Kvennaathvarf í aldarfjórðung 31. maí 2007 00:01 Samtök um kvennaathvarf verða 25 ára næstkomandi laugardag, 2. júní. Kvennaathvarfið tók svo til starfa hálfu ári síðar, í desember 1982. Fyrsta kvennaathvarfið var stofnað í Bretlandi í upphafi áttunda áratugarins en hugmyndin breiddist hratt út og hefur skotið rótum í vestrænu samfélagi. Markmið Kvennaathvarfsins er að veita konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi, og börnum þeirra, skjól gagnvart ofbeldismönnum og einnig að vinna forvarnarstarf í því skyni að draga úr heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum. Sömuleiðis er markmið Kvennaathvarfsins að veita konum sem hafa orðið fyrir nauðgun aðstoð. Auk þess að bjóða upp á dvöl fyrir konur sem kjósa að fara burt af heimilum sínum vegna ofbeldis býður Kvennaathvarfið upp á stuðningsviðtöl við konur sem búa við, eða hafa búið við, heimilisofbeldi. Sömuleiðis er í boði símaráðgjöf í athvarfinu allan sólarhringinn og sjálfshjálparhópar fyrir konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Ársskýrsla Kvennaathvarfsins sem kom út fyrr í mánuðinum sýnir svo ekki verður um villst að þörfin á kvennaathvarfi er afar mikil. Aldrei hafa fleiri komur verið skráðar í athvarfið en árið 2006 og aldrei fleiri viðtöl. Vissulega endurspegar það ekki endilega vaxandi þörf heldur vaxandi umræðu um kynbundið ofbeldi sem leiðir til þess að konur leita sér frekar aðstoðar þegar þær verða fyrir ofbeldi en þær gerðu áður. Þeim konum sem kæra ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir fjölgar engu að síður afar hægt en að því er virðist örugglega. Í fyrra kærðu sextán prósent þeirra kvenna sem höfðu leitað til Kvennaathvarfs. Hlutfall kærðra nauðgana er ekki heldur hátt. Þegar lágt hlutfall dóma í málum sem snúa að kynbundnu ofbeldi er skoðað þarf ekki heldur að undrast að fórnarlömbin dragi í efa að það þjóni tilgangi að kæra. Þessu þarf að breyta og verður vitanlega ekki breytt nema með því að konur kæri ofbeldi sem þær verða fyrir. Á síðasta þingi var samþykkt fimm ára aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Ástæða er til að fagna þessari áætlun og binda vonir við að hún skili sér í raunverulegu lífi fólks. Heimilið á að vera griðastaður. Þar á aldrei að líðast ofbeldi í krafti aflsmunar. Konur og karlar verða að vinna samhent að því að útrýma þessu ofbeldi. Framlag Samtaka um kvennaathvarf í aldarfjórðung er ómetanlegt og líf fjöldamargra kvenna hefur tekið nýja stefnu eftir dvöl í Kvennaathvarfinu þar sem vítahringur ofbeldis hefur verið rofinn. Þannig hefur Kvennaathvarfið skipt sköpum og mun gera áfram um ókomin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun
Samtök um kvennaathvarf verða 25 ára næstkomandi laugardag, 2. júní. Kvennaathvarfið tók svo til starfa hálfu ári síðar, í desember 1982. Fyrsta kvennaathvarfið var stofnað í Bretlandi í upphafi áttunda áratugarins en hugmyndin breiddist hratt út og hefur skotið rótum í vestrænu samfélagi. Markmið Kvennaathvarfsins er að veita konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi, og börnum þeirra, skjól gagnvart ofbeldismönnum og einnig að vinna forvarnarstarf í því skyni að draga úr heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum. Sömuleiðis er markmið Kvennaathvarfsins að veita konum sem hafa orðið fyrir nauðgun aðstoð. Auk þess að bjóða upp á dvöl fyrir konur sem kjósa að fara burt af heimilum sínum vegna ofbeldis býður Kvennaathvarfið upp á stuðningsviðtöl við konur sem búa við, eða hafa búið við, heimilisofbeldi. Sömuleiðis er í boði símaráðgjöf í athvarfinu allan sólarhringinn og sjálfshjálparhópar fyrir konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Ársskýrsla Kvennaathvarfsins sem kom út fyrr í mánuðinum sýnir svo ekki verður um villst að þörfin á kvennaathvarfi er afar mikil. Aldrei hafa fleiri komur verið skráðar í athvarfið en árið 2006 og aldrei fleiri viðtöl. Vissulega endurspegar það ekki endilega vaxandi þörf heldur vaxandi umræðu um kynbundið ofbeldi sem leiðir til þess að konur leita sér frekar aðstoðar þegar þær verða fyrir ofbeldi en þær gerðu áður. Þeim konum sem kæra ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir fjölgar engu að síður afar hægt en að því er virðist örugglega. Í fyrra kærðu sextán prósent þeirra kvenna sem höfðu leitað til Kvennaathvarfs. Hlutfall kærðra nauðgana er ekki heldur hátt. Þegar lágt hlutfall dóma í málum sem snúa að kynbundnu ofbeldi er skoðað þarf ekki heldur að undrast að fórnarlömbin dragi í efa að það þjóni tilgangi að kæra. Þessu þarf að breyta og verður vitanlega ekki breytt nema með því að konur kæri ofbeldi sem þær verða fyrir. Á síðasta þingi var samþykkt fimm ára aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Ástæða er til að fagna þessari áætlun og binda vonir við að hún skili sér í raunverulegu lífi fólks. Heimilið á að vera griðastaður. Þar á aldrei að líðast ofbeldi í krafti aflsmunar. Konur og karlar verða að vinna samhent að því að útrýma þessu ofbeldi. Framlag Samtaka um kvennaathvarf í aldarfjórðung er ómetanlegt og líf fjöldamargra kvenna hefur tekið nýja stefnu eftir dvöl í Kvennaathvarfinu þar sem vítahringur ofbeldis hefur verið rofinn. Þannig hefur Kvennaathvarfið skipt sköpum og mun gera áfram um ókomin ár.
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun