Kokkurinn í Karíbahafinu 15. apríl 2007 00:01 tekið á móti verðlaununum Haukur Ágústsson, sem skrifaði texta við myndir bókarinnar ásamt Völundi og Hreini Hreinssyni, ljósmyndara bókarinnar. Síðastliðin sjö ár hefur Völundur búið á einni af fallegustu eyjum Bahamaeyja; Grand Bahamas, og rekið þar veitingastað. Hann er vel þekktur meðal eyjarskeggja, sem telja um 40.000, og sértu Íslendingur í tollinum á Bahamaeyjum hrópa tollararnir upp yfir sig: „Ah, you"re from Iceland? We have an Icelandic chef here; Volla!“ Skiljanlegt. Enda sló veitingastaðurinn Ferry House sem Völli átti og rak um nokkurra ára skeið í gegn hjá eyjarskeggjum og vöktu frumlegar auglýsingar fyrir veitingastaðinn athygli. En þar kafaði Völli með hákörlum, sökkti eldhúsi og ótal margt fleira. Þóra og Völundur giftu sig síðasta sumar og undanfarnar vikur hafa verið afar viðburðaríkar í lífi þeirra. Bæði opnaði Völli nýjan veitingastað á eyjunni og stefnir að því að opna tvo til viðbótar og svo eru þau nýkomin frá Kína þar sem Völli, ásamt Hreini Hreinssyni ljósmyndara og Hauki Ágústssyni sem skrifaði textann í bókinni, tóku á móti verðlaunum fyrir bókina Delicious Iceland.Óvænt verðlaun úr austrigift en ekki í sambúð Þóra bíður enn eftir því að fá dvalarleyfi á Bahamaeyjum þannig að enn sem komið er flýgur hún á milli Íslands og Bahamaeyja á nokkurra mánaða fresti. Fréttablaðið/heiðaVerðlaunin, The Gourmet Cookbook Awards, eru gríðarlega virt í matar- og vínbókageiranum og því er það einstakur heiður að Völundur skuli hafa hlotið verðlaunin. Um þau keppa um 6.000 bækur í 34 flokkum og Völundur var því einn af fáum sem hlutu verðlaun, fékk sérstök heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi árangur með bók sína. En hvernig kom það til að bók hans rataði í þessa keppni? „Salka, bókaforlagið sem gefur hana út, var með hana á bókasýningu í Frankfurt síðastliðið haust og þangað kemur maður frá þessari keppni og biður sérstaklega um að fá hana í keppnina. Í byrjun janúar fáum við svo fréttir af því að verðlauna eigi bókina og það muni gerast í Kína. Kínverski matarbókamarkaðurinn fer ört vaxandi í heiminum og skipuleggjendum keppninnar fannst tilvalið að halda keppnina þar,“ segir Völundur en keppnin hefur verið haldin í tólf ár, víða um heim, til dæmis í Ástralíu og þarsíðast í Malasíu. Sem fyrr segir hefur Jamie Oliver hlotið þessi verðlaun og Völundur fékk nú og af öðrum frægum má nefna einkakokk Opruh Winfrey, enn hann vann til verðlauna í einum flokknum nú í ár.Hanahaus í KínaMatreiðslubókaiðnurinn er orðinn afar stór og á hverju ári er talið að gefnar séu út um 24.000 matreiðslubækur. Það er því af nógu að taka og Völundur segir að þessi verðlaun hafi mikla þýðingu fyrir hann. „Á svona verðlaunahátíð kemst maður í samband við mikið af útgefendum og dreifingaraðilum, sem hjálpar til við að markaðssetja bókina enn frekar. Að komast með bókina inn í lönd sem mann hafði ekki dreymt um að geta selt hana í er frábært og svo er auðvitað gott að fá límmiðann um verðlaunin á bókina; það er viss gæðastimpill,“ útskýrir Völli. Þessa dagana er verið að þýða bókina á íslensku en hingað til hefur hún fyrst og fremst verið hugsuð fyrir túrista sem og erlendan markað. Einnig er önnur minni bók á leiðinni sem er eins konar sérútgáfa af bókinni. Uppgangurinn er mikill. Völli og Þóra eru einnig að framleiða sjónvarpsþætti sem ganga út á sömu hugmyndafræði og bókin. Með þeim í för er Hreinn Hreinsson en samstarf hans og Völla hefur í gegnum árin gefið af sér fjölda matreiðsluþátta auk bókarinnar Delicious Iceland. Þættirnir eru eingöngu hugsaðir fyrir erlendan markað og greinilegt að ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur enda engin ástæða til. Þóra, sem flestum Íslendingum er hvað frægust fyrir að vera Birta í Stundinni okkar, var með Völla í för út til Kína og segir ferðina hafa verið mikið ævintýri. „Fyrst fannst okkur þetta bara spennandi – jú, jú, af hverju ekki að skella okkur til Kína? En svo þegar við komum út og sáum hvað þetta var stórt allt saman fékk maður í magann. Völli heldur því að vísu fram að hann muni ekki borða kínverskan mat næstu vikurnar en það var mikil lífsreynsla að snæða úti á veitingastöðum þar sem matseðlar voru oft einungis á kínversku. Þá var bara bent og þar sem Kínverjar eru mikið fyrir það að henda hráefninu í heilum pörtum í réttina fengum við til dæmis einu sinni heilan haus af hana í einum réttinum. Það verður að viðurkennast að stemningin minnkaði aðeins þá við borðið.“Stórhuga hjónÞað er í fleiru að snúast hjá þeim hjónakornum en að taka á móti verðlaunum í Kína. Síðan Þóra hætti með Stundina okkar hefur hún meðal annars setið sveitt við skriftir og er nú með vikulega pistla á Rás 2. Hún er á fullu við að skrifa sitt eigið efni auk þess sem hún er núna að þýða bók um japanska matarmenningu og segir Völla því vera í gíslingu japanskrar matargerðar þessa dagana. Fjölskylduhagir eru þó ekki beint Gallup-spurningalistavænir því þau Völli eru gift en samt ekki alveg í sambúð. Dvalarleyfi Þóru á Bahamaeyjum er ennþá ofan í cheerios-pakkanum þannig að hún flýgur mikið á milli en hún má dvelja um níutíu daga í senn úti. Þóra er því talsvert á faraldsfæti en segir að sér leiðist það ekki, það sé frábært að komast frá glundroðanum hér heim og út og eins líka gott að koma aftur heim og endurnýja kynnin við norðangaddinn. Lífið úti er þó eins og paradís, ekki bara skattaparadís sem gerir veitingamönnum kleift að stunda atvinnugrein sína og lifa af henni, heldur líka veðráttu- og náttúruparadís. Eyjan er ekki túristaveldi eins og Spánn. Þar er hvítur sandur og fallegar strendur. „Lífið hérna er dásamlegt. Ég er þessa dagana að ná mér í köfunarréttindi, þannig að bráðum verð ég orðin löggild innan um risaskjaldbökurnar og höfrungana. Þetta er auðvitað eins og í Finding Nemo,“ segir Þóra. „Annars erum við búin að vera á haus því við vorum að opna veitingastað úti tveimur dögum áður en við héldum til Kína. Ég hjálpaði Völla með það sem sneri að útliti staðarins og hönnun og þetta er búið að vera heilmikið verkefni.“ Og er það rétt sem heyrst hefur að þeir verði þrír? Völundur brosir. „Við erum strax farin að vinna í þeim næsta.“Orlando Bloom í kvöldmatMikið af milljarðamæringum heimsækir eyjuna sem og túristar en lítið er um góða veitingastaði. Völundur sér því mikil tækifæri fram undan. Matvöruverslanir eru slakar og ekki eitt bakarí á eyjunni. Völundur hætti með fyrri veitingastað sinn þegar nýir fjárfestar komu inn í hann og Þóra segir eyjarskeggja hafa beðið með eftirvæntingu eftir því að Völli opnaði nýjan stað enda var Ferry House einn besti veitingastaður eyjarinnar. Og það eru ekki bara óbreyttir eyjaskeggjar sem sækja staðinn hans Völla því til hans kemur mikið af frægasta fólki þessa heims. Völli er mjög sýnilegur á veitingastað sínum, skemmtikraftur í eðli sínu og óhræddur við að nálgast kóng sem prest. Þóra segir til dæmis að eitt skiptið hafi Völli hringt í hana og sagt að Orlando Bloom væri á leiðinni heim til þeirra í mat. Úr varð fimm manna matarboð þar sem Þóra og Völli, Orlando Bloom, Kate Bosworth og besti vinur sátu til borðs. Völli er vinsamlegast beðinn um að telja fleiri þekkta Íslendinga sem eru fastagestir hjá honum. „O.J. Simpson er góðkunningi minn, en hann dvelst mikið á eyjunni. Hann er orðinn nokkuð gamall og lúinn, verður að segjast, en hann er fínn kall. Gene Hackman, Jerry Bruckheimer og Geoffrey Rush hafa verið meðal fastagesta svo einhverjir séu nefndir.“ Völli segir aðallistina vera að finna gott starfsfólk á Bahamaeyjum, hann geri miklar kröfur til starfsfólks síns, sendi það um allan heim á námskeið og því hafi hann núna með sér gamla starfsfólkið á Ferry House svo hann þarf ekki að þjálfa upp nýjan mannskap, sem er mikill plús. Staðurinn hefur fremur alþýðlegt yfirbragð en sá næsti verður háklassa veitingastaður með góðri fundaraðstöðu og einnig er bakarí eitt af því sem er á teikniborðinu. En stendur ekkert til að opna stað fyrir Íslendingana? „Þeir verða enn sem komið er bara að koma til Bahamaeyja og til mín hefur komið nokkuð af löndum mínum. En skattaumhverfið á Íslandi býður ekki upp á að mann langi í það hark að halda úti veitingastað. Engu að síður eigum við sumt hæfileikaríkasta fólk heims og kunnátta matreiðslumanna hér á landi er ótrúleg, ein sú besta í heiminum. Ég hugsa að það sé einhver ævintýraþrá eða metnaðargirni sem gerir það að verkum að Íslendingar eru á þeim stað sem þeir eru í dag. n Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Síðastliðin sjö ár hefur Völundur búið á einni af fallegustu eyjum Bahamaeyja; Grand Bahamas, og rekið þar veitingastað. Hann er vel þekktur meðal eyjarskeggja, sem telja um 40.000, og sértu Íslendingur í tollinum á Bahamaeyjum hrópa tollararnir upp yfir sig: „Ah, you"re from Iceland? We have an Icelandic chef here; Volla!“ Skiljanlegt. Enda sló veitingastaðurinn Ferry House sem Völli átti og rak um nokkurra ára skeið í gegn hjá eyjarskeggjum og vöktu frumlegar auglýsingar fyrir veitingastaðinn athygli. En þar kafaði Völli með hákörlum, sökkti eldhúsi og ótal margt fleira. Þóra og Völundur giftu sig síðasta sumar og undanfarnar vikur hafa verið afar viðburðaríkar í lífi þeirra. Bæði opnaði Völli nýjan veitingastað á eyjunni og stefnir að því að opna tvo til viðbótar og svo eru þau nýkomin frá Kína þar sem Völli, ásamt Hreini Hreinssyni ljósmyndara og Hauki Ágústssyni sem skrifaði textann í bókinni, tóku á móti verðlaunum fyrir bókina Delicious Iceland.Óvænt verðlaun úr austrigift en ekki í sambúð Þóra bíður enn eftir því að fá dvalarleyfi á Bahamaeyjum þannig að enn sem komið er flýgur hún á milli Íslands og Bahamaeyja á nokkurra mánaða fresti. Fréttablaðið/heiðaVerðlaunin, The Gourmet Cookbook Awards, eru gríðarlega virt í matar- og vínbókageiranum og því er það einstakur heiður að Völundur skuli hafa hlotið verðlaunin. Um þau keppa um 6.000 bækur í 34 flokkum og Völundur var því einn af fáum sem hlutu verðlaun, fékk sérstök heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi árangur með bók sína. En hvernig kom það til að bók hans rataði í þessa keppni? „Salka, bókaforlagið sem gefur hana út, var með hana á bókasýningu í Frankfurt síðastliðið haust og þangað kemur maður frá þessari keppni og biður sérstaklega um að fá hana í keppnina. Í byrjun janúar fáum við svo fréttir af því að verðlauna eigi bókina og það muni gerast í Kína. Kínverski matarbókamarkaðurinn fer ört vaxandi í heiminum og skipuleggjendum keppninnar fannst tilvalið að halda keppnina þar,“ segir Völundur en keppnin hefur verið haldin í tólf ár, víða um heim, til dæmis í Ástralíu og þarsíðast í Malasíu. Sem fyrr segir hefur Jamie Oliver hlotið þessi verðlaun og Völundur fékk nú og af öðrum frægum má nefna einkakokk Opruh Winfrey, enn hann vann til verðlauna í einum flokknum nú í ár.Hanahaus í KínaMatreiðslubókaiðnurinn er orðinn afar stór og á hverju ári er talið að gefnar séu út um 24.000 matreiðslubækur. Það er því af nógu að taka og Völundur segir að þessi verðlaun hafi mikla þýðingu fyrir hann. „Á svona verðlaunahátíð kemst maður í samband við mikið af útgefendum og dreifingaraðilum, sem hjálpar til við að markaðssetja bókina enn frekar. Að komast með bókina inn í lönd sem mann hafði ekki dreymt um að geta selt hana í er frábært og svo er auðvitað gott að fá límmiðann um verðlaunin á bókina; það er viss gæðastimpill,“ útskýrir Völli. Þessa dagana er verið að þýða bókina á íslensku en hingað til hefur hún fyrst og fremst verið hugsuð fyrir túrista sem og erlendan markað. Einnig er önnur minni bók á leiðinni sem er eins konar sérútgáfa af bókinni. Uppgangurinn er mikill. Völli og Þóra eru einnig að framleiða sjónvarpsþætti sem ganga út á sömu hugmyndafræði og bókin. Með þeim í för er Hreinn Hreinsson en samstarf hans og Völla hefur í gegnum árin gefið af sér fjölda matreiðsluþátta auk bókarinnar Delicious Iceland. Þættirnir eru eingöngu hugsaðir fyrir erlendan markað og greinilegt að ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur enda engin ástæða til. Þóra, sem flestum Íslendingum er hvað frægust fyrir að vera Birta í Stundinni okkar, var með Völla í för út til Kína og segir ferðina hafa verið mikið ævintýri. „Fyrst fannst okkur þetta bara spennandi – jú, jú, af hverju ekki að skella okkur til Kína? En svo þegar við komum út og sáum hvað þetta var stórt allt saman fékk maður í magann. Völli heldur því að vísu fram að hann muni ekki borða kínverskan mat næstu vikurnar en það var mikil lífsreynsla að snæða úti á veitingastöðum þar sem matseðlar voru oft einungis á kínversku. Þá var bara bent og þar sem Kínverjar eru mikið fyrir það að henda hráefninu í heilum pörtum í réttina fengum við til dæmis einu sinni heilan haus af hana í einum réttinum. Það verður að viðurkennast að stemningin minnkaði aðeins þá við borðið.“Stórhuga hjónÞað er í fleiru að snúast hjá þeim hjónakornum en að taka á móti verðlaunum í Kína. Síðan Þóra hætti með Stundina okkar hefur hún meðal annars setið sveitt við skriftir og er nú með vikulega pistla á Rás 2. Hún er á fullu við að skrifa sitt eigið efni auk þess sem hún er núna að þýða bók um japanska matarmenningu og segir Völla því vera í gíslingu japanskrar matargerðar þessa dagana. Fjölskylduhagir eru þó ekki beint Gallup-spurningalistavænir því þau Völli eru gift en samt ekki alveg í sambúð. Dvalarleyfi Þóru á Bahamaeyjum er ennþá ofan í cheerios-pakkanum þannig að hún flýgur mikið á milli en hún má dvelja um níutíu daga í senn úti. Þóra er því talsvert á faraldsfæti en segir að sér leiðist það ekki, það sé frábært að komast frá glundroðanum hér heim og út og eins líka gott að koma aftur heim og endurnýja kynnin við norðangaddinn. Lífið úti er þó eins og paradís, ekki bara skattaparadís sem gerir veitingamönnum kleift að stunda atvinnugrein sína og lifa af henni, heldur líka veðráttu- og náttúruparadís. Eyjan er ekki túristaveldi eins og Spánn. Þar er hvítur sandur og fallegar strendur. „Lífið hérna er dásamlegt. Ég er þessa dagana að ná mér í köfunarréttindi, þannig að bráðum verð ég orðin löggild innan um risaskjaldbökurnar og höfrungana. Þetta er auðvitað eins og í Finding Nemo,“ segir Þóra. „Annars erum við búin að vera á haus því við vorum að opna veitingastað úti tveimur dögum áður en við héldum til Kína. Ég hjálpaði Völla með það sem sneri að útliti staðarins og hönnun og þetta er búið að vera heilmikið verkefni.“ Og er það rétt sem heyrst hefur að þeir verði þrír? Völundur brosir. „Við erum strax farin að vinna í þeim næsta.“Orlando Bloom í kvöldmatMikið af milljarðamæringum heimsækir eyjuna sem og túristar en lítið er um góða veitingastaði. Völundur sér því mikil tækifæri fram undan. Matvöruverslanir eru slakar og ekki eitt bakarí á eyjunni. Völundur hætti með fyrri veitingastað sinn þegar nýir fjárfestar komu inn í hann og Þóra segir eyjarskeggja hafa beðið með eftirvæntingu eftir því að Völli opnaði nýjan stað enda var Ferry House einn besti veitingastaður eyjarinnar. Og það eru ekki bara óbreyttir eyjaskeggjar sem sækja staðinn hans Völla því til hans kemur mikið af frægasta fólki þessa heims. Völli er mjög sýnilegur á veitingastað sínum, skemmtikraftur í eðli sínu og óhræddur við að nálgast kóng sem prest. Þóra segir til dæmis að eitt skiptið hafi Völli hringt í hana og sagt að Orlando Bloom væri á leiðinni heim til þeirra í mat. Úr varð fimm manna matarboð þar sem Þóra og Völli, Orlando Bloom, Kate Bosworth og besti vinur sátu til borðs. Völli er vinsamlegast beðinn um að telja fleiri þekkta Íslendinga sem eru fastagestir hjá honum. „O.J. Simpson er góðkunningi minn, en hann dvelst mikið á eyjunni. Hann er orðinn nokkuð gamall og lúinn, verður að segjast, en hann er fínn kall. Gene Hackman, Jerry Bruckheimer og Geoffrey Rush hafa verið meðal fastagesta svo einhverjir séu nefndir.“ Völli segir aðallistina vera að finna gott starfsfólk á Bahamaeyjum, hann geri miklar kröfur til starfsfólks síns, sendi það um allan heim á námskeið og því hafi hann núna með sér gamla starfsfólkið á Ferry House svo hann þarf ekki að þjálfa upp nýjan mannskap, sem er mikill plús. Staðurinn hefur fremur alþýðlegt yfirbragð en sá næsti verður háklassa veitingastaður með góðri fundaraðstöðu og einnig er bakarí eitt af því sem er á teikniborðinu. En stendur ekkert til að opna stað fyrir Íslendingana? „Þeir verða enn sem komið er bara að koma til Bahamaeyja og til mín hefur komið nokkuð af löndum mínum. En skattaumhverfið á Íslandi býður ekki upp á að mann langi í það hark að halda úti veitingastað. Engu að síður eigum við sumt hæfileikaríkasta fólk heims og kunnátta matreiðslumanna hér á landi er ótrúleg, ein sú besta í heiminum. Ég hugsa að það sé einhver ævintýraþrá eða metnaðargirni sem gerir það að verkum að Íslendingar eru á þeim stað sem þeir eru í dag. n
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira