Stórar tilfinningar hjá Myst 31. maí 2007 07:30 Hjónin Kolbrún Eva Viktorsdóttir og Haraldur G. Ásmundsson skipa hljómsveitina Myst. MYND/GVA Dúettinn Myst hefur gefið út sína fyrstu plötu, Take Me With You, með aðstoð Smekkleysu. Myst, sem er skipuð hjónunum Kolbrúnu Evu Viktorsdóttur og Haraldi G. Ásmundssyni, hefur verið starfandi í um það bil fjögur ár og hefur platan verið í vinnslu nánast frá þeim tíma. Spilar sveitin rólegheita popp undir ýmiss konar áhrifum, meðal annars frá Bítlunum, Emilíönu Torrini og Evu Cassidy. Myst hefur átt fjögur lög sem hafa fengið mikla spilun í útvarpinu, þar á meðal Here For You, sem var mest spilaða lagið á Bylgjunni árið 2005. Vissu þá fáir að þar væri á ferðinni íslensk hljómsveit. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin plata og hvert lag á sér sögu,“ segir söngkonan Kolbrún Eva. „Þegar við spilum á tónleikum gætum við örugglega talað í tvær mínútur á undan hverju einasta lagi.“ Eitt laganna, Angel Like You, er til að mynda samið til minningar um bróður Kolbrúnar Evu sem lést ungur að aldri árið 1988. Jón Ólafsson og Arnar Guðjónsson úr Leaves sáu um upptökustjórn plötunnar og eru þau Kolbrún Eva og Haraldur hæstánægð með framlag þeirra. Bróðir Kolbrúnar, Sigurvin Sindri, kemur einnig við sögu á plötunni sem gítarleikari, ásamt þeim Hermanni Alberti Jónssyni, bassaleikara, Arnari Guðjónssyni, Jóhanni Hjörleifssyni, Guðmundi Péturssyni, Jóni Ólafssyni og Friðriki Sturlusyni. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Dúettinn Myst hefur gefið út sína fyrstu plötu, Take Me With You, með aðstoð Smekkleysu. Myst, sem er skipuð hjónunum Kolbrúnu Evu Viktorsdóttur og Haraldi G. Ásmundssyni, hefur verið starfandi í um það bil fjögur ár og hefur platan verið í vinnslu nánast frá þeim tíma. Spilar sveitin rólegheita popp undir ýmiss konar áhrifum, meðal annars frá Bítlunum, Emilíönu Torrini og Evu Cassidy. Myst hefur átt fjögur lög sem hafa fengið mikla spilun í útvarpinu, þar á meðal Here For You, sem var mest spilaða lagið á Bylgjunni árið 2005. Vissu þá fáir að þar væri á ferðinni íslensk hljómsveit. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin plata og hvert lag á sér sögu,“ segir söngkonan Kolbrún Eva. „Þegar við spilum á tónleikum gætum við örugglega talað í tvær mínútur á undan hverju einasta lagi.“ Eitt laganna, Angel Like You, er til að mynda samið til minningar um bróður Kolbrúnar Evu sem lést ungur að aldri árið 1988. Jón Ólafsson og Arnar Guðjónsson úr Leaves sáu um upptökustjórn plötunnar og eru þau Kolbrún Eva og Haraldur hæstánægð með framlag þeirra. Bróðir Kolbrúnar, Sigurvin Sindri, kemur einnig við sögu á plötunni sem gítarleikari, ásamt þeim Hermanni Alberti Jónssyni, bassaleikara, Arnari Guðjónssyni, Jóhanni Hjörleifssyni, Guðmundi Péturssyni, Jóni Ólafssyni og Friðriki Sturlusyni.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira