Græna ljósið tryggði sér sigurmyndina á Cannes 1. júní 2007 09:00 Rúmenska sigurmyndin Fjórir mánuðir, þrjár vikur, tveir daga hefur vakið mikla athygli enda fjallar hún um fóstureyðingar sem jafnan er eldfimmt umfjöllunarefni. Ísleifur B. Þórhallsson hjá dreifingarfyrirtækinu Græna Ljósið gerðu góða ferð til Cannes en þar tryggðu þeir sér sýningarrétt á mörgum af eftirtektarverðustu kvikmyndum hátíðarinnar. Stóru fréttirnar eru eflaust þær að rúmenska sigurmyndin 4 luni, 3 saptamini si 2 zile eða Fjórir mánuðir, þrjár vikur, tveir dagar verður tekin til sýningar á allra næstu misserum. Miklar vangaveltur hafa verið meðal kvikmyndaáhugamanna á netinu hvort örlög hennar yrðu þau sömu og hjá mörgum öðrum evrópskum verðlaunamyndum; að hún yrði fáanleg á næstu myndbandaleigu eftir dúk og disk. „Við tryggðum okkur dreifingarréttinn í blábyrjun hátíðarinnar. Ég horfði á myndina á fyrsta degi mínum í Cannes, fór á tvö sýningu, mætti á fund klukkan fjögur með útgáfufyrirtækinu og sendi inn tilboð í kjölfarið sem var samþykkt nánast samstundis," segir Ísleifur og telur þessi kaup ef til vill varpa hvað bestu ljósi á hlutverk Græna ljóssins. „Við höfum lagt mikla áherslu á að fá myndir hingað til lands sem að öðrum kosti myndu aldrei rata í íslensk kvikmyndahús," útskýrir hann. Ísleifur útilokar ekki að reynt verði að fá leikstjóra myndarinar, Cristian Mungiu, til að koma og verða við frumsýningu myndarinnar. „Við höfum enda gert mest af því að kynna fyrir gestum okkar fólkið á bakvið myndirnar. Hins vegar er ég viss um að myndin sjálf eigi eftir að vekja töluverða athygli vegna umfjöllunarefnisins," bætir Ísleifur við en hún fjallar um unga konu sem lætur framkvæma á sér ólöglega fóstureyðingu í Rúmeníu skömmu fyrir fall Nicolae Ceaucescu og kommúnistaflokksins. Nýjasta mynd Michael Moore, Sicko, ber saman heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna við það evrópska og kúbverska.MYND/Getty En það var ekki bara rúmenska sigurmyndin sem Græna ljósið festi kaup á við strendur við Miðjarðarhafsins. Ísleifur klófesti einnig meðal annars Sicko, nýjustu heimildarmynd hins umdeilda Micheal Moore og My Blueberry Nights en hún er frumraun söngkonunnar Noruh Jones á hvíta tjaldinu. Síðan er nokkuð víst að heimildarmyndin Rebellion: The Litvinenko Case eigi eftir að vekja mikla athygli. Hún fjallar um fimm síðustu árin í lífi rússneska njósnarans Alexander Litvinenko sem lést eftir að eitrað var fyrir honum en meðal þeirra sem hafa verið bendlaðir við morðið eru Vladimir Putin, forseti Rússlands. Þá er nokkuð ljóst að Terror's Advocate eftir Barbet Schroeder á einnig eftir að vekja upp spurningar en hún fjallar um lögfræðinginn Jacques Vergés sem hefur tekið að sér að verja menn á borð við Slobodan Milosevic, Mao Tse Tung og sjálfan Saddam Hussein. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Ísleifur B. Þórhallsson hjá dreifingarfyrirtækinu Græna Ljósið gerðu góða ferð til Cannes en þar tryggðu þeir sér sýningarrétt á mörgum af eftirtektarverðustu kvikmyndum hátíðarinnar. Stóru fréttirnar eru eflaust þær að rúmenska sigurmyndin 4 luni, 3 saptamini si 2 zile eða Fjórir mánuðir, þrjár vikur, tveir dagar verður tekin til sýningar á allra næstu misserum. Miklar vangaveltur hafa verið meðal kvikmyndaáhugamanna á netinu hvort örlög hennar yrðu þau sömu og hjá mörgum öðrum evrópskum verðlaunamyndum; að hún yrði fáanleg á næstu myndbandaleigu eftir dúk og disk. „Við tryggðum okkur dreifingarréttinn í blábyrjun hátíðarinnar. Ég horfði á myndina á fyrsta degi mínum í Cannes, fór á tvö sýningu, mætti á fund klukkan fjögur með útgáfufyrirtækinu og sendi inn tilboð í kjölfarið sem var samþykkt nánast samstundis," segir Ísleifur og telur þessi kaup ef til vill varpa hvað bestu ljósi á hlutverk Græna ljóssins. „Við höfum lagt mikla áherslu á að fá myndir hingað til lands sem að öðrum kosti myndu aldrei rata í íslensk kvikmyndahús," útskýrir hann. Ísleifur útilokar ekki að reynt verði að fá leikstjóra myndarinar, Cristian Mungiu, til að koma og verða við frumsýningu myndarinnar. „Við höfum enda gert mest af því að kynna fyrir gestum okkar fólkið á bakvið myndirnar. Hins vegar er ég viss um að myndin sjálf eigi eftir að vekja töluverða athygli vegna umfjöllunarefnisins," bætir Ísleifur við en hún fjallar um unga konu sem lætur framkvæma á sér ólöglega fóstureyðingu í Rúmeníu skömmu fyrir fall Nicolae Ceaucescu og kommúnistaflokksins. Nýjasta mynd Michael Moore, Sicko, ber saman heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna við það evrópska og kúbverska.MYND/Getty En það var ekki bara rúmenska sigurmyndin sem Græna ljósið festi kaup á við strendur við Miðjarðarhafsins. Ísleifur klófesti einnig meðal annars Sicko, nýjustu heimildarmynd hins umdeilda Micheal Moore og My Blueberry Nights en hún er frumraun söngkonunnar Noruh Jones á hvíta tjaldinu. Síðan er nokkuð víst að heimildarmyndin Rebellion: The Litvinenko Case eigi eftir að vekja mikla athygli. Hún fjallar um fimm síðustu árin í lífi rússneska njósnarans Alexander Litvinenko sem lést eftir að eitrað var fyrir honum en meðal þeirra sem hafa verið bendlaðir við morðið eru Vladimir Putin, forseti Rússlands. Þá er nokkuð ljóst að Terror's Advocate eftir Barbet Schroeder á einnig eftir að vekja upp spurningar en hún fjallar um lögfræðinginn Jacques Vergés sem hefur tekið að sér að verja menn á borð við Slobodan Milosevic, Mao Tse Tung og sjálfan Saddam Hussein.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira