Mika: Life In Cartoon Motion - þrjár stjörnur 27. mars 2007 07:15 Mika er hæfileikaríkur, en þó að hér séu nokkur fín lög þá á hann enn eftir að skapa sér eigin stíl. Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Mika hafi fengið óskabyrjun á ferlinum. Smáskífulagið Grace Kelly er sennilega vinsælasta lagið í heiminum það sem af er ársins 2007 og fyrsta stóra platan hans Life In Cartoon Motion er ein af mest seldu plötunum. Mika, sem heitir réttu nafni Michael Holbrook Penniman, er fæddur í Beirút, sonur líbanskrar móður og bandarísks föður. Hann ólst upp í París og London. Tónlistin á Life In Cartoon Motion er vel sykrað popp, fjörlegt og oft með stórum útsetningum. Henni hefur réttilega verið líkt við tónlist Queen, Elton John og Scissor Sisters. Söngur Mika, sem fer létt með að syngja bæði á lágu nótunum og í mjög hárri falsettu, minnir mikið á Freddie Mercury og Jake Shears, söngvara Scissor Sisters. Það eru mörg ágæt lög á plötunni. Grace Kelly er auðvitað ómótstæðilegt, en Lollipop, Any Other World, Stuck In The Middle og falda aukalagið Over My Shoulder eru líka flott. Það fer ekkert á milli mála að Mika hefur mikla hæfileika. Gallinn við plötuna er samt að stundum minnir hún of mikið á áhrifavaldana. Verst finnast mér þau lög sem hljóma nákvæmlega eins og Scissor Sisters. Þetta á við um lögin Love Today, Relax (Take It Easy) og Big Girl (sem er reyndar eins og sambland af Scissor Sisters og Fat Bottomed Girls með Queen). Á heildina er þetta ágætlega heppnuð frumraun frá efnilegum listamanni sem á eftir að vaxa með næstu plötum ef honum tekst að losna undan áhrifavöldunum og skapa sér sinn eigin stíl. Trausti Júlíusson Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Mika hafi fengið óskabyrjun á ferlinum. Smáskífulagið Grace Kelly er sennilega vinsælasta lagið í heiminum það sem af er ársins 2007 og fyrsta stóra platan hans Life In Cartoon Motion er ein af mest seldu plötunum. Mika, sem heitir réttu nafni Michael Holbrook Penniman, er fæddur í Beirút, sonur líbanskrar móður og bandarísks föður. Hann ólst upp í París og London. Tónlistin á Life In Cartoon Motion er vel sykrað popp, fjörlegt og oft með stórum útsetningum. Henni hefur réttilega verið líkt við tónlist Queen, Elton John og Scissor Sisters. Söngur Mika, sem fer létt með að syngja bæði á lágu nótunum og í mjög hárri falsettu, minnir mikið á Freddie Mercury og Jake Shears, söngvara Scissor Sisters. Það eru mörg ágæt lög á plötunni. Grace Kelly er auðvitað ómótstæðilegt, en Lollipop, Any Other World, Stuck In The Middle og falda aukalagið Over My Shoulder eru líka flott. Það fer ekkert á milli mála að Mika hefur mikla hæfileika. Gallinn við plötuna er samt að stundum minnir hún of mikið á áhrifavaldana. Verst finnast mér þau lög sem hljóma nákvæmlega eins og Scissor Sisters. Þetta á við um lögin Love Today, Relax (Take It Easy) og Big Girl (sem er reyndar eins og sambland af Scissor Sisters og Fat Bottomed Girls með Queen). Á heildina er þetta ágætlega heppnuð frumraun frá efnilegum listamanni sem á eftir að vaxa með næstu plötum ef honum tekst að losna undan áhrifavöldunum og skapa sér sinn eigin stíl. Trausti Júlíusson
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira