Ofurstílistinn Isabella Blow kveður 21. maí 2007 09:55 Síðastliðinn sunnudag lést ein frægasta tískudrottning heims, hin breska Isabella Blow, sem hefur verið talin ein sérvitrasta og framúrstefnulegasta konan innan tískuheimsins. Það var hún sem kom til dæmis Alexander McQueen, Philip Treacy, Stellu Tennant og Sophie Dahl á kortið og sat fremst á öllum tískusýningum um heim allan. Isabella Blow var aðalsborin og og flutti til New York ung að árum. Þar byrjaði hún að vinna hjá Guy Laroche en varð svo aðstoðarkona Önnu Wintour, ritstýru bandaríska Vogue. Tíu árum síðar flutti hún aftur til London og varð tískuritstjóri Tatler og Sunday Times Style blaðsins. Hún hóf farsælt samstarf með hattahönnuðinum Philip Treacy og eftir sú kynni birtist hún aldrei opinberlega án þess að bera brjálæðislegan hatt á höfðinu. Þegar hún var eitt sinn spurð í viðtali af hverju hún væri alltaf með hatt svaraði hún með sínum sérvitringslega hætti: „ Til þess að halda fólki í burtu frá mér. Fólk segir, „Má ég kyssa þig?“ Og ég svara „ Nei takk kærlega fyrir.“ Þess vegna er ég alltaf með hatt. Bless. Mig langar ekki til þess að allir kyssi mig. Bara fólkið sem ég elska.“ Isabella Blow var gift listabraskanum Dietmar Blow en þau eignuðust aldrei börn. Hún veiktist af krabbameini í legi fyrir rúmu ári síðan og hafði hrakað mikið undanfarið, en við krufningu uppgötvaðist að hún hafði kosið að binda enda á þjáningar sínar með illgresiseitri. Hennar var minnst í íburðarmikilli jarðarför í London á fimmtudag þar sem hún var borin í glerkistu á hestvagni líkt og Mjallhvít í ævintýrinu. Mikið hefur verið fjallað um dauða hennar í bresku pressunni og fjöldi minningargreina hefur birst í virtum miðlum þar sem öllum ber saman um að hún skilji eftir sig mikið tómarúm á bresku tískusenunni. Eins og vinur hennar Philip Treacy skrifaði henni til minningar: „ Hún var hefðarborin en var pönkari í hjarta sínu.“ - amb Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning
Síðastliðinn sunnudag lést ein frægasta tískudrottning heims, hin breska Isabella Blow, sem hefur verið talin ein sérvitrasta og framúrstefnulegasta konan innan tískuheimsins. Það var hún sem kom til dæmis Alexander McQueen, Philip Treacy, Stellu Tennant og Sophie Dahl á kortið og sat fremst á öllum tískusýningum um heim allan. Isabella Blow var aðalsborin og og flutti til New York ung að árum. Þar byrjaði hún að vinna hjá Guy Laroche en varð svo aðstoðarkona Önnu Wintour, ritstýru bandaríska Vogue. Tíu árum síðar flutti hún aftur til London og varð tískuritstjóri Tatler og Sunday Times Style blaðsins. Hún hóf farsælt samstarf með hattahönnuðinum Philip Treacy og eftir sú kynni birtist hún aldrei opinberlega án þess að bera brjálæðislegan hatt á höfðinu. Þegar hún var eitt sinn spurð í viðtali af hverju hún væri alltaf með hatt svaraði hún með sínum sérvitringslega hætti: „ Til þess að halda fólki í burtu frá mér. Fólk segir, „Má ég kyssa þig?“ Og ég svara „ Nei takk kærlega fyrir.“ Þess vegna er ég alltaf með hatt. Bless. Mig langar ekki til þess að allir kyssi mig. Bara fólkið sem ég elska.“ Isabella Blow var gift listabraskanum Dietmar Blow en þau eignuðust aldrei börn. Hún veiktist af krabbameini í legi fyrir rúmu ári síðan og hafði hrakað mikið undanfarið, en við krufningu uppgötvaðist að hún hafði kosið að binda enda á þjáningar sínar með illgresiseitri. Hennar var minnst í íburðarmikilli jarðarför í London á fimmtudag þar sem hún var borin í glerkistu á hestvagni líkt og Mjallhvít í ævintýrinu. Mikið hefur verið fjallað um dauða hennar í bresku pressunni og fjöldi minningargreina hefur birst í virtum miðlum þar sem öllum ber saman um að hún skilji eftir sig mikið tómarúm á bresku tískusenunni. Eins og vinur hennar Philip Treacy skrifaði henni til minningar: „ Hún var hefðarborin en var pönkari í hjarta sínu.“ - amb
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning