Páskaleikhús á Akureyri 2. apríl 2007 07:45 Ausa fer aftur á svið. Leikfélag Akureyrar heldur uppteknum hætti og býður til leikhúsveislu þar nyrðra um páskana. Leikið verður á þremur stöðum í bænum og er þegar vel selt á sýningar sem í boði verða. Fyrst má nefna sýninguna Lífið – notkunarreglur sem var frumsýnt í síðustu viku og hefur hlotið gott lof og fína aðsókn. Lífið er ævintýrið um okkur öll, fullt af hlýju, tónlist og húmor. Höfundur er Þorvaldur Þorsteinsson, Megas samdi tónlistina og Kjartan Ragnarsson leikstýrði. Uppselt er á flestar sýningarnar í páskavikunni en bætt hefur verið við aukasýningum á skírdag og laugardaginn fyrir páska, 7. apríl. Á morgun hefjast sýningar á rómaðri gestasýningu frá Reykjavík. Verkið Best í heimi sem leikið var í Iðnó í vetur þar sem uppselt var á allar sýningar. Verkið er háðsádeila á íslenskt samfélag í dag. Þar er gert er grín að þjóðarstoltinu og ljósi varpað á aðstæður útlendinga sem reyna að fóta sig í nýju landi. Verkið er spunaverk samið af Hávari Sigurjónssyni, Maríu Reyndal og leikhópnum. Stuðst er við reynslu listamannanna, viðtöl við innflytjendur og Íslendinga og sögur sem hópurinn hefur viðað að sér. Sýningin er leikin á íslensku og textuð á ensku. Haustið 2004 frumsýndi LA í samstarfi við LR Ausa Steinberg eftir Lee Hall. Sýningunni var vel tekið og hlaut Ilmur Kristjánsdóttir frábæra dóma fyrir túlkun sína á Ausu. Vegna fjölda áskorana er verkið tekið til sýninga á ný í þrígang á Akureyri í dymbilviku. Sýningin er endurunnin og er verkið nú leikið í heild sinni í Akureyrarkirkju sem þykir kirkjan henta umfjöllunarefni verksins vel. Ausa er mannbætandi sýning þar sem birtist einlæg, falleg en oft drepfyndin sýn níu ára barns á lífið sem hún fær ekki að lifa. Þýðingu gerði Jón Viðar Jónsson og María Reyndal leikstýrði. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á eftirmiðdagssýningu á föstudaginn langa kl. 16. Nú er um að gera fyrir norðanmenn og gesti þeirra að skjótast í leikhús. Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikfélag Akureyrar heldur uppteknum hætti og býður til leikhúsveislu þar nyrðra um páskana. Leikið verður á þremur stöðum í bænum og er þegar vel selt á sýningar sem í boði verða. Fyrst má nefna sýninguna Lífið – notkunarreglur sem var frumsýnt í síðustu viku og hefur hlotið gott lof og fína aðsókn. Lífið er ævintýrið um okkur öll, fullt af hlýju, tónlist og húmor. Höfundur er Þorvaldur Þorsteinsson, Megas samdi tónlistina og Kjartan Ragnarsson leikstýrði. Uppselt er á flestar sýningarnar í páskavikunni en bætt hefur verið við aukasýningum á skírdag og laugardaginn fyrir páska, 7. apríl. Á morgun hefjast sýningar á rómaðri gestasýningu frá Reykjavík. Verkið Best í heimi sem leikið var í Iðnó í vetur þar sem uppselt var á allar sýningar. Verkið er háðsádeila á íslenskt samfélag í dag. Þar er gert er grín að þjóðarstoltinu og ljósi varpað á aðstæður útlendinga sem reyna að fóta sig í nýju landi. Verkið er spunaverk samið af Hávari Sigurjónssyni, Maríu Reyndal og leikhópnum. Stuðst er við reynslu listamannanna, viðtöl við innflytjendur og Íslendinga og sögur sem hópurinn hefur viðað að sér. Sýningin er leikin á íslensku og textuð á ensku. Haustið 2004 frumsýndi LA í samstarfi við LR Ausa Steinberg eftir Lee Hall. Sýningunni var vel tekið og hlaut Ilmur Kristjánsdóttir frábæra dóma fyrir túlkun sína á Ausu. Vegna fjölda áskorana er verkið tekið til sýninga á ný í þrígang á Akureyri í dymbilviku. Sýningin er endurunnin og er verkið nú leikið í heild sinni í Akureyrarkirkju sem þykir kirkjan henta umfjöllunarefni verksins vel. Ausa er mannbætandi sýning þar sem birtist einlæg, falleg en oft drepfyndin sýn níu ára barns á lífið sem hún fær ekki að lifa. Þýðingu gerði Jón Viðar Jónsson og María Reyndal leikstýrði. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á eftirmiðdagssýningu á föstudaginn langa kl. 16. Nú er um að gera fyrir norðanmenn og gesti þeirra að skjótast í leikhús.
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira