Málflutningur frjálslyndra sagður vera ógeðfelldur 2. apríl 2007 06:45 „Ég verð að viðurkenna það að málflutningur Frjálslyndra, meðal annars á ýmsum framboðsfundum sem þeir hafa verið á með okkar fólki og eins á bloggsíðum, hefur okkur þótt mjög ógeðfelldur. Mér sýnist á auglýsingunni í Fréttablaðinu í dag að þetta sé málefni sem þeir ætli beinlínis að gera út á í kosningabaráttunni og um það hef ég bara að segja á þessu stigi að það lofar ekki góðu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, um heilsíðuauglýsingu Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu í gær. Yfirskrift auglýsingarinnar er: „Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls?“ Þar segir enn fremur að flokkurinn ætli að beita sér fyrir því að undanþága í EES-samningnum um innflutning verkafólks verði nýtt og honum stjórnað. Ingibjörg segir þessa stefnu jafngilda því að Íslendingar segi sig frá Evrópska efnahagssvæðinu. „Við í Samfylkingunni teljum engar þær aðstæður í samfélaginu sem réttlæti að gripið sé til einhverra neyðarráðstafana vegna innflytjenda eins og þeir eru að boða í þessari auglýsingu. Við tökum ekki þátt í svoleiðis, það er alveg ljóst.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var staddur í Færeyjum í gær og hafði ekki séð auglýsinguna en heyrt af henni símleiðis. Hann telur þessa stefnu geta haft áhrif á mögulegt stjórnarsamstarf með Frjálslyndum. „ Það er engin leið að neita því að þetta getur vissulega haft áhrif og orðið afdrifaríkt. Ég er dapur yfir því að heyra þessar fréttir að þeir ætli að halda áfram að fikra sig inn á þessa braut. Meira vil ég ekki segja að svo stöddu.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, telur engar líkur á að þessi stefna flokksins marki endalok hins svokallað kaffibandalags stjórnarandstöðuflokkanna. „Við erum að benda á staðreyndir í þessari auglýsingu og að kalla eftir því að þjóðin taki afstöðu til þessara mála. Ef hinir flokkarnir vilja reyna að þagga þessa umræðu í hel með hótunum um að þeir vilji ekki tala við okkur eða vinna með okkur, þá er það til marks um að það eru óábyrgir stjórnmálamenn í þessum flokkum sem þora ekki að taka umræðuna. Þannig eiga stjórnmálamenn ekki að vinna.“ Kosningar 2007 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
„Ég verð að viðurkenna það að málflutningur Frjálslyndra, meðal annars á ýmsum framboðsfundum sem þeir hafa verið á með okkar fólki og eins á bloggsíðum, hefur okkur þótt mjög ógeðfelldur. Mér sýnist á auglýsingunni í Fréttablaðinu í dag að þetta sé málefni sem þeir ætli beinlínis að gera út á í kosningabaráttunni og um það hef ég bara að segja á þessu stigi að það lofar ekki góðu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, um heilsíðuauglýsingu Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu í gær. Yfirskrift auglýsingarinnar er: „Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls?“ Þar segir enn fremur að flokkurinn ætli að beita sér fyrir því að undanþága í EES-samningnum um innflutning verkafólks verði nýtt og honum stjórnað. Ingibjörg segir þessa stefnu jafngilda því að Íslendingar segi sig frá Evrópska efnahagssvæðinu. „Við í Samfylkingunni teljum engar þær aðstæður í samfélaginu sem réttlæti að gripið sé til einhverra neyðarráðstafana vegna innflytjenda eins og þeir eru að boða í þessari auglýsingu. Við tökum ekki þátt í svoleiðis, það er alveg ljóst.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var staddur í Færeyjum í gær og hafði ekki séð auglýsinguna en heyrt af henni símleiðis. Hann telur þessa stefnu geta haft áhrif á mögulegt stjórnarsamstarf með Frjálslyndum. „ Það er engin leið að neita því að þetta getur vissulega haft áhrif og orðið afdrifaríkt. Ég er dapur yfir því að heyra þessar fréttir að þeir ætli að halda áfram að fikra sig inn á þessa braut. Meira vil ég ekki segja að svo stöddu.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, telur engar líkur á að þessi stefna flokksins marki endalok hins svokallað kaffibandalags stjórnarandstöðuflokkanna. „Við erum að benda á staðreyndir í þessari auglýsingu og að kalla eftir því að þjóðin taki afstöðu til þessara mála. Ef hinir flokkarnir vilja reyna að þagga þessa umræðu í hel með hótunum um að þeir vilji ekki tala við okkur eða vinna með okkur, þá er það til marks um að það eru óábyrgir stjórnmálamenn í þessum flokkum sem þora ekki að taka umræðuna. Þannig eiga stjórnmálamenn ekki að vinna.“
Kosningar 2007 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira