Bíó og sjónvarp

Höfðuðu mál vegna Brokeback

Kvikmyndin segir frá tveimur kúrekum sem eiga í ástarsambandi.
Kvikmyndin segir frá tveimur kúrekum sem eiga í ástarsambandi.

Tólf ára bandarísk stúlka hefur ásamt afa sínum og ömmu höfðað mál gegn menntamálaráði Chicago eftir að aðstoðarkennari sýndi myndina Brokeback Mountain í skólastund.

Í málshöfðuninni kemur fram að stúlkan, Jessica Turner, hafi borið sálfræðilegan skaða eftir að hafa horft á myndina er hún var í áttunda bekk Ashburn-skólans í fyrra. Farið er fram á rúmlega þrjátíu milljónir króna í skaðabætur.

Brokeback Mountain, sem vann þrenn Óskarsverðlaun, fjallar um tvo kúreka sem eiga í ástar­sambandi. „Mér finnst mjög mikil­vægt að börnin mín sjái ekki svona hluti,“ sagði afi stúlkunnar. „Kennarinn vissi að hann mátti ekki sýna myndina.“

Fyrir tveimur árum kvartaði afinn við skólayfirvöld yfir því að of mörg blótsyrði væru í námsbókunum. „Þetta var kornið sem fyllti mælinn. Ég varð að höfða mál eftir að hafa varað þau við vegna bókanna sem börnin voru látin lesa. Ég sagði þeim að þær væru ekki réttar fyrir okkar trúarbrögð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×