Met-skilnaður Eddu Björgvins 13. mars 2007 07:30 Edda Björgvinsdóttur leikur yfirgefnu eiginkonuna Ástu í einleiknum Alveg brilljant skilnaður, sem hún hefur nú sýnt 150 sinnum. „Já, þetta er nefnilega svo mikið met. Þetta er bara að verða eins og besti farsi,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkonan dáða og snjalla, í samtali við Fréttablaðið. Í banastuði eins og svo oft. Enda má Edda vera ánægð með sig og sína og sitt góða gengi á fjölunum því leikritið Alveg brilljant skilnaður hefur nú gengið von úr viti fyrir fullu Borgarleikhúsi. Verið í gangi í þrjú leikár og leikritið sýnt 150 sinnum. Sem Edda segir að sé nefnilega svo mikið met. Eða þannig. Nánast. Afar sjaldgæft er að leiksýningar nái þessum sýningafjölda og það þó litið sé allt til upphafs atvinnuleikhúss á Íslandi. Edda hefur að sjálfsögðu skýringar á velgengninni á reiðum höndum. „Sko, ég held að það sé vegna þess að hver einasta manneskja sem kemur á sýninguna lætur boð út ganga. Allir þekkja þessar erfiðu tilfinningar og svívirðingarnar sem hún lætur fjúka um fyrrverandi manninn sinn, sektarkenndina, það þekkja þetta allir. Og senda alla vini sína á sýninguna. Ég hef verið með frá ellilífeyrisþegum og niður í unglinga. Og þeir hafa virkilega notið þess að vera á sýningunni.“ Notið svívirðinganna? „Jaaaaahhh, já.“ Leikurinn er á gamansömum nótum enda þótt honum megi á köflum lýsa sem harmskoplegum og greinir frá ofur hvunndagslegri miðaldra konu, Ástu, en eiginmaður hennar til þrjátíu ára yfirgefur hana til að taka saman við yngri konu. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og þýðandi og höfundur íslenskrar leikgerðar er Gísli Rúnar Jónsson. Í kvöld mun svo Edda sýna Alveg brilljant skilnað í síðasta skipti. Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Já, þetta er nefnilega svo mikið met. Þetta er bara að verða eins og besti farsi,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkonan dáða og snjalla, í samtali við Fréttablaðið. Í banastuði eins og svo oft. Enda má Edda vera ánægð með sig og sína og sitt góða gengi á fjölunum því leikritið Alveg brilljant skilnaður hefur nú gengið von úr viti fyrir fullu Borgarleikhúsi. Verið í gangi í þrjú leikár og leikritið sýnt 150 sinnum. Sem Edda segir að sé nefnilega svo mikið met. Eða þannig. Nánast. Afar sjaldgæft er að leiksýningar nái þessum sýningafjölda og það þó litið sé allt til upphafs atvinnuleikhúss á Íslandi. Edda hefur að sjálfsögðu skýringar á velgengninni á reiðum höndum. „Sko, ég held að það sé vegna þess að hver einasta manneskja sem kemur á sýninguna lætur boð út ganga. Allir þekkja þessar erfiðu tilfinningar og svívirðingarnar sem hún lætur fjúka um fyrrverandi manninn sinn, sektarkenndina, það þekkja þetta allir. Og senda alla vini sína á sýninguna. Ég hef verið með frá ellilífeyrisþegum og niður í unglinga. Og þeir hafa virkilega notið þess að vera á sýningunni.“ Notið svívirðinganna? „Jaaaaahhh, já.“ Leikurinn er á gamansömum nótum enda þótt honum megi á köflum lýsa sem harmskoplegum og greinir frá ofur hvunndagslegri miðaldra konu, Ástu, en eiginmaður hennar til þrjátíu ára yfirgefur hana til að taka saman við yngri konu. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og þýðandi og höfundur íslenskrar leikgerðar er Gísli Rúnar Jónsson. Í kvöld mun svo Edda sýna Alveg brilljant skilnað í síðasta skipti.
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira