Gamlar matarhefðir í kvöldgöngu 17. maí 2007 08:00 Í kvöldgöngu félagsins Matur-saga-menning verða gamlar matarhefðir rifjaðar upp og talað um eggja- og fuglatöku í Hafnabergi. MYND/Teitur Félagið Matur-saga-menning stendur fyrir kvöldgöngu að Hafnabergi á Reykjanesskaga næstkomandi miðvikudagskvöld. Tilgangurinn með ferðinni er að minnast gamalla matarhefða landsmanna. Hafnaberg er staðsett sunnan við Hafnir og var fyrrum nýtt til bæði eggjatöku og fuglatöku. Margar tegundir sjófugla verpa í bjarginu, sem nú iðar af lífi, að því er segir í fréttatilkynningu. Þátttakendur hittast á bílastæði ofan við bjargið klukkan 19.30 á miðvikudagskvöld. Þaðan er rúmlega hálftíma gangur að bjarginu. Mæla skipuleggjendur með því að þátttakendur hafi meðferðis sjónauka og myndavélar til að virða bjarglífið fyrir sér. Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið
Félagið Matur-saga-menning stendur fyrir kvöldgöngu að Hafnabergi á Reykjanesskaga næstkomandi miðvikudagskvöld. Tilgangurinn með ferðinni er að minnast gamalla matarhefða landsmanna. Hafnaberg er staðsett sunnan við Hafnir og var fyrrum nýtt til bæði eggjatöku og fuglatöku. Margar tegundir sjófugla verpa í bjarginu, sem nú iðar af lífi, að því er segir í fréttatilkynningu. Þátttakendur hittast á bílastæði ofan við bjargið klukkan 19.30 á miðvikudagskvöld. Þaðan er rúmlega hálftíma gangur að bjarginu. Mæla skipuleggjendur með því að þátttakendur hafi meðferðis sjónauka og myndavélar til að virða bjarglífið fyrir sér.
Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið