Indjáninn á hvíta tjaldið 28. mars 2007 08:30 Þeir Leifur B. Dagfinnsson, Jón Gnarr, Hólmfríður Matthíasdóttir og Hjörtur Grétarsson skrifuðu undir samning sem tryggir True North kvikmyndaréttinn á Indjánanum eftir Jón. MYND/GVA Kvikmyndafyrirtækið True North hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á bókinni Indjánanum eftir Jón Gnarr en samningur þess efnis var undirritaður í húsakynnum Eddu útgáfu í gær. Í Indjánanum greinir Jón frá ævintýralegu lífshlaupi sínu sem strákur á skáldlegan hátt og öllum sínum uppátækjum sem sum hver rötuðu á síður blaðanna. Höfundurinn Jón var að vonum ánægður með þessi tíðindi en hann bjóst eiginlega aldrei við því að líf hans yrði fært yfir á hvíta tjaldið. „Þetta er bara stórkostlegt,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Nú verð ég bara eins og Andri í Punktur, punktur komma strik, nú eða Ingemar í Mitt Liv som Hund,“ bætti höfundurinn við. Hann kvaðst í raun vera að afhenda bókina sína True North til ættleiðingar því hann hefði voðalega lítið um framhaldið að segja þegar allir pappírar væru undirritaðir. „En mér finnst voðalega gaman að þetta skuli vera gert,“ segir Jón sem bjóst ekki við því að koma að handritsgerð myndarinnar. „Nei, en nú hefst bara leitin að litlum Jóni Gnarr.“ Hjörtur Grétarson, framleiðandi hjá True North, vildi ekki gefa upp kaupverðið og sagði það vera trúnaðarmál. Hann sagðist reikna með því að vinna við að finna leikstjóra og handritshöfund færi á fullt en bjóst við því að sú undirbúningsvinna gæti tekið tvö til þrjú ár. Hjörtur tók undir með Jóni að True North væri að ættleiða bókina. „Þetta er auðvitað vandmeðfarið því Indjáninn er skáldsöguleg ævisaga Jóns og við munum að sjálfsögðu reyna að nýta okkur sem mest krafta hans,“ sagði Hjörtur sem vissi þó ekki hvort bókin yrði færð yfir á hvíta tjaldið eða nýtt til framleiðslu á sjónvarpsþáttum. „Það á bara eftir að koma í ljós.“ Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækið True North hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á bókinni Indjánanum eftir Jón Gnarr en samningur þess efnis var undirritaður í húsakynnum Eddu útgáfu í gær. Í Indjánanum greinir Jón frá ævintýralegu lífshlaupi sínu sem strákur á skáldlegan hátt og öllum sínum uppátækjum sem sum hver rötuðu á síður blaðanna. Höfundurinn Jón var að vonum ánægður með þessi tíðindi en hann bjóst eiginlega aldrei við því að líf hans yrði fært yfir á hvíta tjaldið. „Þetta er bara stórkostlegt,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Nú verð ég bara eins og Andri í Punktur, punktur komma strik, nú eða Ingemar í Mitt Liv som Hund,“ bætti höfundurinn við. Hann kvaðst í raun vera að afhenda bókina sína True North til ættleiðingar því hann hefði voðalega lítið um framhaldið að segja þegar allir pappírar væru undirritaðir. „En mér finnst voðalega gaman að þetta skuli vera gert,“ segir Jón sem bjóst ekki við því að koma að handritsgerð myndarinnar. „Nei, en nú hefst bara leitin að litlum Jóni Gnarr.“ Hjörtur Grétarson, framleiðandi hjá True North, vildi ekki gefa upp kaupverðið og sagði það vera trúnaðarmál. Hann sagðist reikna með því að vinna við að finna leikstjóra og handritshöfund færi á fullt en bjóst við því að sú undirbúningsvinna gæti tekið tvö til þrjú ár. Hjörtur tók undir með Jóni að True North væri að ættleiða bókina. „Þetta er auðvitað vandmeðfarið því Indjáninn er skáldsöguleg ævisaga Jóns og við munum að sjálfsögðu reyna að nýta okkur sem mest krafta hans,“ sagði Hjörtur sem vissi þó ekki hvort bókin yrði færð yfir á hvíta tjaldið eða nýtt til framleiðslu á sjónvarpsþáttum. „Það á bara eftir að koma í ljós.“
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira