. Það er ekkert við sjálfa tónlistina sem er mjög eftirminnilegt og í mínum huga fellur hún algjörlega í fjöldann og verður eflaust dottin úr minni mínu eftir helgina. Hér er þó nóg af neista til þess að geta leyft sér að vona að næsta plata sveitarinnar verði betri. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira