Stórkostlegur heiður 5. apríl 2007 15:15 KK tekur á móti heiðursnafnbótinni úr höndum Björgvins Gíslasonar. Halldór Bragason stendur til hliðar. MYNND/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK, var kjörinn Blúsmaður ársins við setningu Blúshátíðar í Reykjavík á Hótel Nordica í fyrrakvöld. Það var Blúsfélag Reykjavíkur sem sæmdi KK nafnbótinni. Þeir sem áður hafa hlotið þennan heiður eru Magnús Eiríksson (2004), Björgvin Gíslason (2005) og Andrea Gylfadóttir (2006). „Það er stórkostlegur heiður að fá að vera með þessum mönnum, Magnúsi Eiríkíks, Björgvini Gísla og síðan Andreu Gylfa. Að fá að sitja með þeim til sætis sem blúsmaður er frábært,“ segir KK. Eftir að hann tók á móti viðurkenningunni tók hann lagið með hljómsveitinni Frakkarnir, þar sem Björgvin Gíslason er einmitt einn meðlima. „Þetta er bandið sem ég er búinn að vera að leita að. Ég spilaði á munnhörpu og söng og Gummi [Guðmundur Pétursson] og Björgvin spiluðu á gítar. Þeir voru svo afslappaðir gagnvart hvor öðrum og voru ekkert í neinum sóló-einvígjum,“ segir hann og hlær. KK segist ekki hafa átt von á þessum heiðursverðlaunum. „Þetta er mikill heiður sem mér er sýndur og mjög gaman að fá þessa nafnbót. Þetta er gaman á ferilsskrána og maður er bara snortinn, blússnortinn.“ KK hefur árum saman verið í fararbroddi í blústónlist á Íslandi. Á síðasta ári gaf hann út plötuna Blús sem hlaut einróma lof gagnrýnenda en hann vakti fyrst athygli hér á landi með KK-bandinu. Á meðal vinsælustu laga þeirrar sveitar voru Bein leið og Vegbúinn. Hann segist alla tíð hafa verið mikill blúsari. „Það byrja allir á þessu því þetta er svo þægileg tónlist til þess. Þegar maður fór að hlusta á rokkið fórum við að sjá nöfn eins Robert Johnson og Muddy Waters. Þetta er vagga dægurlagatónlistarinnar. „Blues had a baby and they called it rock n" roll“. Síðan eru barnabörnin óteljandi eins og rapp, hip hop og dauðarokk.“ KK spilar næst í Fríkirkjunni annað kvöld á Blúshátíð Reykjavíkur. Þar koma einnig fram Zora Young, Andrea Gylfadóttir, Lay Low, Brynhildur Björnsdóttir og Goðsagnir Íslands. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK, var kjörinn Blúsmaður ársins við setningu Blúshátíðar í Reykjavík á Hótel Nordica í fyrrakvöld. Það var Blúsfélag Reykjavíkur sem sæmdi KK nafnbótinni. Þeir sem áður hafa hlotið þennan heiður eru Magnús Eiríksson (2004), Björgvin Gíslason (2005) og Andrea Gylfadóttir (2006). „Það er stórkostlegur heiður að fá að vera með þessum mönnum, Magnúsi Eiríkíks, Björgvini Gísla og síðan Andreu Gylfa. Að fá að sitja með þeim til sætis sem blúsmaður er frábært,“ segir KK. Eftir að hann tók á móti viðurkenningunni tók hann lagið með hljómsveitinni Frakkarnir, þar sem Björgvin Gíslason er einmitt einn meðlima. „Þetta er bandið sem ég er búinn að vera að leita að. Ég spilaði á munnhörpu og söng og Gummi [Guðmundur Pétursson] og Björgvin spiluðu á gítar. Þeir voru svo afslappaðir gagnvart hvor öðrum og voru ekkert í neinum sóló-einvígjum,“ segir hann og hlær. KK segist ekki hafa átt von á þessum heiðursverðlaunum. „Þetta er mikill heiður sem mér er sýndur og mjög gaman að fá þessa nafnbót. Þetta er gaman á ferilsskrána og maður er bara snortinn, blússnortinn.“ KK hefur árum saman verið í fararbroddi í blústónlist á Íslandi. Á síðasta ári gaf hann út plötuna Blús sem hlaut einróma lof gagnrýnenda en hann vakti fyrst athygli hér á landi með KK-bandinu. Á meðal vinsælustu laga þeirrar sveitar voru Bein leið og Vegbúinn. Hann segist alla tíð hafa verið mikill blúsari. „Það byrja allir á þessu því þetta er svo þægileg tónlist til þess. Þegar maður fór að hlusta á rokkið fórum við að sjá nöfn eins Robert Johnson og Muddy Waters. Þetta er vagga dægurlagatónlistarinnar. „Blues had a baby and they called it rock n" roll“. Síðan eru barnabörnin óteljandi eins og rapp, hip hop og dauðarokk.“ KK spilar næst í Fríkirkjunni annað kvöld á Blúshátíð Reykjavíkur. Þar koma einnig fram Zora Young, Andrea Gylfadóttir, Lay Low, Brynhildur Björnsdóttir og Goðsagnir Íslands.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira