Á fermingarveisluna skjalfesta á vídeói 22. mars 2007 06:00 Friðrik fékk meðal annars kassettutæki og IKEA-innréttingu í fermingargjöf. MYND/ vilhelm Friðrik Friðriksson leikari lék á als oddi í fermingarveislu sinni og var ekki eitt af þessu feimnu fermingarbörnum, að eigin sögn að minnsta kosti. „Nei, nei. Ég var á þeytingi milli ættingja og ég á meira að segja alla veisluna á vídeói til að sanna hversu sprækur ég var," segir Friðrik. „Þetta var svona meðalstór veisla þannig að ég þekkti flesta ættingjana og það sparaði mér heilmikil vandræðalegheit." Friðrik fékk marga góða gripi í fermingargjöf sem þrátt fyrir mikil gæði eru fæstir í notkun í dag. „Ég fékk svona Ikea-innréttingu í herbergið mitt sem ég tek enn þann dag í dag með mér hvert sem ég fer, hún er algjör draumur í dós," segir Friðrik og hlær. „Svo fékk ég líka gettóblaster. Reyndar hétu gettóblasterar ekki gettóblasterar á þessum tíma heldur kassettuspilarar. Þetta var sko enginn geislaspilari, svoleiðis lúxus var ekki kominn á markað." Friðrik fékk líka mikið af útivistarbúnaði í fermingargjöf. „Það var vegna þess að ég var skáti, og er víst enn. Einu sinni skáti, ávallt skáti, maður kemst ekki undan því samkvæmt reglunum," segir Friðrik. „Svo fékk ég líka fullt af pening eins og gengur og gerist." Ef Friðrik væri 13 ára í dag, en með þann þroska sem hann hefur tekið út nú, myndi hann án efa fermast aftur. „Maður græddi svo mikið á þessu að ég myndi hiklaust endurtaka leikinn. Þetta var svo mikil búbót og maður var skyndilega orðinn eignamaður 13 ára gamall," segir Friðrik og hlær. „Það er náttúrulega ákveðinn þroski að eiga fjárfestingar hingað og þangað." Í öllu meiri alvöru játar Friðrik að honum finnist það í góðu lagi að krakkar fermist 13 ára þó svo þau séu ekki orðin trúarlega meðvituð. „Annað hvort verður fólk trúað eða ekki og annað hvort heldur það áfram að mæta í kirkju eða ekki," segir Friðrik. „Ég held það fylgi enginn varanlegur skaði því að fermast og ef fólk skiptir um skoðun þá bara gerist það."-tg Fermingar Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Friðrik Friðriksson leikari lék á als oddi í fermingarveislu sinni og var ekki eitt af þessu feimnu fermingarbörnum, að eigin sögn að minnsta kosti. „Nei, nei. Ég var á þeytingi milli ættingja og ég á meira að segja alla veisluna á vídeói til að sanna hversu sprækur ég var," segir Friðrik. „Þetta var svona meðalstór veisla þannig að ég þekkti flesta ættingjana og það sparaði mér heilmikil vandræðalegheit." Friðrik fékk marga góða gripi í fermingargjöf sem þrátt fyrir mikil gæði eru fæstir í notkun í dag. „Ég fékk svona Ikea-innréttingu í herbergið mitt sem ég tek enn þann dag í dag með mér hvert sem ég fer, hún er algjör draumur í dós," segir Friðrik og hlær. „Svo fékk ég líka gettóblaster. Reyndar hétu gettóblasterar ekki gettóblasterar á þessum tíma heldur kassettuspilarar. Þetta var sko enginn geislaspilari, svoleiðis lúxus var ekki kominn á markað." Friðrik fékk líka mikið af útivistarbúnaði í fermingargjöf. „Það var vegna þess að ég var skáti, og er víst enn. Einu sinni skáti, ávallt skáti, maður kemst ekki undan því samkvæmt reglunum," segir Friðrik. „Svo fékk ég líka fullt af pening eins og gengur og gerist." Ef Friðrik væri 13 ára í dag, en með þann þroska sem hann hefur tekið út nú, myndi hann án efa fermast aftur. „Maður græddi svo mikið á þessu að ég myndi hiklaust endurtaka leikinn. Þetta var svo mikil búbót og maður var skyndilega orðinn eignamaður 13 ára gamall," segir Friðrik og hlær. „Það er náttúrulega ákveðinn þroski að eiga fjárfestingar hingað og þangað." Í öllu meiri alvöru játar Friðrik að honum finnist það í góðu lagi að krakkar fermist 13 ára þó svo þau séu ekki orðin trúarlega meðvituð. „Annað hvort verður fólk trúað eða ekki og annað hvort heldur það áfram að mæta í kirkju eða ekki," segir Friðrik. „Ég held það fylgi enginn varanlegur skaði því að fermast og ef fólk skiptir um skoðun þá bara gerist það."-tg
Fermingar Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira