Valkostur fyrir alla 31. mars 2007 06:45 „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Þeim sem kjósa borgaralegar fermingar fer fjölgandi. Það eru ekki allir sem kjósa að fermast í kirkju. Borgaralegar fermingar njóta sífellt meiri vinsælda. Samtökin Siðmennt hafa staðið fyrir þeim allt frá árinu 1989. Fjöldi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega og sækja undirbúningsnámskeið hjá Siðmennt hefur fjölgað síðustu ár enda er það góður kostur fyrir einstaklinga sem eru annarrar trúar eða trúa einfaldlega ekki. Allir sem áhuga hafa geta fermst borgaralega, jafnvel þótt þeir telji sig trúaða eða tilheyri trúfélagi. „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar. Ein af aðalástæðunum fyrir því að við komum þessu á fót er hvað fermingin hefur mikið vægi í samfélaginu og við vildum að þeir sem kjósa ekki hefðbundnu leiðina hefðu eitthvert val og þyrftu ekki að fara á mis við ferminguna sem er mikils metin í samfélaginu. Við leitumst við að efla siðferðisþroska krakkanna og þroska með þeim gagnrýna hugsun þannig að þau verði ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Það er grunnmarkmiðið, að þroska þau og gera þau að betri manneskjum,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Jóhann segir að hvert og eitt fermingarbarn hafi sínar ástæður fyrir því að fara þessa leið og hópurinn sé innbyrðis mjög ólíkur. „Ég spyr krakkana alltaf um ástæðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti tilheyrir þá ýmist ekki trúfélögum eða trúfélögum þar sem fermingar tíðkast ekki. Ég hef heyrt að forstöðumenn safnaða þar sem fermingar tíðkast ekki hafi jafnvel bent krökkunum á þennan valkost ef þau vilja taka þátt í þessu félagslega fyrirbæri sem er svona sterkt í samfélaginu. Þetta hefur reyndar verið að breytast svolítið á undanförnum árum. Til dæmis eru krakkar sem ætla sér að fermast í þjóðkirkjunni farin að sækja svolítið í að koma á þetta námskeið okkar. Þau taka þá ekki endilega þátt í athöfninni sjálfri en það er alls ekki bannað að vera með á báðum stöðum. Ég held að krökkunum hugnist einfaldlega sú fræðsla sem við erum að bjóða upp á og við höfum hvatt sem flesta til að sækja námskeiðið.“ Á undirbúningsnámskeiðunum er það talinn kostur hversu ólíkir þátttakendur eru þegar kemur að lífsafstöðu þeirra og skoðunum. Jóhann segir langflesta krakkana taka virkan þátt í umræðum og þessi tími geti verið ákaflega lærdómsríkur jafnt fyrir kennara sem nemendur. „Við förum vel í það hvað er gagnrýnin hugsun og kennum krökkunum að rökstyðja mál sitt. Við æfum okkur með því að beita þessari hugsun á hin ýmsu málefni og að náminu loknu geta krakkarnir beitt þessari hugsun á ýmis hversdagsleg viðfangsefni. Í námskeiðinu tökum við meðal annars á því hvernig er að vera unglingur í auglýsingasamfélagi, fjöllum um fjölmenningarsamfélag og fordóma og ýmis siðferðileg álitamál. Ég reyni eftir bestu getu að taka dæmi úr samtímanum og hef komið mér upp dágóðu safni af úrklippum úr dagblöðum í þeim tilgangi. Þetta er eitthvað sem tengir krakkana við umhverfið og þau eru mjög áhugasöm um það. Svo koma gestakennarar til okkar og fjalla um heimspekilegar rökræður, sjálfsmynd og samskipti kynjanna, sorg og að verða fyrir áföllum,“ segir Jóhann að lokum. Fermingar Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Þeim sem kjósa borgaralegar fermingar fer fjölgandi. Það eru ekki allir sem kjósa að fermast í kirkju. Borgaralegar fermingar njóta sífellt meiri vinsælda. Samtökin Siðmennt hafa staðið fyrir þeim allt frá árinu 1989. Fjöldi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega og sækja undirbúningsnámskeið hjá Siðmennt hefur fjölgað síðustu ár enda er það góður kostur fyrir einstaklinga sem eru annarrar trúar eða trúa einfaldlega ekki. Allir sem áhuga hafa geta fermst borgaralega, jafnvel þótt þeir telji sig trúaða eða tilheyri trúfélagi. „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar. Ein af aðalástæðunum fyrir því að við komum þessu á fót er hvað fermingin hefur mikið vægi í samfélaginu og við vildum að þeir sem kjósa ekki hefðbundnu leiðina hefðu eitthvert val og þyrftu ekki að fara á mis við ferminguna sem er mikils metin í samfélaginu. Við leitumst við að efla siðferðisþroska krakkanna og þroska með þeim gagnrýna hugsun þannig að þau verði ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Það er grunnmarkmiðið, að þroska þau og gera þau að betri manneskjum,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Jóhann segir að hvert og eitt fermingarbarn hafi sínar ástæður fyrir því að fara þessa leið og hópurinn sé innbyrðis mjög ólíkur. „Ég spyr krakkana alltaf um ástæðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti tilheyrir þá ýmist ekki trúfélögum eða trúfélögum þar sem fermingar tíðkast ekki. Ég hef heyrt að forstöðumenn safnaða þar sem fermingar tíðkast ekki hafi jafnvel bent krökkunum á þennan valkost ef þau vilja taka þátt í þessu félagslega fyrirbæri sem er svona sterkt í samfélaginu. Þetta hefur reyndar verið að breytast svolítið á undanförnum árum. Til dæmis eru krakkar sem ætla sér að fermast í þjóðkirkjunni farin að sækja svolítið í að koma á þetta námskeið okkar. Þau taka þá ekki endilega þátt í athöfninni sjálfri en það er alls ekki bannað að vera með á báðum stöðum. Ég held að krökkunum hugnist einfaldlega sú fræðsla sem við erum að bjóða upp á og við höfum hvatt sem flesta til að sækja námskeiðið.“ Á undirbúningsnámskeiðunum er það talinn kostur hversu ólíkir þátttakendur eru þegar kemur að lífsafstöðu þeirra og skoðunum. Jóhann segir langflesta krakkana taka virkan þátt í umræðum og þessi tími geti verið ákaflega lærdómsríkur jafnt fyrir kennara sem nemendur. „Við förum vel í það hvað er gagnrýnin hugsun og kennum krökkunum að rökstyðja mál sitt. Við æfum okkur með því að beita þessari hugsun á hin ýmsu málefni og að náminu loknu geta krakkarnir beitt þessari hugsun á ýmis hversdagsleg viðfangsefni. Í námskeiðinu tökum við meðal annars á því hvernig er að vera unglingur í auglýsingasamfélagi, fjöllum um fjölmenningarsamfélag og fordóma og ýmis siðferðileg álitamál. Ég reyni eftir bestu getu að taka dæmi úr samtímanum og hef komið mér upp dágóðu safni af úrklippum úr dagblöðum í þeim tilgangi. Þetta er eitthvað sem tengir krakkana við umhverfið og þau eru mjög áhugasöm um það. Svo koma gestakennarar til okkar og fjalla um heimspekilegar rökræður, sjálfsmynd og samskipti kynjanna, sorg og að verða fyrir áföllum,“ segir Jóhann að lokum.
Fermingar Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira