Seldi Danger Mouse tvö lög 4. maí 2007 08:30 Steve Sampling seldi hinum heimsfræga Danger Mouse tvö lög sem hann ætlar að nota á nýrri plötu. Bandaríski tónlistarmaðurinn Danger Mouse, annar helmingur Gnarls Barkley sem sló í gegn síðasta sumar með laginu Crazy, hefur keypt tvö lög af íslenska rapparanum Steve Sampling. „Ég vissi að hann hefði verið hérna fyrir tveimur árum og hitti hann þá á Prikinu og lét hann hafa demó. Ári seinna hafði hann samband við mig og vildi heyra meira dót. Ég valdi tvö lög og hann lét „labelið“ sitt kaupa þau af mér,“ segir Sampling, sem heitir réttu nafni Stefán Ólafsson. „Hann ætlar að nota þetta fyrir eitthvert nýtt alþjóðlegt „samstarfsproject“ sem hann er að vinna að.“Tilnefndur til Grammydanger mouse Danger Mouse er meðlimur dúettsins Gnarls Barkley sem sló í gegn með laginu Crazy.Auk þess að vera meðlimur hinnar vinsælu Gnarls Barkley hefur Danger Mouse getið sér gott orð sem upptökustjóri. Var hann tilnefndur til Grammy-verðlaunanna sem upptökustjóri fyrstu plötu Gnarls Barkley, St. Else-where og fyrir aðra plötu Gorillaz, Demon Days. Einnig tók hann upp fyrstu plötu hljómsveitar Damon Albarn, The Good, the Bad and the Queen. Fyrst vakti hann þó athygli fyrir plötu sína The Grey Album þar sem hann sauð Hvíta albúmi Bítlanna saman við The Black Album með Jay-Z. Lítill peningurDanger Mouse, sem heitir réttu nafni Brian Joseph Burton, var einmitt staddur á Íslandi í fríi með Damon Albarn þegar Stefán hitti hann. Höfðu þeir þá nýlokið við upptökur á Demon Days-plötunni. „Þetta er mjög fínn náungi. Hann er einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum í þessum geira. Þetta er alveg frábært og mikil viðurkenning fyrir mig,“ segir Stefán, sem segist ekki hafa fengið mikinn pening fyrir lögin sín. „Þetta er samt allt í lagi fyrir óþekktan gæja á Íslandi. Maður vonar að þetta veki einhverja athygli og maður veit ekki hverjum hann er búinn að leyfa að heyra þetta.“ Tvær plötur á leiðinniFram undan hjá Stefáni er að ljúka námi sínu í margmiðlunarfræði. Að auki er hann með tvær nýjar plötur í sigtinu sem koma út í sumar eða haust. Önnur er með hljómsveitinni Sampling og Ragúel en hin er önnur sólóplata hans. Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Danger Mouse, annar helmingur Gnarls Barkley sem sló í gegn síðasta sumar með laginu Crazy, hefur keypt tvö lög af íslenska rapparanum Steve Sampling. „Ég vissi að hann hefði verið hérna fyrir tveimur árum og hitti hann þá á Prikinu og lét hann hafa demó. Ári seinna hafði hann samband við mig og vildi heyra meira dót. Ég valdi tvö lög og hann lét „labelið“ sitt kaupa þau af mér,“ segir Sampling, sem heitir réttu nafni Stefán Ólafsson. „Hann ætlar að nota þetta fyrir eitthvert nýtt alþjóðlegt „samstarfsproject“ sem hann er að vinna að.“Tilnefndur til Grammydanger mouse Danger Mouse er meðlimur dúettsins Gnarls Barkley sem sló í gegn með laginu Crazy.Auk þess að vera meðlimur hinnar vinsælu Gnarls Barkley hefur Danger Mouse getið sér gott orð sem upptökustjóri. Var hann tilnefndur til Grammy-verðlaunanna sem upptökustjóri fyrstu plötu Gnarls Barkley, St. Else-where og fyrir aðra plötu Gorillaz, Demon Days. Einnig tók hann upp fyrstu plötu hljómsveitar Damon Albarn, The Good, the Bad and the Queen. Fyrst vakti hann þó athygli fyrir plötu sína The Grey Album þar sem hann sauð Hvíta albúmi Bítlanna saman við The Black Album með Jay-Z. Lítill peningurDanger Mouse, sem heitir réttu nafni Brian Joseph Burton, var einmitt staddur á Íslandi í fríi með Damon Albarn þegar Stefán hitti hann. Höfðu þeir þá nýlokið við upptökur á Demon Days-plötunni. „Þetta er mjög fínn náungi. Hann er einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum í þessum geira. Þetta er alveg frábært og mikil viðurkenning fyrir mig,“ segir Stefán, sem segist ekki hafa fengið mikinn pening fyrir lögin sín. „Þetta er samt allt í lagi fyrir óþekktan gæja á Íslandi. Maður vonar að þetta veki einhverja athygli og maður veit ekki hverjum hann er búinn að leyfa að heyra þetta.“ Tvær plötur á leiðinniFram undan hjá Stefáni er að ljúka námi sínu í margmiðlunarfræði. Að auki er hann með tvær nýjar plötur í sigtinu sem koma út í sumar eða haust. Önnur er með hljómsveitinni Sampling og Ragúel en hin er önnur sólóplata hans.
Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira