Ósamræmi hjá lögreglu 16. mars 2007 05:00 Baugsmál Ósamræmi var í framburði saksóknara sem hafði yfirumsjón með rannsókn Baugsmálsins og eins af lögreglufulltrúunum sem rannsakaði málið, þegar þeir voru spurðir um fyrstu yfirheyrsluna yfir Jóni Gerald Sullenberger í dómsal í gær. Jón H. Snorrason, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem stýrði rannsókninni í Baugsmálinu, sagði að fyrsta yfirheyrslan yfir Jóni Gerald hefði farið fram laugardaginn 24. ágúst 2002. Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, sagði það hljóta að vera misminni, fyrsta yfirheyrslan hefði farið fram sunnudaginn 25. ágúst. Það myndi hann vel því hann hefði verið á ættarmóti á laugardeginum, og því fjölmörg vitni sem væri hægt að kalla fyrir dóminn til að bera um það. Jón H. skýrði einnig hvernig það hafi komið til að hann hafi sótt Jón Gerald þennan morgun. Hann sagðist hafa átt erindi í Hafnarfjörð, og því hafi hentað betur að sækja Jón Gerald í Kópavoginn heldur en að láta hann koma sjálfan, enda skrifstofan lokuð um helgina og enginn í móttökunni. Verjendur spurðu bæði Jón H. og Svein um nokkur tilvik þar sem sakborningar eða vitni komu með ábendingar um eitthvað sem þyrfti að rannsaka, og ekki var sinnt af lögreglu. Báðir sögðu að ávallt hefðu verið rannsakaðar þær ábendingar sem þóttu koma atvikum sem voru til rannsóknar við, og Jón H. sagði að hætt hefði verið við að rannsaka frekar tugi atvika vegna ábendinga sakborninga þar sem grunur var um eitthvert saknæmt í upphafi. Þannig hafi jafnt verið rannsökuð atriði sem þóttu horfa til sýknu og þau sem þóttu horfa til sektar. Þannig spurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jón H. hvers vegna samskipti Baugs við Simon's Agentur hafi ekki verið rannsökuð eftir að Jón Ásgeir benti ítrekað á að þau væru sambærileg og viðskiptin við Nordica. „Mér finnst þetta vera eins og að bera saman epli og appelsínur," sagði Jón H., sem sagði að engin ástæða hefði verið til að hefja rannsókn á samskiptum Baugs og Simon's Agentur. Ummæli Jóns Ásgeirs í yfirheyrslum hafi hann ekki litið á sem ábendingu, enda hafi Jón Ásgeir minnst á það tvisvar, en ekki óskað sérstaklega eftir því að þetta yrði rannsakað. Jón H. var einnig spurður út í símtal sem hann átti við Helga Sigurðsson, lögmann hjá Kaupþingi, um svipað leyti og upprunaleg ákæra var gefin út, í byrjun júlí 2005. Helgi hafði fyrir dómi lýst því hvernig símtalið endaði á því að fagnaðarlæti sem minntu á lætin á fótboltaleik hafi brotist út á skrifstofu Jóns H. þegar hann skýrði frá því að hann hefði engin gögn fundið sem styddu skýringar sakborninga. „Þetta er auðvitað alveg fráleitt," sagði Jón H., sem sagðist muna vel eftir þessu símtali. Hann hafi verið einn á skrifstofu sinni og skildi til að byrja með ekki hverju hann hefði átt að vera að fagna. Fréttir Tengdar fréttir Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00 Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Baugsmál Ósamræmi var í framburði saksóknara sem hafði yfirumsjón með rannsókn Baugsmálsins og eins af lögreglufulltrúunum sem rannsakaði málið, þegar þeir voru spurðir um fyrstu yfirheyrsluna yfir Jóni Gerald Sullenberger í dómsal í gær. Jón H. Snorrason, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem stýrði rannsókninni í Baugsmálinu, sagði að fyrsta yfirheyrslan yfir Jóni Gerald hefði farið fram laugardaginn 24. ágúst 2002. Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, sagði það hljóta að vera misminni, fyrsta yfirheyrslan hefði farið fram sunnudaginn 25. ágúst. Það myndi hann vel því hann hefði verið á ættarmóti á laugardeginum, og því fjölmörg vitni sem væri hægt að kalla fyrir dóminn til að bera um það. Jón H. skýrði einnig hvernig það hafi komið til að hann hafi sótt Jón Gerald þennan morgun. Hann sagðist hafa átt erindi í Hafnarfjörð, og því hafi hentað betur að sækja Jón Gerald í Kópavoginn heldur en að láta hann koma sjálfan, enda skrifstofan lokuð um helgina og enginn í móttökunni. Verjendur spurðu bæði Jón H. og Svein um nokkur tilvik þar sem sakborningar eða vitni komu með ábendingar um eitthvað sem þyrfti að rannsaka, og ekki var sinnt af lögreglu. Báðir sögðu að ávallt hefðu verið rannsakaðar þær ábendingar sem þóttu koma atvikum sem voru til rannsóknar við, og Jón H. sagði að hætt hefði verið við að rannsaka frekar tugi atvika vegna ábendinga sakborninga þar sem grunur var um eitthvert saknæmt í upphafi. Þannig hafi jafnt verið rannsökuð atriði sem þóttu horfa til sýknu og þau sem þóttu horfa til sektar. Þannig spurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jón H. hvers vegna samskipti Baugs við Simon's Agentur hafi ekki verið rannsökuð eftir að Jón Ásgeir benti ítrekað á að þau væru sambærileg og viðskiptin við Nordica. „Mér finnst þetta vera eins og að bera saman epli og appelsínur," sagði Jón H., sem sagði að engin ástæða hefði verið til að hefja rannsókn á samskiptum Baugs og Simon's Agentur. Ummæli Jóns Ásgeirs í yfirheyrslum hafi hann ekki litið á sem ábendingu, enda hafi Jón Ásgeir minnst á það tvisvar, en ekki óskað sérstaklega eftir því að þetta yrði rannsakað. Jón H. var einnig spurður út í símtal sem hann átti við Helga Sigurðsson, lögmann hjá Kaupþingi, um svipað leyti og upprunaleg ákæra var gefin út, í byrjun júlí 2005. Helgi hafði fyrir dómi lýst því hvernig símtalið endaði á því að fagnaðarlæti sem minntu á lætin á fótboltaleik hafi brotist út á skrifstofu Jóns H. þegar hann skýrði frá því að hann hefði engin gögn fundið sem styddu skýringar sakborninga. „Þetta er auðvitað alveg fráleitt," sagði Jón H., sem sagðist muna vel eftir þessu símtali. Hann hafi verið einn á skrifstofu sinni og skildi til að byrja með ekki hverju hann hefði átt að vera að fagna.
Fréttir Tengdar fréttir Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00 Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00
Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels