Kvikmyndar söngelska karlmenn 11. júní 2007 08:30 The Bohemians. Félagsskapinn mynda að mestu áttræðir og níræðir menn sem syngja hver fyrir annan uppi á sviði einu sinni í viku. Mynd/Þorsteinn J. Þorsteinn J. Vilhjálmsson er að leggja lokahönd á nýja mynd sem heitir The Boheminas. Myndin fjallar um félagsskap karla í Dublin sem hittast einu sinni í viku í þeim tilgangi að syngja hver fyrir annan. Félagsskapurinn var stofnaður árið 1897 og skipar um 150 manns, flesta á áttræðis eða níræðis aldri. “Kjarninn í þessu eru orð sem eru orðin innihaldslaus og hallærisleg, það er vinátta og að njóta samvista hver við annan,” segir Þorsteinn. “Þessi ástríða fyrir söngnum og tónlistinni er mjög merkileg því það eru bæði í félaginu söngvarar sem syngja og líka þeir sem eru “non-performance”, sem eru bara með til að njóta tónlistarinnar. Það eru allir með, hvort sem þeir hafa eitthvað að leggja af mörkunum eða ekki.” Að sögn Þorsteins er félagsskapurinn karlavígi þar sem haldið er í gamlar hefðir. “Konur fá ekki aðgang að skemmtunum klúbbsins nema tvisvar á ári þegar þeim er boðið í dinner.” Þorsteinn heyrði fyrst af félagsskapnum í gegnum írskan vin sinn. Kom sér í samband við félagið og fékk að mynda eina kvöldstund. Í myndinni er bæði rætt við og hlustað á tóna söngfuglanna sem og fyglst með þegar ungur konsertpíanisti er boðinn velkominn í hópinn. Þorsteinn er að leggja lokahönd á myndina en hann hefur setið sveittur yfir klippingum síðustu mánuði. Brot úr myndinni má sjá á heimasíðu hans, thorsteinnj.is, en ætlunin er að frumsýna myndina í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi í september. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þorsteinn J. Vilhjálmsson er að leggja lokahönd á nýja mynd sem heitir The Boheminas. Myndin fjallar um félagsskap karla í Dublin sem hittast einu sinni í viku í þeim tilgangi að syngja hver fyrir annan. Félagsskapurinn var stofnaður árið 1897 og skipar um 150 manns, flesta á áttræðis eða níræðis aldri. “Kjarninn í þessu eru orð sem eru orðin innihaldslaus og hallærisleg, það er vinátta og að njóta samvista hver við annan,” segir Þorsteinn. “Þessi ástríða fyrir söngnum og tónlistinni er mjög merkileg því það eru bæði í félaginu söngvarar sem syngja og líka þeir sem eru “non-performance”, sem eru bara með til að njóta tónlistarinnar. Það eru allir með, hvort sem þeir hafa eitthvað að leggja af mörkunum eða ekki.” Að sögn Þorsteins er félagsskapurinn karlavígi þar sem haldið er í gamlar hefðir. “Konur fá ekki aðgang að skemmtunum klúbbsins nema tvisvar á ári þegar þeim er boðið í dinner.” Þorsteinn heyrði fyrst af félagsskapnum í gegnum írskan vin sinn. Kom sér í samband við félagið og fékk að mynda eina kvöldstund. Í myndinni er bæði rætt við og hlustað á tóna söngfuglanna sem og fyglst með þegar ungur konsertpíanisti er boðinn velkominn í hópinn. Þorsteinn er að leggja lokahönd á myndina en hann hefur setið sveittur yfir klippingum síðustu mánuði. Brot úr myndinni má sjá á heimasíðu hans, thorsteinnj.is, en ætlunin er að frumsýna myndina í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi í september.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira