Sýnir þungarokksþætti á Youtube 18. maí 2007 08:45 Gunnar gerir reglulega þætti um íslenskar þungarokkshljómsveitir. MYND/Hörður Gunnar Guðbjörnsson gerir reglulega þætti um íslenskar þungarokkshljómsveitir og setur þá á heimasíðuna Youtube, einn í hverri viku. Changer reið á vaðið og á eftir henni kom hljómsveitin Severed Crotch. Næst á dagskrá eru síðan Momentum og I Adapt. „Þetta er efni sem ég hef verið að taka upp á tónleikum í nokkur ár. Ég hef verið mikið í kringum þungarokkshljómsveitir og á helling af efni og ákvað að gera eitthvað í því,“ segir Gunnar Guðbjörnsso um þungarokksþætti sína á Youtube. Hann bætir því við að þættirnir séu einhvers konar uppköst að sjónvarpsþáttum sem hann langi að gera. „Þetta er búið að vera geggjað. Ég er búinn að fá brjáluð viðbrögð og það hrynur yfir mig „e-mail“ frá fólki sem fílar þetta.“ Gunnar, sem vinnur á auglýsingastofu, hefur nokkra reynslu af sjónvarpsþáttagerð því hann hefur bæðið starfað við þáttinn Sirkus Reykjavík og við sjónvarpsfréttir. Hann segir að þungarokkssenan hér á landi fari mjög stækkandi. „Það er aðallega metall sem er núna að koma upp en það var meira um „hardcore“. Núna er metallinn og dauðarokkið á þvílíkri ferð.“ Þætti Gunnars má finna á slóðinni youtube.com/sirgussi. Changer, sem var í fyrsta þætti Gunnars, er um þessar mundir að vinna að stórri plötu sem kemur út innan árs. Sveitin hitar síðan upp fyrir bandarísku þungarokkssveitina Cannibal Corpse á tónleikum á Nasa 30. júní. „Þetta er hljómsveit sem við höfum allir hlustað á í mörg ár og berum mikla virðingu fyrir. Það verður mikill heiður að fá að spila með þeim,“ segir Kristján Heiðarsson, stofnandi sveitarinnar. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Gunnar Guðbjörnsson gerir reglulega þætti um íslenskar þungarokkshljómsveitir og setur þá á heimasíðuna Youtube, einn í hverri viku. Changer reið á vaðið og á eftir henni kom hljómsveitin Severed Crotch. Næst á dagskrá eru síðan Momentum og I Adapt. „Þetta er efni sem ég hef verið að taka upp á tónleikum í nokkur ár. Ég hef verið mikið í kringum þungarokkshljómsveitir og á helling af efni og ákvað að gera eitthvað í því,“ segir Gunnar Guðbjörnsso um þungarokksþætti sína á Youtube. Hann bætir því við að þættirnir séu einhvers konar uppköst að sjónvarpsþáttum sem hann langi að gera. „Þetta er búið að vera geggjað. Ég er búinn að fá brjáluð viðbrögð og það hrynur yfir mig „e-mail“ frá fólki sem fílar þetta.“ Gunnar, sem vinnur á auglýsingastofu, hefur nokkra reynslu af sjónvarpsþáttagerð því hann hefur bæðið starfað við þáttinn Sirkus Reykjavík og við sjónvarpsfréttir. Hann segir að þungarokkssenan hér á landi fari mjög stækkandi. „Það er aðallega metall sem er núna að koma upp en það var meira um „hardcore“. Núna er metallinn og dauðarokkið á þvílíkri ferð.“ Þætti Gunnars má finna á slóðinni youtube.com/sirgussi. Changer, sem var í fyrsta þætti Gunnars, er um þessar mundir að vinna að stórri plötu sem kemur út innan árs. Sveitin hitar síðan upp fyrir bandarísku þungarokkssveitina Cannibal Corpse á tónleikum á Nasa 30. júní. „Þetta er hljómsveit sem við höfum allir hlustað á í mörg ár og berum mikla virðingu fyrir. Það verður mikill heiður að fá að spila með þeim,“ segir Kristján Heiðarsson, stofnandi sveitarinnar.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira