Bubbi sleginn úr hringnum 16. mars 2007 09:15 Kveður Meistarann með sóma og sann og getur nú snúið sér einbeittur að veiðum í Þingvallavatni. Fyrstu óvæntu úrslitin eru fyrirliggjandi í Meistaranum. Kempan Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður – gjarnan kallaður Bubbi – var sleginn úr keppni af Birni Guðbrandi Jónssyni líffræðingi: 26 gegn 20 stigum Bubba. Ekki að Björn Guðbrandur sé einhver kettlingur þegar spurningar og svör eru annars vegar. En líklega kemur þetta útvarpshlustendum Sögu algerlega í opna skjöldu því þeir og fleiri vita að sjaldan eða aldrei er komið að tómum kofanum hjá Bubba þegar hina margvíslegu þætti þjóðlífsins ber á góma. En keppnin varð strax mjög jöfn. Börðust þeir Björn og Bubbi um að berja á bjölluna og höfðu svör á reiðum höndum. Björn náði þó yfirhöndinni einkum vegna ívið betri viðbragðsflýtis en í töluspurningunum náði Bubbi að snúa stöðunni sér í hag. Var þá með 25 stig gegn 21 stigi Björns. Gríðarleg spenna var þegar Björn átti eina spurning eftir, lagði fimm stig undir og hafði svarið. Björn þar með kominn einu stigi yfir en síðustu spurninguna átti Bubbi. Lagði fimm stig undir en spurningin reyndist hinum fróða Sigurði G. ofviða og því fór sem fór. Stigatölur eru þó með því hæsta sem sést hafa í Meistaranum og ljóst að þarna voru tveir sterkir keppendur sem áttust við. Bubbi kveður því með þeim hætti að geta borið höfuðið hátt og telst eftir sem áður með fróðari mönnum. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fyrstu óvæntu úrslitin eru fyrirliggjandi í Meistaranum. Kempan Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður – gjarnan kallaður Bubbi – var sleginn úr keppni af Birni Guðbrandi Jónssyni líffræðingi: 26 gegn 20 stigum Bubba. Ekki að Björn Guðbrandur sé einhver kettlingur þegar spurningar og svör eru annars vegar. En líklega kemur þetta útvarpshlustendum Sögu algerlega í opna skjöldu því þeir og fleiri vita að sjaldan eða aldrei er komið að tómum kofanum hjá Bubba þegar hina margvíslegu þætti þjóðlífsins ber á góma. En keppnin varð strax mjög jöfn. Börðust þeir Björn og Bubbi um að berja á bjölluna og höfðu svör á reiðum höndum. Björn náði þó yfirhöndinni einkum vegna ívið betri viðbragðsflýtis en í töluspurningunum náði Bubbi að snúa stöðunni sér í hag. Var þá með 25 stig gegn 21 stigi Björns. Gríðarleg spenna var þegar Björn átti eina spurning eftir, lagði fimm stig undir og hafði svarið. Björn þar með kominn einu stigi yfir en síðustu spurninguna átti Bubbi. Lagði fimm stig undir en spurningin reyndist hinum fróða Sigurði G. ofviða og því fór sem fór. Stigatölur eru þó með því hæsta sem sést hafa í Meistaranum og ljóst að þarna voru tveir sterkir keppendur sem áttust við. Bubbi kveður því með þeim hætti að geta borið höfuðið hátt og telst eftir sem áður með fróðari mönnum.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira