Misráðin Simpson-talsetning 16. apríl 2007 10:15 Steinn Ármann er ekki par hrifinn af því að verið sé að talsetja Simpsons-fjölskylduna. „Ég held að þetta verði eitthvað hálf útvatnað og það er ekki gáfulegt að láta misgóða íslenska leikara klæmast á þessu,“ segir Steinn Ármann Magnússon, spurður um hvernig honum lítist á íslenska talsetningu Simpsons-kvikmyndarinnar. Hann er mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna en Radíusbræðurnir góðkunnu fóru aldrei leynt með að húmor þeirra hefði mótast af áhorfi á ævintýri Hómers og fjölskyldu. „Mér finnst þættirnir nú ekki vera það mikið barnaefni að þetta sé nauðsynlegt,“ bætir Steinn við. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í vikunni þá verður kvikmynd um gulu fjölskylduna frá Springfield heimsfrumsýnd á Íslandi í sumar. Og til stendur að talsetja myndina. Þetta hefur hins vegar mælst misjafnlega vel fyrir hjá aðdáendum Simpsons-fjölskyldunnar og víða á netinu má sjá netverja segja sitt álit á þessu. Á íslensku Vafalítið verður forvitnilegt að heyra hvernig hið víðfræga orðatiltæki „eat my shorts“ kemur til með að hljóma á íslensku. Steinn Ármann viðurkennir þó að hann hafi verið prófaður fyrir hlutverk fjölskylduföðurins misgáfulega en ekki fengið. „Það breytir því ekki að mér finnst þetta óþarfi,“ segir hann. Steinn segir að raddir þeirra persóna sem birtast í þættinum séu afrakstur áratugalangrar persónusköpunar. Það séu ekki síst þær sem hafi gert þáttinn að því sem hann er enda séu þeir ekkert sérstaklega vel teiknaðir. „Simpsons er ekkert Disney,“ lýsir Steinn yfir. Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég held að þetta verði eitthvað hálf útvatnað og það er ekki gáfulegt að láta misgóða íslenska leikara klæmast á þessu,“ segir Steinn Ármann Magnússon, spurður um hvernig honum lítist á íslenska talsetningu Simpsons-kvikmyndarinnar. Hann er mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna en Radíusbræðurnir góðkunnu fóru aldrei leynt með að húmor þeirra hefði mótast af áhorfi á ævintýri Hómers og fjölskyldu. „Mér finnst þættirnir nú ekki vera það mikið barnaefni að þetta sé nauðsynlegt,“ bætir Steinn við. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í vikunni þá verður kvikmynd um gulu fjölskylduna frá Springfield heimsfrumsýnd á Íslandi í sumar. Og til stendur að talsetja myndina. Þetta hefur hins vegar mælst misjafnlega vel fyrir hjá aðdáendum Simpsons-fjölskyldunnar og víða á netinu má sjá netverja segja sitt álit á þessu. Á íslensku Vafalítið verður forvitnilegt að heyra hvernig hið víðfræga orðatiltæki „eat my shorts“ kemur til með að hljóma á íslensku. Steinn Ármann viðurkennir þó að hann hafi verið prófaður fyrir hlutverk fjölskylduföðurins misgáfulega en ekki fengið. „Það breytir því ekki að mér finnst þetta óþarfi,“ segir hann. Steinn segir að raddir þeirra persóna sem birtast í þættinum séu afrakstur áratugalangrar persónusköpunar. Það séu ekki síst þær sem hafi gert þáttinn að því sem hann er enda séu þeir ekkert sérstaklega vel teiknaðir. „Simpsons er ekkert Disney,“ lýsir Steinn yfir.
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein