Hlakkar til að hitta gestina 17. mars 2007 06:00 Védís Kara Ólafsdóttir hlakkar mest til að hitta allt fólkið sem ætlar að fagna fermingunni með henni í vor. Fréttablaðið/Valli Fermingarundirbúningurinn hjá Védísi Köru Ólafsdóttur hófst síðastliðið haust með messusókn og fermingarfræðslu og hefur undirbúningurinn að veisluhöldunum sjálfum staðið yfir í svipaðan tíma. „Mamma byrjaði löngu fyrir jól í veisluundirbúningi en ég byrjaði nú bara að pæla í þessu fyrir um viku síðan,“ segir Védís sem fermist í Árbæjarkirkju hinn 5. apríl næstkomandi. Fermingarfræðslan er að sögn Védísar ekki í mestu uppáhaldi hjá krökkunum. „Við þurfum að sækja tíu messur fram að fermingu og það er svolítið leiðinlegt,“ segir Védís Kara sem þó segist ekki vita af neinum sem ekki ætlar að láta ferma sig og hjá henni kom aldrei annað til greina. „Við frændsystkinin höfum fermst hvert á eftir öðru og nú er röðin komin að mér svo ég gat ekki slitið þessa keðju.“ Kjóllinn sem Védís fermist í er hvítur með silfruðum blómum og verður hún í stíl við vinkonurnar Heiðdísi og Ólöfu sem fermast með henni. „Við verðum allar í eins kjólum og allar með appelsínugult þema í veislunni,“ segir Védís brosandi og segir litinn upprunninn af heimasíðu vinkvennanna. Védís er þó einnig með rautt þema en hún fær tvær veislur sama dag, eina hjá mömmu og hina hjá pabba. Aðspurð segir Védís Kara flest fermingarsystkinin meira spennt fyrir gjöfunum frekar en trúarlegri hlið fermingarinnar en sjálf er henni eiginlega alveg sama um gjafir. „Ég er kannski svolítið skrítin því mér er eiginlega alveg sama hvað ég fæ í fermingargjöf. Ég er mest spennt fyrir að hitta allt fólkið sem kemur til að fagna fermingunni með mér,“ segir Védís Kara. Fermingar Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Fermingarundirbúningurinn hjá Védísi Köru Ólafsdóttur hófst síðastliðið haust með messusókn og fermingarfræðslu og hefur undirbúningurinn að veisluhöldunum sjálfum staðið yfir í svipaðan tíma. „Mamma byrjaði löngu fyrir jól í veisluundirbúningi en ég byrjaði nú bara að pæla í þessu fyrir um viku síðan,“ segir Védís sem fermist í Árbæjarkirkju hinn 5. apríl næstkomandi. Fermingarfræðslan er að sögn Védísar ekki í mestu uppáhaldi hjá krökkunum. „Við þurfum að sækja tíu messur fram að fermingu og það er svolítið leiðinlegt,“ segir Védís Kara sem þó segist ekki vita af neinum sem ekki ætlar að láta ferma sig og hjá henni kom aldrei annað til greina. „Við frændsystkinin höfum fermst hvert á eftir öðru og nú er röðin komin að mér svo ég gat ekki slitið þessa keðju.“ Kjóllinn sem Védís fermist í er hvítur með silfruðum blómum og verður hún í stíl við vinkonurnar Heiðdísi og Ólöfu sem fermast með henni. „Við verðum allar í eins kjólum og allar með appelsínugult þema í veislunni,“ segir Védís brosandi og segir litinn upprunninn af heimasíðu vinkvennanna. Védís er þó einnig með rautt þema en hún fær tvær veislur sama dag, eina hjá mömmu og hina hjá pabba. Aðspurð segir Védís Kara flest fermingarsystkinin meira spennt fyrir gjöfunum frekar en trúarlegri hlið fermingarinnar en sjálf er henni eiginlega alveg sama um gjafir. „Ég er kannski svolítið skrítin því mér er eiginlega alveg sama hvað ég fæ í fermingargjöf. Ég er mest spennt fyrir að hitta allt fólkið sem kemur til að fagna fermingunni með mér,“ segir Védís Kara.
Fermingar Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira