Bach-sónötur og margfaldur frumflutningur 22. maí 2007 06:00 Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari leikur ásamt semballeikaranum Francesco Corti á Listahátíð í kvöld. Tónleikaröð helguð ungum einleikurum er skipulögð í tengslum við Listahátíð í Reykjavík og í kvöld verða fyrstu tónleikarnir haldnir í tónlistarhúsinu Ými og norður í Eyjafirði. Í borginni leika Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Francesco Corti semballeikari, sem bæði hafa vakið töluverða athygli að undanförnu. Þau eru verðlaunahafar Bach-keppninnar í Leipzig frá því í fyrra og efnisskrá þeirra er að mestu helguð tónlist Bachs. Tónskáldið samdi sex sónötur fyrir fiðlu og sembal og eru þær taldar meðal hornsteina fiðlubókmenntanna, og seinni tíma tónskáld líkt og Beethoven litu til þeirra við gerð sinna verka fyrir hljóðfærið, enda er tónlistin fjölbreytt og hugmyndarík svo sumir hafa talað um sónöturnar sem kennslubók í tónsköpunartækni. Sigurvegarar hinnar virtu tónlistarkeppni í Leipzig, sem kennd er við tónskáldið, munu flytja tvær af þessum sónötum og verður spennandi að heyra þau takast á við þessa tónlist sem er þeim báðum svo hjartfólgin. Þau munu flytja þessi sömu verk á sjálfri Bach-hátíðinni í Leipzig í júní næstkomandi. Í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit frumflytur Tinna Þorsteinsdóttir sex ný íslensk píanóverk sem samin hafa verið fyrir hana. Tinna hefur haft sérstakan áhuga á að flytja íslensk verk og kanna möguleika píanósins til hins ýtrasta og hefur leitast við að tileinka sér nýjar aðferðir til þess. Hér má heyra hefðbundinn píanóleik í bland við elektróník í ýmsum spennandi myndformum. Tónskáldin sem eiga verk á tónleikunum eru Þuríður Jónsdóttir, Karólína Eiríksdóttir, Hilmar Þórðarson, Jónas Tómasson, Áki Ásgeirsson og Gunnar Andreas Kristinsson. Tinna mun síðan halda aðra tónleika í Ými næstkomandi fimmtudag. Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og skal athygli vakin á því að veittur er afsláttur fyrir tónleikagesti 25 ára og yngri. Á öðrum tónleikunum flytja Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari ýmsa þekkta konfektmola og virtúósóverk tónbókmenntanna, meðal annars eftir Bartok og Strauss. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðu Listahátíðar. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tónleikaröð helguð ungum einleikurum er skipulögð í tengslum við Listahátíð í Reykjavík og í kvöld verða fyrstu tónleikarnir haldnir í tónlistarhúsinu Ými og norður í Eyjafirði. Í borginni leika Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Francesco Corti semballeikari, sem bæði hafa vakið töluverða athygli að undanförnu. Þau eru verðlaunahafar Bach-keppninnar í Leipzig frá því í fyrra og efnisskrá þeirra er að mestu helguð tónlist Bachs. Tónskáldið samdi sex sónötur fyrir fiðlu og sembal og eru þær taldar meðal hornsteina fiðlubókmenntanna, og seinni tíma tónskáld líkt og Beethoven litu til þeirra við gerð sinna verka fyrir hljóðfærið, enda er tónlistin fjölbreytt og hugmyndarík svo sumir hafa talað um sónöturnar sem kennslubók í tónsköpunartækni. Sigurvegarar hinnar virtu tónlistarkeppni í Leipzig, sem kennd er við tónskáldið, munu flytja tvær af þessum sónötum og verður spennandi að heyra þau takast á við þessa tónlist sem er þeim báðum svo hjartfólgin. Þau munu flytja þessi sömu verk á sjálfri Bach-hátíðinni í Leipzig í júní næstkomandi. Í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit frumflytur Tinna Þorsteinsdóttir sex ný íslensk píanóverk sem samin hafa verið fyrir hana. Tinna hefur haft sérstakan áhuga á að flytja íslensk verk og kanna möguleika píanósins til hins ýtrasta og hefur leitast við að tileinka sér nýjar aðferðir til þess. Hér má heyra hefðbundinn píanóleik í bland við elektróník í ýmsum spennandi myndformum. Tónskáldin sem eiga verk á tónleikunum eru Þuríður Jónsdóttir, Karólína Eiríksdóttir, Hilmar Þórðarson, Jónas Tómasson, Áki Ásgeirsson og Gunnar Andreas Kristinsson. Tinna mun síðan halda aðra tónleika í Ými næstkomandi fimmtudag. Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og skal athygli vakin á því að veittur er afsláttur fyrir tónleikagesti 25 ára og yngri. Á öðrum tónleikunum flytja Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari ýmsa þekkta konfektmola og virtúósóverk tónbókmenntanna, meðal annars eftir Bartok og Strauss. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðu Listahátíðar.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira