Um er að ræða íslenskt hönnunarteymi sem samanstendur af fólki sem hefur unnið saman í verslunum 17.
„Við höfum alltaf verið að tala um að gera eitthvað svona og ákváðum loks að kýla bara á það segir Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður en auk hennar eru það þau Vala Magnúsdóttir, Sigrún Hjálmarsdóttir, Bjarki Gunnlaugsson og Tómas Sveinbjörnsson sem skipa Moss.
Andrea segir þau strax hafa fengið jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum en fyrsta sending af Moss verður frumsýnd í dag.

Undir merkinu verður hægt að fá kápur, jakka, hettupeysur, kjóla, boli og leggings. Hönnunarteymið hefur það að markmiði að vera djarft í hönnun og notar ýmist pallíettuefni, blúndur eða neon liti til að poppa flíkurnar upp.
„Fötin verða einungis til í takmörkuðu upplagi en við hyggjumst sífellt koma með nýjar og spennandi flíkur í djörfum stíl með skemmtilegum smáatriðum.“