Bandaríkjamenn sýna Heru áhuga 1. apríl 2007 09:00 Hera er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir tveggja vikna dvöl í Bandaríkjunum. MYND/Heiða Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir hafa verið í viðræðum við þrjú bandarísk plötufyrirtæki. Hera hélt þrenna tónleika á hátíðinni South By Soutwest í Texas á dögunum og hafði upp úr krafsinu mikinn áhuga útgefenda. Strax eftir hátíðina flaug Hera til Los Angeles til að fylgja áhuganum eftir og dvaldi þar í tvo daga. „Ég fór á nokkra fundi en það er allt ennþá í skoðun. Það eru þrjú fyrirtæki sem ég talaði við í heildina en ég get eiginlega ekkert sagt neitt meira,“ segir Hera, sem skemmti sér vel í Bandaríkjunum. „Þetta var ofboðslega skemmtileg ferð. Ég hélt ferna tónleika í Ameríku, eina í Stillwater í Oklahoma og þrenna í Texas,“ segir Hera. „Ég hélt tónleika á sviði rétt hjá Austin í Texas sem voru sendir út beint á netinu. Þeir höfðu samband þegar ég var á leiðinni til Texas, maður sem heitir Hank Sinatra. Hann er búinn að halda tónleika rétt fyrir utan bæinn í 25 ár og það var ofboðslega skemmtilegt hjá honum.“ Auk áhuga Bandaríkjamannanna fór Hera í viðtal hjá útvarpsstöðinni BBC World Series, sem sendir út um allan heim, þar á meðal til Afríku. „Það kom margt skemmtilegt út úr þessari ferð og það er alls konar fólk búið að hafa samband,“ segir Hera. Ætlar hún að dvelja í Nýja Sjálandi á næstunni og stefnir m.a. á að taka upp myndband þar í landi. Býst hún ekki við að koma aftur til Íslands fyrr en sumarið 2008. Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir hafa verið í viðræðum við þrjú bandarísk plötufyrirtæki. Hera hélt þrenna tónleika á hátíðinni South By Soutwest í Texas á dögunum og hafði upp úr krafsinu mikinn áhuga útgefenda. Strax eftir hátíðina flaug Hera til Los Angeles til að fylgja áhuganum eftir og dvaldi þar í tvo daga. „Ég fór á nokkra fundi en það er allt ennþá í skoðun. Það eru þrjú fyrirtæki sem ég talaði við í heildina en ég get eiginlega ekkert sagt neitt meira,“ segir Hera, sem skemmti sér vel í Bandaríkjunum. „Þetta var ofboðslega skemmtileg ferð. Ég hélt ferna tónleika í Ameríku, eina í Stillwater í Oklahoma og þrenna í Texas,“ segir Hera. „Ég hélt tónleika á sviði rétt hjá Austin í Texas sem voru sendir út beint á netinu. Þeir höfðu samband þegar ég var á leiðinni til Texas, maður sem heitir Hank Sinatra. Hann er búinn að halda tónleika rétt fyrir utan bæinn í 25 ár og það var ofboðslega skemmtilegt hjá honum.“ Auk áhuga Bandaríkjamannanna fór Hera í viðtal hjá útvarpsstöðinni BBC World Series, sem sendir út um allan heim, þar á meðal til Afríku. „Það kom margt skemmtilegt út úr þessari ferð og það er alls konar fólk búið að hafa samband,“ segir Hera. Ætlar hún að dvelja í Nýja Sjálandi á næstunni og stefnir m.a. á að taka upp myndband þar í landi. Býst hún ekki við að koma aftur til Íslands fyrr en sumarið 2008.
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira