Heiðarleiki og drengskapur að leiðarljósi 22. mars 2007 05:00 Atli Freyr Fjölnisson vígðist inn í ásatrú um síðustu helgi. „Ég gerði þetta ekki vegna gjafanna, heldur til að staðfesta trú mína,“ segir Atli Freyr Fjölnisson, 18 ára, sem lét siðfesta sig í ásatrú um síðustu helgi. „Athöfnin er lík fermingu, nema framkvæmd samkvæmt venjum ásatrúarmanna og vígðir helst ekki yngri en sextán ára.“ Að sögn Atla byrjaði Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði á að helga svæðið þar sem vígslan fór fram, vegna þess að ásatrúarmenn eiga ekki enn sem komið er samkomuhús hérlendis. „Síðan fór hann með helgiorð og rétti mér baug, járnhring, sem var notaður til að helga svæðið. Ég fór þá með vísu úr Hávamálum og var þar með orðinn siðfastur í ásatrúnni. Athöfnin sjálf tók ekki nema korter.“ Atli var vígður einn en segir einnig tíðkast að nokkur börn séu vígð saman. „Krakkarnir eru þó yfirleitt færri en í fermingum. Þeir geta þess vegna haft meiri áhrif á athafnirnar, sem verða því oft persónulegri en fermingar. Í báðum tilvikum er þó um manndómsvígslu að ræða og í ásatrúnni eru þau heit strengd að hafa heiðarleika og drengskap að leiðarljósi. Ég hef reynt að fara eftir því síðan ég kynntist ásatrúnni tólf, þrettán ára gamall í gegnum pabba minn og mun gera það áfram ásamt því að blóta nokkrum sinnum á ári.“ Atli segist aldrei hafa óttast að verða fyrir stríðni af hálfu jafnaldra sinna vegna þeirrar ákvörðunar að vígjast inn í ásatrú. „Alls ekki. Hver verður að fylgja sinni trú. Ég á hvort sem er bæði vini og vandamenn sem eru fermdir eða ásatrúar.“ Í því samhengi má geta þess að móðir Atla er kristin, föðuramman búddisti og faðirinn ásatrúar eins og fyrr sagði. Óhætt er því segja að fjölbreyttur hópur hafi verið samankominn til að fagna með Atla á vígsludeginum. „Þarna mætti fólk með alls kyns trúarskoðanir, alveg eins og í fermingum,“ útskýrir Atli. „Í hvorugu tilviki er fólkið samankomið vegna trúarinnar heldur til að samgleðjast þeim sem því þykir vænt um. Um það snýst málið.“ Fermingar Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
„Ég gerði þetta ekki vegna gjafanna, heldur til að staðfesta trú mína,“ segir Atli Freyr Fjölnisson, 18 ára, sem lét siðfesta sig í ásatrú um síðustu helgi. „Athöfnin er lík fermingu, nema framkvæmd samkvæmt venjum ásatrúarmanna og vígðir helst ekki yngri en sextán ára.“ Að sögn Atla byrjaði Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði á að helga svæðið þar sem vígslan fór fram, vegna þess að ásatrúarmenn eiga ekki enn sem komið er samkomuhús hérlendis. „Síðan fór hann með helgiorð og rétti mér baug, járnhring, sem var notaður til að helga svæðið. Ég fór þá með vísu úr Hávamálum og var þar með orðinn siðfastur í ásatrúnni. Athöfnin sjálf tók ekki nema korter.“ Atli var vígður einn en segir einnig tíðkast að nokkur börn séu vígð saman. „Krakkarnir eru þó yfirleitt færri en í fermingum. Þeir geta þess vegna haft meiri áhrif á athafnirnar, sem verða því oft persónulegri en fermingar. Í báðum tilvikum er þó um manndómsvígslu að ræða og í ásatrúnni eru þau heit strengd að hafa heiðarleika og drengskap að leiðarljósi. Ég hef reynt að fara eftir því síðan ég kynntist ásatrúnni tólf, þrettán ára gamall í gegnum pabba minn og mun gera það áfram ásamt því að blóta nokkrum sinnum á ári.“ Atli segist aldrei hafa óttast að verða fyrir stríðni af hálfu jafnaldra sinna vegna þeirrar ákvörðunar að vígjast inn í ásatrú. „Alls ekki. Hver verður að fylgja sinni trú. Ég á hvort sem er bæði vini og vandamenn sem eru fermdir eða ásatrúar.“ Í því samhengi má geta þess að móðir Atla er kristin, föðuramman búddisti og faðirinn ásatrúar eins og fyrr sagði. Óhætt er því segja að fjölbreyttur hópur hafi verið samankominn til að fagna með Atla á vígsludeginum. „Þarna mætti fólk með alls kyns trúarskoðanir, alveg eins og í fermingum,“ útskýrir Atli. „Í hvorugu tilviki er fólkið samankomið vegna trúarinnar heldur til að samgleðjast þeim sem því þykir vænt um. Um það snýst málið.“
Fermingar Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira