Bíó og sjónvarp

Edda fyrir Eddu

Edda Björgvins í hlutverki sínu á hinum vinsæla einleik
Edda Björgvins í hlutverki sínu á hinum vinsæla einleik

Borgarleikhúsið og Edda Björgvinsdóttir standa fyrir styrktarsýningu á leikritinu Alveg Brilljant Skilnaður á miðvikudag 16. maí kl. 20:00 á Nýja Sviði Borgarleikhússins og mun allur ágóði sýningarinnar renna til leikkonunnar Eddu Heiðrúnar Backman sem stríðir nú við alvarlegan sjúkdóm.

Einleikurinn Alveg brilljant skilnaður hefur verið fluttur yfir fimmtíu sinnum í Borgarleikhúsinu en texta hans vann Gísli Rúnar Jónsson og staðfærði en Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir. Edda Björgvinsdóttir flytur einleikinn. Aðstandnendur styrktarsýningarinnar vilja benda á að þeir sem vilja sýna samstöðu og samhjálp í verki og eiga ekki heimangengt geta greitt andvirði miða inn á sérstakan reikning sem stofnaður hefur verið til styrktar leikkonunni Eddu Heiðrúnu. Upplýsingar fást í miðasölu Borgarleikhússins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×