Tónlist

Þrjátíu ára bið á enda

Rokkararnir spiluðu á tónlistarhátíðinni Isle of Wight í Bretlandi.
Rokkararnir spiluðu á tónlistarhátíðinni Isle of Wight í Bretlandi.
Rokkhundarnir í The Rolling Stones spiluðu á sinni fyrstu tónlistarhátíð í Bretlandi í rúm þrjátíu ár þegar þeir stigu á svið á Isle of Wight-hátíðinni.

„Ég held að við séum 24. hljómsveitin sem spilar hérna. Það er frekar mikið. Vonandi eigið þið næga orku inni,“ sagði söngvarinn Mick Jagger, sem var afar frískur á tónleikunum og hljóp út um allt sviðið. Á meðal fleiri þekktra nafna á hátíðinni voru Amy Winehouse, Muse, Snow Patrol og Kasabian.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×