Mögnuð tónlistarblanda 18. maí 2007 09:00 Goran Bregovic er bæði tónskáld og rokkstjarna. Hann mætir með 40 manna sveit hljóðfæraleikara og söngvara í Höllina annað kvöld. Goran Bregovic leikur ásamt Wedding & Funeral Band í Laugardalshöllinni annað kvöld. Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Vorblóts og Listahátíðar í Reykjavík. Trausti Júlíusson leit yfir fjölbreyttan feril Gorans sem spannar yfir 30 ár. Þó að Goran Bregovic sé fyrst og fremst þekktur fyrir tónlistina sem hann hefur gert fyrir kvikmyndir Emirs Kusturica (Le Temps des Gitanes, Underground og Arizona Dream...) þá á hann að baki mjög fjölbreyttan feril sem spannar yfir 30 ár. Hann hefur samið mikinn fjölda ólíkra verka fyrir kvikmyndir, leikhús og tónleikauppsetningar og hann hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Iggy Pop, Scott Walker og Ofru Haza. En hann var líka í fimmtán ár gítarleikari þekktustu rokksveitar Júgóslavíu, Bijelo Dugme.Byrjaði í rokkhljómsveit 16 áraGoran er fæddur í Sarajevo í Bosníu (sem þá var hluti af Júgóslavíu) 22. mars 1950. Móðir hans var Serbi en faðir hans Króati. Eftir að þau skildu ólst hann upp hjá móður sinni í Sarajevo. Goran lærði heimspeki og félagsfræði til að þóknast foreldrum sínum, en mestur tími fór í að spila rokktónlist. Hann byrjaði sem bassaleikari þegar hann var ekki nema 16 ára, en færði sig þegar fram liðu stundir yfir á gítarinn. Hann var m.a. í hljómsveitinni Kodeksi sem var undir miklum áhrifum frá Led Zeppelin og Black Sabbath, en árið 1974 stofnaði hann Bijelo Dugme. Hvítur hnappur„Í kommúnistaríkinu gegndi rokktónlist mikilvægu hlutverki. Hún var eina leiðin sem við höfðum til að tjá skoðanir okkar og lýsa yfir óánægju opinberlega án þess að vera kastað í fangelsi...“ segir Goran um rokkið í Júgóslavíu. Bijelo Dugme sem þýðir „hvítur hnappur” starfaði frá 1974-1989. Hún varð langvinsælasta rokksveit Júgóslavíu, gaf út þrettán plötur og hafði gríðarleg áhrif. Goran sagði skilið við rokkið árið 1989 og flutti í lítið hús við strönd Adríahafsins. Þar samdi hann tónlistina fyrir þriðju kvikmynd Emirs Kusturica, Le temps des Gitanes. Hún sló í gegn og hann hélt áfram á þeirri braut. Þegar stríðið í Júgóslavíu braust út flutti Goran til Parísar. Stóra tónleikaverkefniðGoran kemur hingað til lands með Wedding & Funeral Band sem er 40 manna sveit sem hann stofnaði til að flytja tónlistina sína á tónleikum. Í upphafi var þetta reyndar 120 manna hópur hljóðfæraleikara og söngvara, en svo mikill fjöldi fældi flesta tónleikahaldara frá hugmyndinni þannig að nú skipa hana „aðeins“ 40 söngvarar og hljóðfæraleikarar. Sveitin spilar bæði efni af plötunni Tales & Songs From Weddings And Funerals sem kom út árið 2002 og lög af kvikmyndaplötum Gorans. Hún hefur spilað víða undanfarin tíu ár, m.a. fyrir 500 þúsund manns á Piazza St. Giovanni torginu í Róm og fyrir 150 þúsund manns á djasshátíðinni í Montréal í fyrra. Áhrif víða aðTónlist Gorans Bregovic hefur verið lýst sem þjóðlegri balkanskri tónlist með rokkáhrifum. Í henni má reyndar heyra áhrif mjög víða að. Sígaunalúðrablástur blandast búlgarskri fjölröddun, þjóðlegum áslætti, rafmagnsgítarleik, tangó og jafnvel reggí. Mögnuð blanda. Nú í vikunni kom út ný plata með Goran. Karmen (With A Happy End) sem hefur að geyma samnefnt verk, einskonar sígaunaóperu unna með hliðsjóna af Carmen eftir Bizet. Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Goran Bregovic leikur ásamt Wedding & Funeral Band í Laugardalshöllinni annað kvöld. Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Vorblóts og Listahátíðar í Reykjavík. Trausti Júlíusson leit yfir fjölbreyttan feril Gorans sem spannar yfir 30 ár. Þó að Goran Bregovic sé fyrst og fremst þekktur fyrir tónlistina sem hann hefur gert fyrir kvikmyndir Emirs Kusturica (Le Temps des Gitanes, Underground og Arizona Dream...) þá á hann að baki mjög fjölbreyttan feril sem spannar yfir 30 ár. Hann hefur samið mikinn fjölda ólíkra verka fyrir kvikmyndir, leikhús og tónleikauppsetningar og hann hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Iggy Pop, Scott Walker og Ofru Haza. En hann var líka í fimmtán ár gítarleikari þekktustu rokksveitar Júgóslavíu, Bijelo Dugme.Byrjaði í rokkhljómsveit 16 áraGoran er fæddur í Sarajevo í Bosníu (sem þá var hluti af Júgóslavíu) 22. mars 1950. Móðir hans var Serbi en faðir hans Króati. Eftir að þau skildu ólst hann upp hjá móður sinni í Sarajevo. Goran lærði heimspeki og félagsfræði til að þóknast foreldrum sínum, en mestur tími fór í að spila rokktónlist. Hann byrjaði sem bassaleikari þegar hann var ekki nema 16 ára, en færði sig þegar fram liðu stundir yfir á gítarinn. Hann var m.a. í hljómsveitinni Kodeksi sem var undir miklum áhrifum frá Led Zeppelin og Black Sabbath, en árið 1974 stofnaði hann Bijelo Dugme. Hvítur hnappur„Í kommúnistaríkinu gegndi rokktónlist mikilvægu hlutverki. Hún var eina leiðin sem við höfðum til að tjá skoðanir okkar og lýsa yfir óánægju opinberlega án þess að vera kastað í fangelsi...“ segir Goran um rokkið í Júgóslavíu. Bijelo Dugme sem þýðir „hvítur hnappur” starfaði frá 1974-1989. Hún varð langvinsælasta rokksveit Júgóslavíu, gaf út þrettán plötur og hafði gríðarleg áhrif. Goran sagði skilið við rokkið árið 1989 og flutti í lítið hús við strönd Adríahafsins. Þar samdi hann tónlistina fyrir þriðju kvikmynd Emirs Kusturica, Le temps des Gitanes. Hún sló í gegn og hann hélt áfram á þeirri braut. Þegar stríðið í Júgóslavíu braust út flutti Goran til Parísar. Stóra tónleikaverkefniðGoran kemur hingað til lands með Wedding & Funeral Band sem er 40 manna sveit sem hann stofnaði til að flytja tónlistina sína á tónleikum. Í upphafi var þetta reyndar 120 manna hópur hljóðfæraleikara og söngvara, en svo mikill fjöldi fældi flesta tónleikahaldara frá hugmyndinni þannig að nú skipa hana „aðeins“ 40 söngvarar og hljóðfæraleikarar. Sveitin spilar bæði efni af plötunni Tales & Songs From Weddings And Funerals sem kom út árið 2002 og lög af kvikmyndaplötum Gorans. Hún hefur spilað víða undanfarin tíu ár, m.a. fyrir 500 þúsund manns á Piazza St. Giovanni torginu í Róm og fyrir 150 þúsund manns á djasshátíðinni í Montréal í fyrra. Áhrif víða aðTónlist Gorans Bregovic hefur verið lýst sem þjóðlegri balkanskri tónlist með rokkáhrifum. Í henni má reyndar heyra áhrif mjög víða að. Sígaunalúðrablástur blandast búlgarskri fjölröddun, þjóðlegum áslætti, rafmagnsgítarleik, tangó og jafnvel reggí. Mögnuð blanda. Nú í vikunni kom út ný plata með Goran. Karmen (With A Happy End) sem hefur að geyma samnefnt verk, einskonar sígaunaóperu unna með hliðsjóna af Carmen eftir Bizet.
Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira