Tónleikar: Peter Bjorn and John - fjórar stjörnur 16. apríl 2007 09:00 Upphitunarböndin í fantaformi, góð stemning í salnum og Peter Bjorn án John nær gallalaus. Frábært tónleikakvöld. Það var þétt setinn bekkurinn á Nasa á föstudagskvöldið þegar sænska hljómsveitin Peter Bjorn and John steig á stokk. Steinþór Helgi Arnsteinsson var mættur á staðinn. Sprengjuhöllin hóf leikinn á Nasa þetta ágæta föstudagskvöld sem átti eftir að verða eftirminnilegt. Nokkur tæknileg vandamál urðu á vegi Sprengjuhallarinnar en hún bætti það upp með sinni einstöku spilagleði. Salurinn var reyndar nær tómur þegar Sprengjuhöllin steig á stokk en undir lokin höfðu fleiri bæst í hópinn og stuðið því fínt. Næstur var Pétur Ben en með framkomu sinni sannaði Pétur hversu stórfenglegur skemmtikraftur hann er. Með kassagítarinn einan að vopni hitaði Pétur skarann upp svo um munaði og var framúrskarandi. Ekki leið á löngu áður en aðalhljómsveit kvöldsins, Peter Bjorn and John, tölti síðan inn á sviðið. Þarna voru þeir þremenningarnir mættir; Peter á gítar, Bjorn á bassa og John á trommur. En nei, bíddu, þetta var ekki John á trommunum! Þetta voru þá bara Peter Bjorn og síðan einhver á trommunum. Sá reyndar stóð sig með stakri prýði og því var John-söknuðurinn ekki mikill. Þrátt fyrir að plata sveitinnar, Writer's Block, sé mín uppáhalds frá síðasta ári náði Peter Bjorn and ónefndur að fara fram úr mínum björtustu vonum á tónleikunum. Efni af fyrrnefndri plötu var eins og gefur að skilja áberandi en annars spilaði sveitin lög af öllum þrem plötum sveitarinnar. Salurinn tók lögunum fagnandi enda vel fullur og stemningin fín. Þannig ætlaði allt um koll að keyra þegar blísturslagið ógurlega, Young Folks, tók að óma enda líkegt að það hafi verið eina lagið sem meginþorri áhorfenda hafði heyrt með sveitinni. Flottur Pétur Ben og Sprengjuhöllin hituðu upp og stóðu sig vel.MYND/rósa Flutning lagsins verður líklegast að nefna sem einn af hápunktum kvöldsins. Ekkert toppaði þó flutning sveitarinnar á laginu Up Against the Wall sem var lagið fyrir uppklapp. Hressilega uppbyggt lag, alveg ótrúlega þétt og sveitin spilaði það af jafnvel enn meiri ákefð og krafti en á plötunni. Ég held að það verði ekki annað sagt en að allir hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð á tónleikunum enda flestir skælbrosandi þegar þeir gengu út. Löng biðröð við básinn sem seldi varning tengdan sveitinni sagði líka sína sögu. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Það var þétt setinn bekkurinn á Nasa á föstudagskvöldið þegar sænska hljómsveitin Peter Bjorn and John steig á stokk. Steinþór Helgi Arnsteinsson var mættur á staðinn. Sprengjuhöllin hóf leikinn á Nasa þetta ágæta föstudagskvöld sem átti eftir að verða eftirminnilegt. Nokkur tæknileg vandamál urðu á vegi Sprengjuhallarinnar en hún bætti það upp með sinni einstöku spilagleði. Salurinn var reyndar nær tómur þegar Sprengjuhöllin steig á stokk en undir lokin höfðu fleiri bæst í hópinn og stuðið því fínt. Næstur var Pétur Ben en með framkomu sinni sannaði Pétur hversu stórfenglegur skemmtikraftur hann er. Með kassagítarinn einan að vopni hitaði Pétur skarann upp svo um munaði og var framúrskarandi. Ekki leið á löngu áður en aðalhljómsveit kvöldsins, Peter Bjorn and John, tölti síðan inn á sviðið. Þarna voru þeir þremenningarnir mættir; Peter á gítar, Bjorn á bassa og John á trommur. En nei, bíddu, þetta var ekki John á trommunum! Þetta voru þá bara Peter Bjorn og síðan einhver á trommunum. Sá reyndar stóð sig með stakri prýði og því var John-söknuðurinn ekki mikill. Þrátt fyrir að plata sveitinnar, Writer's Block, sé mín uppáhalds frá síðasta ári náði Peter Bjorn and ónefndur að fara fram úr mínum björtustu vonum á tónleikunum. Efni af fyrrnefndri plötu var eins og gefur að skilja áberandi en annars spilaði sveitin lög af öllum þrem plötum sveitarinnar. Salurinn tók lögunum fagnandi enda vel fullur og stemningin fín. Þannig ætlaði allt um koll að keyra þegar blísturslagið ógurlega, Young Folks, tók að óma enda líkegt að það hafi verið eina lagið sem meginþorri áhorfenda hafði heyrt með sveitinni. Flottur Pétur Ben og Sprengjuhöllin hituðu upp og stóðu sig vel.MYND/rósa Flutning lagsins verður líklegast að nefna sem einn af hápunktum kvöldsins. Ekkert toppaði þó flutning sveitarinnar á laginu Up Against the Wall sem var lagið fyrir uppklapp. Hressilega uppbyggt lag, alveg ótrúlega þétt og sveitin spilaði það af jafnvel enn meiri ákefð og krafti en á plötunni. Ég held að það verði ekki annað sagt en að allir hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð á tónleikunum enda flestir skælbrosandi þegar þeir gengu út. Löng biðröð við básinn sem seldi varning tengdan sveitinni sagði líka sína sögu. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira