Engin samkeppni hjá hjónunum 9. júní 2007 07:00 Rúnar Freyr Gíslason mun leika eitt af aðalhlutverkunum í stóra barnasöngleik Þjóðleikhússins í vetur, Skilaboðaskjóðu Þorvalds Þorsteinssonar. Á sama tíma leikstýrir eiginkona hans, Selma Björnsdóttir, uppfærslu Borgarleikhússins á Gosa. Rúnar Freyr sló á létta strengi þegar Fréttablaðið spurði hann út í væntanlega „samkeppni" þeirra skötuhjúa og taldi það alls ekki skjóta skökku við að þau væru að starfa á sitthvorri vígstöðinni. „Ég er einn af þeim sem trúa því að þegar verið er að setja upp barnasöngleiki í báðum húsum bakki þeir hvor annan upp. Ég lít því miklu frekar svo á að við séum í samvinnu frekar en samkeppni," segir Rúnar Freyr, sem verður í hlutverki Dreitils skógardvergs í uppfærslunni í ár, en sá er mikill örlagavaldur í ævintýrinu. Gunnar Helgason mun leikstýra Skilaboðaskjóðunni en önnur aðalhlutverk eru í höndum Þórunnar Lárusdóttur, Hjálmars Hjálmarssonar og Friðriks Friðrikssonar auk þess sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og fleiri eru í stórum hlutverkum. „Þetta er frábær hópur," segir leikstjórinn, sem stefnir aukinheldur á að betrumbæta fyrri uppsetningu ævintýrsins sem sýnt var fyrir tæpum fimmtán árum. „Ég hef unnið mikið í barnaefni í gegnum tíðina og upp á síðkastið hef ég mest verið að leikstýra söngleikjum. Skilaboðaskjóðan sem barnasöngleikur sameinar þetta tvennt og því er þetta algjört draumaverkefni fyrir mig," segir Gunnar. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að ævintýrið um Gosa verður stóra barnaleikrit Borgarleikhússins í vetur og þá hefur Leikfélag Akureyrar ákveðið að sýna Óvitana eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur. Sigurður Sigurjónsson situr í leikstjórnarstólnum, Jón Ólafsson sér um tónlist og á meðal leikara verða þeir Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Karlsson og Þráinn Karlsson. Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Rúnar Freyr Gíslason mun leika eitt af aðalhlutverkunum í stóra barnasöngleik Þjóðleikhússins í vetur, Skilaboðaskjóðu Þorvalds Þorsteinssonar. Á sama tíma leikstýrir eiginkona hans, Selma Björnsdóttir, uppfærslu Borgarleikhússins á Gosa. Rúnar Freyr sló á létta strengi þegar Fréttablaðið spurði hann út í væntanlega „samkeppni" þeirra skötuhjúa og taldi það alls ekki skjóta skökku við að þau væru að starfa á sitthvorri vígstöðinni. „Ég er einn af þeim sem trúa því að þegar verið er að setja upp barnasöngleiki í báðum húsum bakki þeir hvor annan upp. Ég lít því miklu frekar svo á að við séum í samvinnu frekar en samkeppni," segir Rúnar Freyr, sem verður í hlutverki Dreitils skógardvergs í uppfærslunni í ár, en sá er mikill örlagavaldur í ævintýrinu. Gunnar Helgason mun leikstýra Skilaboðaskjóðunni en önnur aðalhlutverk eru í höndum Þórunnar Lárusdóttur, Hjálmars Hjálmarssonar og Friðriks Friðrikssonar auk þess sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og fleiri eru í stórum hlutverkum. „Þetta er frábær hópur," segir leikstjórinn, sem stefnir aukinheldur á að betrumbæta fyrri uppsetningu ævintýrsins sem sýnt var fyrir tæpum fimmtán árum. „Ég hef unnið mikið í barnaefni í gegnum tíðina og upp á síðkastið hef ég mest verið að leikstýra söngleikjum. Skilaboðaskjóðan sem barnasöngleikur sameinar þetta tvennt og því er þetta algjört draumaverkefni fyrir mig," segir Gunnar. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að ævintýrið um Gosa verður stóra barnaleikrit Borgarleikhússins í vetur og þá hefur Leikfélag Akureyrar ákveðið að sýna Óvitana eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur. Sigurður Sigurjónsson situr í leikstjórnarstólnum, Jón Ólafsson sér um tónlist og á meðal leikara verða þeir Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Karlsson og Þráinn Karlsson.
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira