Straumsvíkurkosningin hefur ekkert gildi að lögum 2. apríl 2007 06:45 Jón Sigurðsson segir ákvörðunina um að hafna stækkun þess ekki hafa neitt gildi að lögum. Steingrímur J. Sigfússon segir það lýðræðislega óhæfu ef menn ætla sér ekki að virða þessa niðurstöðu. „Það er ekki hægt að tala um neinn sigurvegara í kosningum sem fara á þessa leið. Miklu frekar væri þá að tala um bræðrabyltu," segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu kosninga um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Hann telur mikilvægt að skýrar reglur gildi um íbúakosningnar sem þessar. „Nú er það þannig að þessi ákvörðun hefur ekkert gildi að lögum. Sveitarstjórnin hefur allt vald og alla ábyrgð og getur breytt henni á morgun ef henni sýnist svo. Í þeim skilningi stenst hún að minnsta kosti ekki fram yfir næstu kosningar." Jón segist það einnig ákaflega óheppilegt að atkvæðagreiðsla sem þessi snúist gegn einu fyrirtæki. „Það er andstætt öllu frelsi í atvinnulífi og allri jafnræðisreglu." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur niðurstöðuna sögulegan sigur. „Í fyrsta lagi sigur lýðræðisins yfir afli peninganna og því hvernig stórfyrirtækið og bakhjarlar þess beittu sér. Í öðru lagi er þetta tímamótasigur í umhverfisbaráttunni." Hann segir það alveg skýrt í sínum huga að niðurstaðan er bindandi. „Það væri lýðræðisleg óhæfa og myndi valda stórstyrjöld ef menn ætluðu ekki að virða þessa niðurstöðu. Og það er enginn vafi í mínum huga að hún er hluti af vitundarvakningunni og breytingunni í þjóðarsálinni í þessum málum almennt." Jón Sigurðsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ánægjulegt hversu góð kosningaþátttakan hafi verið. „Ég hefði kosið meira afgerandi niðurstöðu, sama á hvorn veginn þetta hefði farið, en þetta er niðurstaðan og það ber að fara eftir henni þótt þetta hafi verið knappt." Hún segir mikla pólitík hafa verið í kosningunum og að sér finnist skoðanaleysi forystumanna Samfylkingarinnar standa upp úr að þeim loknum. „Menn verða að koma hreint til dyranna en ekki að skýla sér á bak við íbúaatkvæðagreiðsluna eða þjóðaratkvæðagreiðslu í framtíðinni. Sem kjörnir fulltrúar verða menn að þora að taka afstöðu, annars eru þeir einfaldlega embættismenn." Steingrímur J. Sigfússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir hina miklu kosningaþátttöku vera sigur fyrir lýðræðið og frábæran vitnisburð um að stefna Samfylkingarinnar um beint íbúalýðræði virki. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lagði málið fyrir kjósendur og það voru engin skilyrði sett önnur en þau að einfaldur meirihluti réði. Það er algerlega ljóst að siðferðislega og pólitískt er bæjarstjórnin því bundin af þessari niðurstöðu." Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór. En ég held að það sé fyrst og fremst það að fólk vill fara sér hægar í stóriðjumálum." Kosningar 2007 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
„Það er ekki hægt að tala um neinn sigurvegara í kosningum sem fara á þessa leið. Miklu frekar væri þá að tala um bræðrabyltu," segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu kosninga um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Hann telur mikilvægt að skýrar reglur gildi um íbúakosningnar sem þessar. „Nú er það þannig að þessi ákvörðun hefur ekkert gildi að lögum. Sveitarstjórnin hefur allt vald og alla ábyrgð og getur breytt henni á morgun ef henni sýnist svo. Í þeim skilningi stenst hún að minnsta kosti ekki fram yfir næstu kosningar." Jón segist það einnig ákaflega óheppilegt að atkvæðagreiðsla sem þessi snúist gegn einu fyrirtæki. „Það er andstætt öllu frelsi í atvinnulífi og allri jafnræðisreglu." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur niðurstöðuna sögulegan sigur. „Í fyrsta lagi sigur lýðræðisins yfir afli peninganna og því hvernig stórfyrirtækið og bakhjarlar þess beittu sér. Í öðru lagi er þetta tímamótasigur í umhverfisbaráttunni." Hann segir það alveg skýrt í sínum huga að niðurstaðan er bindandi. „Það væri lýðræðisleg óhæfa og myndi valda stórstyrjöld ef menn ætluðu ekki að virða þessa niðurstöðu. Og það er enginn vafi í mínum huga að hún er hluti af vitundarvakningunni og breytingunni í þjóðarsálinni í þessum málum almennt." Jón Sigurðsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ánægjulegt hversu góð kosningaþátttakan hafi verið. „Ég hefði kosið meira afgerandi niðurstöðu, sama á hvorn veginn þetta hefði farið, en þetta er niðurstaðan og það ber að fara eftir henni þótt þetta hafi verið knappt." Hún segir mikla pólitík hafa verið í kosningunum og að sér finnist skoðanaleysi forystumanna Samfylkingarinnar standa upp úr að þeim loknum. „Menn verða að koma hreint til dyranna en ekki að skýla sér á bak við íbúaatkvæðagreiðsluna eða þjóðaratkvæðagreiðslu í framtíðinni. Sem kjörnir fulltrúar verða menn að þora að taka afstöðu, annars eru þeir einfaldlega embættismenn." Steingrímur J. Sigfússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir hina miklu kosningaþátttöku vera sigur fyrir lýðræðið og frábæran vitnisburð um að stefna Samfylkingarinnar um beint íbúalýðræði virki. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lagði málið fyrir kjósendur og það voru engin skilyrði sett önnur en þau að einfaldur meirihluti réði. Það er algerlega ljóst að siðferðislega og pólitískt er bæjarstjórnin því bundin af þessari niðurstöðu." Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór. En ég held að það sé fyrst og fremst það að fólk vill fara sér hægar í stóriðjumálum."
Kosningar 2007 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira